Erlent

Saka CIA um tilræði gegn Kim Jong Un

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/AFP
Öryggismálaráðuneyti Norður-Kóreu sakar bandarísku leyniþjónustuna CIA og leyniþjónustu Suður-Kóreu, IS, um að reynt að ráða Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, af dögum. Þeir segja hið meinta ráðabrugg í raun jafnast á við stríðsyfirlýsingu.

Á vef KCNA, opinberrar fréttaveitu Norður-Kóreu, segir að öryggissveitir landsins hafi komið í veg fyrir tilræðið eftir að CIA og IS um að hafa smyglað „hræðilegum hryðjuverkahóp“ inn í landið.

Þá kemur fram að til hafi staðið að beita vopni sem samtvinni geislavirkni og eitur.

Í yfirlýsingunni segir að „hinir morðóðu djöflar frá IS, í samvinnu við CIA“ hafi spillt ríkisborgara Norður-Kóreu sem heiti Kim, þegar hann starfaði í Rússlandi árið 2014. Þeir hafi látið hann hata forystu landsins.

Þessi Kim, sem í yfirlýsingunni er kallaður úrhrak, er svo sagður hafa ætlað að fremja hina meintu árás. Hún mun þó hafa verið stöðvuð en ekkert er tekið fram um hvernig né hvað hafi orðið um Kim.

Öryggisráðuneytið segist ætla að elta uppi aðra meðlimi hryðjuverkahópsins og gera út af við þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×