Birta myndir og myndbönd í von um að Artur finnist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2017 09:55 Vinir og vinnufélagar Arturs fundu skemmtilegar myndir og myndbönd í von um að þær hjálpi til við leitina. Vinir og vinnufélagar Artus Jarmoszko hafa ákveðið að birta fleiri myndir og myndbönd af honum í þeirri von að það hjálpi til við leitina að honum. Formlegri leit lögreglu hefur verið hætt en brugðist verður við komi frekari vísbendingar fram. Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Stefaníu Önnu Rúnarsdóttur af Facebook í gær en hún er úr vinahópi Arturs. Hún segir vinina hafa ákveðið að birta fleiri myndir eftir að hafa lesið viðtalið við Heiðu Maríu Sigurðardóttur, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu í gær.Ekki nægar upplýsingar fyrir þá sem þekkja viðkomandi ekki „Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ sagði Heiða. Heiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar.Smávægilegur munur á andlitsgerð eftir þjóðerni „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða. Að neðan má sjá myndir og myndbönd af Arturi en Heiða segir að þótt óljóst sé hvort birtingin muni hjálpa þá verði það aldrei verra en að setja bara eina mynd, jafnvel lélega mynd úr öryggismyndavél. „Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“ Tengdar fréttir Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Aldrei verra að birta meiri upplýsingar Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, segir að þegar auglýst er eftir týndum einstaklingum verði að hafa fleiri myndir og jafnvel myndbönd með. Ein mynd dugi ekki til að unnt sé að bera kennsl á fólk. 20. mars 2017 07:00 Leita að Arturi á svæðinu frá Gróttu og að Nauthólsvík Notast við slöngubáta og dróna en lögreglan segir slóðina vera farna að kólna. 18. mars 2017 09:48 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Vinir og vinnufélagar Artus Jarmoszko hafa ákveðið að birta fleiri myndir og myndbönd af honum í þeirri von að það hjálpi til við leitina að honum. Formlegri leit lögreglu hefur verið hætt en brugðist verður við komi frekari vísbendingar fram. Fleiri hundruð manns hafa deilt færslu Stefaníu Önnu Rúnarsdóttur af Facebook í gær en hún er úr vinahópi Arturs. Hún segir vinina hafa ákveðið að birta fleiri myndir eftir að hafa lesið viðtalið við Heiðu Maríu Sigurðardóttur, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, í Fréttablaðinu í gær.Ekki nægar upplýsingar fyrir þá sem þekkja viðkomandi ekki „Þegar lögreglan er að leita að týndu fólki þá er yfirleitt verið að deila fáum og lélegum myndum. Það geta verið nægar upplýsingar fyrir þann sem þekkir viðkomandi vel en fyrir alla aðra þá eru þetta ekki nægar upplýsingar,“ sagði Heiða. Heiða hefur í rannsóknum sínum verið að skoða hvernig fólk skynjar bæði hluti og andlit, meðal annars hvernig heilinn vinnur úr því hvernig fólk greinir andlit sem það þekkir frá þeim sem það þekkir ekki. Út frá þessum upplýsingum hefur hún verið að velta fyrir sér hvernig eigi að finna týnda einstaklinga sem lögreglan auglýsir eftir. Yfirleitt er aðeins ein mynd birt af þeim sem saknað er og jafnvel í litlum gæðum og illa lýst. Þetta skilar takmörkuðum árangri því samkvæmt rannsóknum er mjög erfitt að bera kennsl á fólk þegar sjónarhorn, birtuskilyrði eða umhverfi er annað en myndin sýnir. Heiða hefur bent á að út frá skynjun okkar þurfi lögreglan helst að birta margar ólíkar myndir og jafnvel myndbönd. Í máli Arturs Jarmoszko, sem hefur verið saknað síðan í byrjun mánaðarins, hafa aðeins tvær myndir verið birtar.Smávægilegur munur á andlitsgerð eftir þjóðerni „Artur er pólskur og fólk á sérlega erfitt með að bera kennsl á einhvern af öðru þjóðerni. Þetta virðist vera háð reynslunni, en heilinn verður næmastur fyrir andlitum sem líkjast þeim sem maður hefur oft séð áður. Þótt ekki sé mikill munur á útliti fólks eftir uppruna þá virðist þessi smávægilegi munur á andlitsgerð fólks eftir þjóðerni gera fólki erfitt um vik að þekkja mann frá öðru landi, og getur verið raunverulegt vandamál. Þetta hafa rannsóknir mínar og annarra sýnt,“ segir Heiða. Að neðan má sjá myndir og myndbönd af Arturi en Heiða segir að þótt óljóst sé hvort birtingin muni hjálpa þá verði það aldrei verra en að setja bara eina mynd, jafnvel lélega mynd úr öryggismyndavél. „Myndbandabirting myndi aldrei hindra og frekar hjálpa til að fá vísbendingar.“
Tengdar fréttir Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54 Aldrei verra að birta meiri upplýsingar Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, segir að þegar auglýst er eftir týndum einstaklingum verði að hafa fleiri myndir og jafnvel myndbönd með. Ein mynd dugi ekki til að unnt sé að bera kennsl á fólk. 20. mars 2017 07:00 Leita að Arturi á svæðinu frá Gróttu og að Nauthólsvík Notast við slöngubáta og dróna en lögreglan segir slóðina vera farna að kólna. 18. mars 2017 09:48 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Leit að Artur lokið í dag: Ekki gert ráð fyrir leit á morgun Engar nýjar vísbendingar hafa fundist. 18. mars 2017 17:54
Aldrei verra að birta meiri upplýsingar Heiða María Sigurðardóttir, lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, segir að þegar auglýst er eftir týndum einstaklingum verði að hafa fleiri myndir og jafnvel myndbönd með. Ein mynd dugi ekki til að unnt sé að bera kennsl á fólk. 20. mars 2017 07:00
Leita að Arturi á svæðinu frá Gróttu og að Nauthólsvík Notast við slöngubáta og dróna en lögreglan segir slóðina vera farna að kólna. 18. mars 2017 09:48