Hóta því að gera Bandaríkin að „rjúkandi rústum“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2017 10:52 Eftirlíking af eldflaug í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Norður-kóresk stjórnvöld hóta „ofuröflugri fyrirbyggjandi árás“ gegn Bandaríkjamönnum eftir að utanríkisráðherra þeirra síðarnefndu sagði þarlend stjórnvöld kanna leiðir til að þrýsta á Norður-Kóreumenn vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Ríkisdagblaðið Rodong Sinmun sparaði ekki stóru orðin í garð Bandaríkjanna samkvæmt frétt Reuters. „Verði ofuröflug fyrirbyggjandi árás okkar gerð mun hún ekki aðeins þurrka strax út bandaríska heimsvaldainnrásarherinn í Suður-Kóreu og nágrenni hans heldur einnig meginland Bandaríkjanna og gera það að rjúkandi rústum,“ fullyrti blaðið sem er opinbert dagblað norður-kóreska Verkamannaflokksins. Tónn bandarískra ráðamanna í garð Norður-Kóreumanna hefur harðnað í kjölfar eldflaugabrölts þeirra undanfarið. Norðanmenn hafa unnið að þróun langdrægra eldflauga. Gerðu þeir misheppnaða tilraun til að skjóta einni slíkri á loft um síðustu helgi eftir mikla hersýningu þar sem fjöldi eldflauga var sýndur. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur meðal annars sagt að tími „hernaðarlegrar þolinmæði“ með Norður-Kóreu sé liðinn. Utanríkisráðherrann Rex Tillerson sagði blaðamönnum í Washington í gær að hann væri að fara yfir stöðu Norður-Kóreu og hvernig hægt væri að setja þrýsting á þarlend stjórnvöld. Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Norður-kóresk stjórnvöld hóta „ofuröflugri fyrirbyggjandi árás“ gegn Bandaríkjamönnum eftir að utanríkisráðherra þeirra síðarnefndu sagði þarlend stjórnvöld kanna leiðir til að þrýsta á Norður-Kóreumenn vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Ríkisdagblaðið Rodong Sinmun sparaði ekki stóru orðin í garð Bandaríkjanna samkvæmt frétt Reuters. „Verði ofuröflug fyrirbyggjandi árás okkar gerð mun hún ekki aðeins þurrka strax út bandaríska heimsvaldainnrásarherinn í Suður-Kóreu og nágrenni hans heldur einnig meginland Bandaríkjanna og gera það að rjúkandi rústum,“ fullyrti blaðið sem er opinbert dagblað norður-kóreska Verkamannaflokksins. Tónn bandarískra ráðamanna í garð Norður-Kóreumanna hefur harðnað í kjölfar eldflaugabrölts þeirra undanfarið. Norðanmenn hafa unnið að þróun langdrægra eldflauga. Gerðu þeir misheppnaða tilraun til að skjóta einni slíkri á loft um síðustu helgi eftir mikla hersýningu þar sem fjöldi eldflauga var sýndur. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur meðal annars sagt að tími „hernaðarlegrar þolinmæði“ með Norður-Kóreu sé liðinn. Utanríkisráðherrann Rex Tillerson sagði blaðamönnum í Washington í gær að hann væri að fara yfir stöðu Norður-Kóreu og hvernig hægt væri að setja þrýsting á þarlend stjórnvöld.
Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47
Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11
Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00