Innlent

Ríkisstjórnin leggur grunn að aðgerðaráætlun í loftlagsmálum

Heimir Már Pétursson skrifar
Það er flókið að ná markmiðum Parísar sáttmálans í loftlagsmálum. Þannig komu sex ráðherrar saman í Ráðherrabústaðnum í dag og undirrituðu samstarfssamning um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum sem stefnt er að að verði tilbúin í lok þessa árs.
Það er flókið að ná markmiðum Parísar sáttmálans í loftlagsmálum. Þannig komu sex ráðherrar saman í Ráðherrabústaðnum í dag og undirrituðu samstarfssamning um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum sem stefnt er að að verði tilbúin í lok þessa árs.
Ríkisstjórnin ætlar að kynna fyrir áramót aðgerðaráætlun í loftlagsmálum sem unnin verður á vettvangi sex ráðuneyta og samráðsvettvangi með þátttöku stjórnarandstöðunnar og þeirra sem málið snertir í samfélaginu. Ráðherrar eru bjartsýnir á að hægt verði að ná markmiðum alþjóðasamninga í loftlagsmálum á tilsettum tíma.

Það er flókið að ná markmiðum Parísar sáttmálans í loftlagsmálum. Þannig komu sex ráðherrar saman í Ráðherrabústaðnum í dag og undirrituðu samstarfssamning um aðgerðaráætlun í loftlagsmálum sem stefnt er að að verði tilbúin í lok þessa árs.

Á fréttamannafundi ráðherranna sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra loftlagsmálum gert hátt undir höfði í stjórnarsáttmála. Nú lægi fyrir samkomulag um að útfæra aðgerðaráætlun sex ráðuneyta til að ná markmiðum Parísar samkomulagsins.

„Eins og flestir Íslendingar vita stöndum við Íslendingar í sjálfu sér ágætlega í samanburði þjóða hvað loftlagsmálin snertir. En þar er því einkum haldið á lofti að í rafmagnsframleiðslunni styðjumst við fyrst og fremst við sjálfbæra orkugjafa,“ segir Bjarni.

Þá hefiði ágætlega tekist við í nýsköpun og rannsóknum til dæmis við að binda kolefni í jörðu. En sóknarfæri í loftlagsmálum væru á ýmsum sviðum.

„En það er kannski ekki síður á sviði landbúnaðar og sjávarútvegs sem við getum sótt fram. Það hefur líka í iðnaðinum margt breyst á undanförnum tuttugu til tuttugu og fimm árum. Við sjáum að orkufreku iðnverin á Íslandi eru að losa mun minna en þau gerðu áður. það eru til staðar hvatar  og samfélagsleg ábyrgð er mjög vaxandi,“ segir Bjarni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×