Enski boltinn

Neville kallaði stuðningsmann Arsenal bjána

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Neville er kominn aftur í sjónvarpið eftir að hafa tekið við þjálfarastarfi Valencia á Spáni til skamms tíma.
Gary Neville er kominn aftur í sjónvarpið eftir að hafa tekið við þjálfarastarfi Valencia á Spáni til skamms tíma. vísir/getty
Gary Neville er ekki í miklum metum hjá stuðningsmönnum Arsenal þessa dagana en hann kallaði einn þeirra „bjána“ (e. idiot) þegar hann lýsti leik Chelsea og Arsenal um helgina.

Umræddur stuðningsmaður hélt á skilti í stúkunni þar sem hann var að mótmæla Arsene Wenger. Neville sneri sér svo næst að Arsenal Fan TV, sjónvarpsrás á YouTube þar sem stuðningsmenn eru teknir tali eftir leiki.

Rásin er gríðarlega vinsæl og er með meira en 300 þúsund áskrifendur. Vinsælasta myndband rásarinnar hefur fengið meira en milljón spilanir.

„Ég gekk út af vellinum og þar voru myndavélar frá Arsenal Fan TV út um allt. Það var vandræðalegt að hlusta á þetta og horfa á,“ sagði Neville svo eftir leikinn í gær.

Viðbrögð við ummælum Neville létu ekki á sér standa. Robbie Lyle, einn aðstandenda rásarinnar, svaraði fyrir sig og Henry Winter, einn þekktasti blaðamaður Englands, sagði að orð Neville hefðu ekki verið við hæfi.

Neville svaraði fyrir sig og sagðist jafnframt vera reiðubúinn að mæta í viðtal hjá Arsenal Fan TV. Það er þó ekki víst hvenær verður af því.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×