Formaður hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis 5. maí 2017 07:00 Formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis Vísir/GVA „Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ingvi Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í Fréttablaðinu í gær sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd flugslysa skorti fé því rannsóknir nefndarinnar væru að dragast úr hófi fram. „Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki,“ sagði Ingvar og vísaði til þess að lög mæli fyrir um að slíkum rannsóknum skuli lokið innan eins árs frá slysi. Geirþrúður segir að meðallengd flugslysarannsókna á Íslandi sé nú 1,7 ár. „Auðvitað vildum við ná því að vera innan þessara marka sem Ingvar nefnir en rannsóknir taka mislangan tíma,“ segir hún og bendir á að þótt lögin segi að rannsóknum skuli lokið innan árs segi þar jafnframt að ef það náist ekki skuli eftir eitt ár gefa árlega út stöðu rannsóknar. „Við gefum alltaf út, eins og lögin segja til um, árlega yfirlýsingu um hvernig staða rannsóknarinnar er.“ Að sögn Geirþrúðar kemur yfirleitt fram við frumrannsóknir ef það þarf að lagfæra eitthvað sem tengist öryggi. „Þá er það gert um leið og það kemur í ljós og þá vinnum við það með þeim sem málið varðar. Þegar lokaskýrslan kemur út er kannski búið að gera allar þær lagfæringar sem þarf að gera.“ Elsta flugslysarannsóknin sem enn er í gangi hérlendis hófst fyrir þremur árum og átta mánuðum og varðar sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst með tveimur mönnum í ágúst 2013. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
„Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ingvi Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í Fréttablaðinu í gær sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd flugslysa skorti fé því rannsóknir nefndarinnar væru að dragast úr hófi fram. „Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki,“ sagði Ingvar og vísaði til þess að lög mæli fyrir um að slíkum rannsóknum skuli lokið innan eins árs frá slysi. Geirþrúður segir að meðallengd flugslysarannsókna á Íslandi sé nú 1,7 ár. „Auðvitað vildum við ná því að vera innan þessara marka sem Ingvar nefnir en rannsóknir taka mislangan tíma,“ segir hún og bendir á að þótt lögin segi að rannsóknum skuli lokið innan árs segi þar jafnframt að ef það náist ekki skuli eftir eitt ár gefa árlega út stöðu rannsóknar. „Við gefum alltaf út, eins og lögin segja til um, árlega yfirlýsingu um hvernig staða rannsóknarinnar er.“ Að sögn Geirþrúðar kemur yfirleitt fram við frumrannsóknir ef það þarf að lagfæra eitthvað sem tengist öryggi. „Þá er það gert um leið og það kemur í ljós og þá vinnum við það með þeim sem málið varðar. Þegar lokaskýrslan kemur út er kannski búið að gera allar þær lagfæringar sem þarf að gera.“ Elsta flugslysarannsóknin sem enn er í gangi hérlendis hófst fyrir þremur árum og átta mánuðum og varðar sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst með tveimur mönnum í ágúst 2013.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira