Gerir athugasemdir við ummæli landlæknis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 21:51 Tómas Guðbjartsson er yfirlæknir á Landspítalanum og prófssor við læknadeild Háskóla Íslands. Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, gerir athugasemdir við ummæli Birgis Jakobssonar, landlæknis, sem birtust í frétt á heimasíðu embættisins í gær.Þar sagði Birgir Tómas fara með fleipur í fjölmiðlum þegar hann spurði í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld hvar eftirlitsaðilar á borð við Vinnueftirlitið og Landlæknisembættið væru en rætt var við Tómas í tengslum við plássleysi á Landspítalanum. Landlæknir sagði í gær að það væri full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Sagði Birgir að það væri hlutverk þess sem veitti heilbrigðisþjónustu að bera ábyrgð á því að hún stæðist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. Í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Tómas að hann vilji leiðrétta þann misskilning sem hann segir að fram komi í tilkynningu landlæknis: „Ég sagði aldrei að landlæknir beri ábyrgð á öryggi sjúklinga á Landspítala heldur nefndi ég gæði þjónustunnar. Landlæknir er eins og Vinnueftirlitið og Brunaeftirlitið eftirlitsaðili og ber ábyrgð sem slíkur, enda þótt þeir sem veita þjónustuna verði að sjá til þess að öryggi sjúklinga sé tryggt. Ég talaði heldur hvergi um að landlæknir ætti að beita dagsektum en benti á að þeim væri beitt í Svíþjóð. Ég var reyndar ekki að tala um embættið í því sambandi heldur aðeins um verklag enda væri slíku eftirliti betur komið hjá öðrum aðilum, líkt og tíðkast í Svíþjóð. Af þessu hlýt ég að draga þá ályktun að landlæknir hafi ekki hlustað nægilega vel á viðtalið við mig og hafi verið full yfirlýsingaglaður,“ segir Tómas á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir einnig frétt Stöðvar 2 frá því á laugardagskvöld. Tengdar fréttir Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, gerir athugasemdir við ummæli Birgis Jakobssonar, landlæknis, sem birtust í frétt á heimasíðu embættisins í gær.Þar sagði Birgir Tómas fara með fleipur í fjölmiðlum þegar hann spurði í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld hvar eftirlitsaðilar á borð við Vinnueftirlitið og Landlæknisembættið væru en rætt var við Tómas í tengslum við plássleysi á Landspítalanum. Landlæknir sagði í gær að það væri full ástæða sé til að koma á framfæri leiðréttingu varðandi það atriði er Tómas nefndi varðandi eftirlitsaðila „enda er það alvarlegt þegar yfirlækni og prófessor á háskólasjúkrahúsi landsmanna skortir þekkingu á hlutverkaskipan í heilbrigðisþjónustunni og fer með fleipur um þetta í fjölmiðlum.“ Sagði Birgir að það væri hlutverk þess sem veitti heilbrigðisþjónustu að bera ábyrgð á því að hún stæðist kröfur um gæði og öryggi sjúklinga. Í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld segir Tómas að hann vilji leiðrétta þann misskilning sem hann segir að fram komi í tilkynningu landlæknis: „Ég sagði aldrei að landlæknir beri ábyrgð á öryggi sjúklinga á Landspítala heldur nefndi ég gæði þjónustunnar. Landlæknir er eins og Vinnueftirlitið og Brunaeftirlitið eftirlitsaðili og ber ábyrgð sem slíkur, enda þótt þeir sem veita þjónustuna verði að sjá til þess að öryggi sjúklinga sé tryggt. Ég talaði heldur hvergi um að landlæknir ætti að beita dagsektum en benti á að þeim væri beitt í Svíþjóð. Ég var reyndar ekki að tala um embættið í því sambandi heldur aðeins um verklag enda væri slíku eftirliti betur komið hjá öðrum aðilum, líkt og tíðkast í Svíþjóð. Af þessu hlýt ég að draga þá ályktun að landlæknir hafi ekki hlustað nægilega vel á viðtalið við mig og hafi verið full yfirlýsingaglaður,“ segir Tómas á Facebook-síðu sinni þar sem hann deilir einnig frétt Stöðvar 2 frá því á laugardagskvöld.
Tengdar fréttir Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Sjá meira
Landlæknir segir Tómas Guðbjartsson fara með fleipur í fjölmiðlum Birgir Jakobsson, landlæknir, segir að Tómas Guðbjartsson, yfirlæknir á Landspítalanum og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, hafi verið með fleipur í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld. 6. febrúar 2017 22:12