Viðskipti innlent

Farþegafjöldi WOW air jókst um 237% í janúar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Vilhelm
WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá Íslandi í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra.

Þá var sætanýting WOW air 85% en var 82% í janúar á síðasta ári. Er það aukning um þrjú prósentustig. Sætanýting WOW air jókst milli ára þrátt fyrir 230% aukningu á sætaframboði í janúar.

Hlutdeild WOW air í heildarfjölda farþega um Keflavíkurflugvöll í janúar 2017 var 35% en var 18% í janúar í fyrra.

„Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað hefur tekist vel til að halda nýtingunni góðri einnig yfir vetrarmánuðina þrátt fyrir gríðarlega aukningu ekki síst inn á Bandaríkjamarkað með tilkomu Los Angeles, San Francisco og núna nýlega New York. Samkeppnin yfir Atlantshafið hefur aukist mjög mikið og ljóst að neytendur munu njóta góðs af hagstæðum fargjöldum næstu misserin,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air í tilkynningu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×