Helgi Pé og frú flutt til Danmerkur Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 08:16 Helgi Pétursson segir það ekki svo að hann sé að flýja land vegna aðgerðarleysis stjórnvalda gagnvart kröppum kjörum eldri borgara. Það standi einfaldlega til að hafa gaman. visir/anton „Já, ég er bara floginn. Við eigum 7 barnabörn í Danmörku og Svíþjóð. Og erum að færa okkur nær þeim. Við erum komin á eftirlaunaaldur og af hverju ekki að gera eitthvað skemmtilegt við þann tíma sem eftir er?“ segir Helgi Pétursson í samtali við Vísi.Eltir drauma sína til Jótlands Helgi er auðvitað einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins, sem einn liðsmanna Ríó Tríós en á seinni tímum hefur hann vakið athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum – samtökum eldri borgara sem hafa barist fyrir skaplegri kjörum þeirra sem eldri eru. Hann er nú að flytja af landi brott til Danmerkur en blaðamaður Vísis náði í skottið á honum í flughöfninni nú rétt í þessu. Heiða Kristín Helgadóttir dóttir hans greindi frá þessu á Facebooksíðu sinni í gær, að þau hjónin væru að elta drauma sína. „Elskulegir foreldrar mínir pabbi Pé og mamma Páls eru að flytjast búferlum til Horsens DK á morgun. Þó ég eigi það til að gantast með þessi áform þeirra og ágæti Jótlands og Danmerkur yfir höfuð er ég stolt af þeim að rífa sig upp á gamals aldri og elta draumana sína. Góða ferð mamma og pabbi,“ skrifar Heiða Kristín.Til Jótlands? „Já,“ segir Helgi og hlær. „Við sjáum fram á skemmtilega tíma. Að gera eitthvað gaman. Við færum okkur yfir á Jótland þar sem eldri dóttir okkar býr og þaðan getum við farið um allar jarðir og haft gaman. Við seldum íbúðina okkar í Garðabæ og ætlum að eiga heima í Danmörku um óséðan tíma. Færast nær fjölskyldunni. Ég á son með fjölskyldu í Stokkhólmi. Hann er stoðtækjalæknir og svo á ég bróðir í Gautaborg. Af hverju ekki að eyða þessum árum sem eftir eru í að gera eitthvað skemmtilegt?“Engin pólitísk yfirlýsing í þessu fólgin Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvort Helgi sé að flýja land sem svo margur maðurinn annar, að þolinmæði hans gagnvart stjórnvöldum og sofandahætti þeirra gagnvart kröppum kjörum eldri borgara sé brostin. Helgi segir það ekki svo. „Nei, það felst engin pólitísk yfirlýsing í þessu hjá mér. Langt því frá. Ég held áfram að vinna í þeim málum. Öll nútímatækni er til staðar. Þetta er alls ekki nein uppgjöf. Við ætlum bara að eiga heima annars staðar. Nú á tímum þá þarf þetta er ekki flókið. Og ég veit ekki annað en ég vinni áfram í þessum þáttum sem ég hef verið að vinna að á Hringbrautinni. Frá meginlandinu. Og við sjáum bara til.“ Helgi segir þau hjónin líta björtum augum til framtíðar. Og þeim finnist þetta spennandi tímar. „Við lítum til þess að við eigum svona 10 til 12 góð ár eftir og af hverju ekki að nota þau á eins skemmtilegan hátt og maður getur?“ spyr Helgi og í sömu andrá gellur við brottfarartilkynning í hátalarakerfi Leifsstöðvar. Helgi er floginn. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Já, ég er bara floginn. Við eigum 7 barnabörn í Danmörku og Svíþjóð. Og erum að færa okkur nær þeim. Við erum komin á eftirlaunaaldur og af hverju ekki að gera eitthvað skemmtilegt við þann tíma sem eftir er?“ segir Helgi Pétursson í samtali við Vísi.Eltir drauma sína til Jótlands Helgi er auðvitað einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins, sem einn liðsmanna Ríó Tríós en á seinni tímum hefur hann vakið athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum – samtökum eldri borgara sem hafa barist fyrir skaplegri kjörum þeirra sem eldri eru. Hann er nú að flytja af landi brott til Danmerkur en blaðamaður Vísis náði í skottið á honum í flughöfninni nú rétt í þessu. Heiða Kristín Helgadóttir dóttir hans greindi frá þessu á Facebooksíðu sinni í gær, að þau hjónin væru að elta drauma sína. „Elskulegir foreldrar mínir pabbi Pé og mamma Páls eru að flytjast búferlum til Horsens DK á morgun. Þó ég eigi það til að gantast með þessi áform þeirra og ágæti Jótlands og Danmerkur yfir höfuð er ég stolt af þeim að rífa sig upp á gamals aldri og elta draumana sína. Góða ferð mamma og pabbi,“ skrifar Heiða Kristín.Til Jótlands? „Já,“ segir Helgi og hlær. „Við sjáum fram á skemmtilega tíma. Að gera eitthvað gaman. Við færum okkur yfir á Jótland þar sem eldri dóttir okkar býr og þaðan getum við farið um allar jarðir og haft gaman. Við seldum íbúðina okkar í Garðabæ og ætlum að eiga heima í Danmörku um óséðan tíma. Færast nær fjölskyldunni. Ég á son með fjölskyldu í Stokkhólmi. Hann er stoðtækjalæknir og svo á ég bróðir í Gautaborg. Af hverju ekki að eyða þessum árum sem eftir eru í að gera eitthvað skemmtilegt?“Engin pólitísk yfirlýsing í þessu fólgin Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvort Helgi sé að flýja land sem svo margur maðurinn annar, að þolinmæði hans gagnvart stjórnvöldum og sofandahætti þeirra gagnvart kröppum kjörum eldri borgara sé brostin. Helgi segir það ekki svo. „Nei, það felst engin pólitísk yfirlýsing í þessu hjá mér. Langt því frá. Ég held áfram að vinna í þeim málum. Öll nútímatækni er til staðar. Þetta er alls ekki nein uppgjöf. Við ætlum bara að eiga heima annars staðar. Nú á tímum þá þarf þetta er ekki flókið. Og ég veit ekki annað en ég vinni áfram í þessum þáttum sem ég hef verið að vinna að á Hringbrautinni. Frá meginlandinu. Og við sjáum bara til.“ Helgi segir þau hjónin líta björtum augum til framtíðar. Og þeim finnist þetta spennandi tímar. „Við lítum til þess að við eigum svona 10 til 12 góð ár eftir og af hverju ekki að nota þau á eins skemmtilegan hátt og maður getur?“ spyr Helgi og í sömu andrá gellur við brottfarartilkynning í hátalarakerfi Leifsstöðvar. Helgi er floginn.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira