Theresa May varkár í túlkun á sigri Íhaldsflokksins í sveitarstjórnarkosningum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2017 21:44 Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. Vísir/Getty Breski Íhaldsflokkurinn vann verulega á í sveitarstjórnar-kosningum í Bretlandi í gær en Sjálfstæðisflokkur landsins beið afhroð. Þá tapaði Verkamanna-flokkurinn verulegu fylgi. Kosið var til sveitar- og borgarstjórna sem og um fjölda borgarstjóra á Englandi, Skotlandi og Wales í gær. Íhaldsflokkurinn bætti við sig um 200 sætum á kostnað Verkamannaflokksins og UKIP, eða breska Sjálfstæðisflokksins, sem nánast þurrkaðist út. Flokkurinn sem varð til eftir klofning í Íhaldsflokknum og barðist hvað hatrammast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu en tapað 136 sveitarstjórnarfulltrúum af 150. Íhaldsmenn bættu við sig meirihluta í ellefu sveitarstjórnum á Englandi og í Wales og eru í forystu í Skotlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði Glasgow sem hingað til hefur verið þeirra sterkasta vígi. Nigel Farage fyrrverandi leiðtogi UKIP segir flokkinn hafa náð markmiðum sínum. „Hefði ég frekar viljað tapa í þjóðaratkvæðagreiðslunni sveitastjórnarfulltrúa? Eða vinna í þjóðaratkvæðinu og missa sæti? Svarið er augljóst. Öll okkar í UKIP tókum virkan þátt í þessu, ekki vegna starfsframa heldur til að breyta gangi sögunnar í þessu landi. Flokkur okkar hefur náð einna mestum árangri allra flokka á síðari tímum,“ sagði Farage. Talningu atkvæða er ekki að fullu lokið en útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi fengið 38% á landsvísu, Verkamannaflokkurinn 27%, Frjálsir demókratar 18% og Sjálfstæðisflokkurinn 5%. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi eru taldar gefa vísbendingu um úrslit þingkosninga en kosið verður til breska þingsins í næsta mánuði. Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. „Þessi ríkisstjórn starfar í þágu allra landsmanna og það er hvetjandi að við höfum aflað fylgis í Bretlandi öllu. Ég geng að engu sem gefnu og það gerir engin í flokki kkar. Til þess er ff mikið er í húfi,“ segir Theresa May. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Breski Íhaldsflokkurinn vann verulega á í sveitarstjórnar-kosningum í Bretlandi í gær en Sjálfstæðisflokkur landsins beið afhroð. Þá tapaði Verkamanna-flokkurinn verulegu fylgi. Kosið var til sveitar- og borgarstjórna sem og um fjölda borgarstjóra á Englandi, Skotlandi og Wales í gær. Íhaldsflokkurinn bætti við sig um 200 sætum á kostnað Verkamannaflokksins og UKIP, eða breska Sjálfstæðisflokksins, sem nánast þurrkaðist út. Flokkurinn sem varð til eftir klofning í Íhaldsflokknum og barðist hvað hatrammast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu en tapað 136 sveitarstjórnarfulltrúum af 150. Íhaldsmenn bættu við sig meirihluta í ellefu sveitarstjórnum á Englandi og í Wales og eru í forystu í Skotlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði Glasgow sem hingað til hefur verið þeirra sterkasta vígi. Nigel Farage fyrrverandi leiðtogi UKIP segir flokkinn hafa náð markmiðum sínum. „Hefði ég frekar viljað tapa í þjóðaratkvæðagreiðslunni sveitastjórnarfulltrúa? Eða vinna í þjóðaratkvæðinu og missa sæti? Svarið er augljóst. Öll okkar í UKIP tókum virkan þátt í þessu, ekki vegna starfsframa heldur til að breyta gangi sögunnar í þessu landi. Flokkur okkar hefur náð einna mestum árangri allra flokka á síðari tímum,“ sagði Farage. Talningu atkvæða er ekki að fullu lokið en útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi fengið 38% á landsvísu, Verkamannaflokkurinn 27%, Frjálsir demókratar 18% og Sjálfstæðisflokkurinn 5%. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi eru taldar gefa vísbendingu um úrslit þingkosninga en kosið verður til breska þingsins í næsta mánuði. Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. „Þessi ríkisstjórn starfar í þágu allra landsmanna og það er hvetjandi að við höfum aflað fylgis í Bretlandi öllu. Ég geng að engu sem gefnu og það gerir engin í flokki kkar. Til þess er ff mikið er í húfi,“ segir Theresa May.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira