Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2017 09:55 Vinir og vinnufélagar Arturs fundu skemmtilegar myndir og myndbönd í von um að þær hjálpi til við leitina. Vinir og vinnufélagar Artus Jarmoszko hafa ákveðið að birta fleiri myndir og myndbönd af honum í þeirri von að það hjálpi til við leitina að honum. Formlegri leit lögreglu hefur verið hætt en brugðist verður við komi frekari vísbendingar fram. Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Stefaníu Önnu Rúnarsdóttur af Facebook í gær en hún er úr vinahópi Arturs. Hún segir vinina hafa ákveðið að birta fleiri myndir eftir að hafa lesið viðtalið við Heiðu Maríu Sigurðardóttur, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu í gær.Ekki nægar upplýsingar fyrir þá sem þekkja viðkomandi ekki „Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ sagði Heiða. Heiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar.Smávægilegur munur á andlitsgerð eftir þjóðerni „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða. Að neðan má sjá myndir og myndbönd af Arturi en Heiða segir að þótt óljóst sé hvort birtingin muni hjálpa þá verði það aldrei verra en að setja bara eina mynd, jafnvel lélega mynd úr öryggismyndavél. „Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“ Tengdar fréttir Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Aldrei verra að birta meiri upplýsingar Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, segir að þegar auglýst er eftir týndum einstaklingum verði að hafa fleiri myndir og jafnvel myndbönd með. Ein mynd dugi ekki til að unnt sé að bera kennsl á fólk. 20. mars 2017 07:00 Leita að Arturi á svæðinu frá Gróttu og að Nauthólsvík Notast við slöngubáta og dróna en lögreglan segir slóðina vera farna að kólna. 18. mars 2017 09:48 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Vinir og vinnufélagar Artus Jarmoszko hafa ákveðið að birta fleiri myndir og myndbönd af honum í þeirri von að það hjálpi til við leitina að honum. Formlegri leit lögreglu hefur verið hætt en brugðist verður við komi frekari vísbendingar fram. Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Stefaníu Önnu Rúnarsdóttur af Facebook í gær en hún er úr vinahópi Arturs. Hún segir vinina hafa ákveðið að birta fleiri myndir eftir að hafa lesið viðtalið við Heiðu Maríu Sigurðardóttur, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu í gær.Ekki nægar upplýsingar fyrir þá sem þekkja viðkomandi ekki „Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ sagði Heiða. Heiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar.Smávægilegur munur á andlitsgerð eftir þjóðerni „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða. Að neðan má sjá myndir og myndbönd af Arturi en Heiða segir að þótt óljóst sé hvort birtingin muni hjálpa þá verði það aldrei verra en að setja bara eina mynd, jafnvel lélega mynd úr öryggismyndavél. „Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“
Tengdar fréttir Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Aldrei verra að birta meiri upplýsingar Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, segir að þegar auglýst er eftir týndum einstaklingum verði að hafa fleiri myndir og jafnvel myndbönd með. Ein mynd dugi ekki til að unnt sé að bera kennsl á fólk. 20. mars 2017 07:00 Leita að Arturi á svæðinu frá Gróttu og að Nauthólsvík Notast við slöngubáta og dróna en lögreglan segir slóðina vera farna að kólna. 18. mars 2017 09:48 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54
Aldrei verra að birta meiri upplýsingar Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, segir að þegar auglýst er eftir týndum einstaklingum verði að hafa fleiri myndir og jafnvel myndbönd með. Ein mynd dugi ekki til að unnt sé að bera kennsl á fólk. 20. mars 2017 07:00
Leita að Arturi á svæðinu frá Gróttu og að Nauthólsvík Notast við slöngubáta og dróna en lögreglan segir slóðina vera farna að kólna. 18. mars 2017 09:48