Trommarar Íslands berja í borðið og segja þá í Harmageddon illa upplýsta Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2017 13:15 Trommarar senda frá sér yfirlýsingu þar sem segir að útvarpsmennirnir séu illa upplýstir. Frosti og Máni furða sig á yfirlýsingunni. Trommarar Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem umdeild ummæli Frosta Logasonar í Harmageddon eru fordæmd. Trommararnir eru 236 tölu, þar af fjórar konur, birta yfirlýsinguna á trommari.is Þar segir að það að tromma sé ekki karlmannlegt heldur einfaldlega töff. Yfirlýsingin kemur í kjölfar hatrammra umræðna vegna umræðu í Harmageddon á föstudaginn þar sem þeir tóku íslensku tónlistarverðlaunin til umfjöllunar. Frosti taldi að Hildur Kristín Stefánsdóttir, sem hlaut verðlaun fyrir popplag ársins, hafi hlotið þau vegna þess að hún er kona. Og þá sagði Frosti að hann teldi karla betur til þess fallna að tromma í þunga- og dauðarokkshljómsveitum.Illa upplýstir útvarpsmenn„Vegna nýlegra ummæla fjölmiðlamanna um konur og trommuleik vilja trommarar þessa lands árétta að trommuleikur er ekkert karllægari en hver annar hljóðfæraleikur. Hann krefst fyrst og fremst hæfileika, æfingar og ástundunar til að ná upp tæknilegri getu,“ segja trommararnir í yfirlýsingu sinni, halda svo áfram og víkja nú máli sinu að útvarpsmönnunum Mána Péturssyni og Frosta Logasyni, umsjónarmönnum þáttarins Harmageddon: „Það er kannski skiljanlegt að útvarpsmenn setji fram svona órökstuddar fullyrðingar til að ná athygli landans en það er ekkert töff við það að vera illa upplýstur. Við getum fullvissað landsmenn um að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast og eru því tómt kjaftæði. Það er hins vegar algjör töffaraskapur og mikil skemmtun að tromma og öllum gefið sem hafa til þess hæfileika, burtséð frá kyni.“Einungis fjórar konur á listanumVísir leitaði viðbragða þeirra Mána og Frosta og þeir vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir furða sig á því að sjálfir sendu þeir út yfirlýsingu um málið og að hún sé nákvæmlega sama efnis og yfirlýsing trommara. Þeir benda á að af 236 sem skrifa undir yfirlýsinguna eru 232 karl. Þannig að það sanni náttúrlega svo ekki verði um villst að trommuleikur getur alls ekki talist karllægt fyrirbæri. „Í fyrsta lagi voru það ekki okkar orð að konur gætu ekki trommað. Og það eru auðvitað augljós líkindi með þessari yfirlýsingu og þeirri sem við sendum frá okkur í gær, þannig kemur þetta kannski ekki á óvart. En það slær mann sannarlega utanundir að sjá að á vel á 3. hundruð manna lista eru einungis fjórar konur. Við vorum auðvitað með ákveðnar hugmyndir um hvernig í pottinn væri búið í þessum málum en gerðum okkur enga grein fyrir að ástandið væri svona slæmt.“ Tengdar fréttir Umburðarlyndi stríðandi skoðana Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. 6. mars 2017 10:43 Bein útsending: Harmageddon-bræður ræða atburði helgarinnar Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon á X-977 á föstudaginn. 6. mars 2017 08:30 Hafnaði boði Frosta í Harmageddon: "Nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng“ Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona segist hafa afþakkað boð Frosta Logasonar útvarpsmanns, um að vera gestur þáttarins í morgun. 6. mars 2017 11:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Trommarar Íslands hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem umdeild ummæli Frosta Logasonar í Harmageddon eru fordæmd. Trommararnir eru 236 tölu, þar af fjórar konur, birta yfirlýsinguna á trommari.is Þar segir að það að tromma sé ekki karlmannlegt heldur einfaldlega töff. Yfirlýsingin kemur í kjölfar hatrammra umræðna vegna umræðu í Harmageddon á föstudaginn þar sem þeir tóku íslensku tónlistarverðlaunin til umfjöllunar. Frosti taldi að Hildur Kristín Stefánsdóttir, sem hlaut verðlaun fyrir popplag ársins, hafi hlotið þau vegna þess að hún er kona. Og þá sagði Frosti að hann teldi karla betur til þess fallna að tromma í þunga- og dauðarokkshljómsveitum.Illa upplýstir útvarpsmenn„Vegna nýlegra ummæla fjölmiðlamanna um konur og trommuleik vilja trommarar þessa lands árétta að trommuleikur er ekkert karllægari en hver annar hljóðfæraleikur. Hann krefst fyrst og fremst hæfileika, æfingar og ástundunar til að ná upp tæknilegri getu,“ segja trommararnir í yfirlýsingu sinni, halda svo áfram og víkja nú máli sinu að útvarpsmönnunum Mána Péturssyni og Frosta Logasyni, umsjónarmönnum þáttarins Harmageddon: „Það er kannski skiljanlegt að útvarpsmenn setji fram svona órökstuddar fullyrðingar til að ná athygli landans en það er ekkert töff við það að vera illa upplýstur. Við getum fullvissað landsmenn um að þessar fullyrðingar eiga ekki við nein rök að styðjast og eru því tómt kjaftæði. Það er hins vegar algjör töffaraskapur og mikil skemmtun að tromma og öllum gefið sem hafa til þess hæfileika, burtséð frá kyni.“Einungis fjórar konur á listanumVísir leitaði viðbragða þeirra Mána og Frosta og þeir vissu varla hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir furða sig á því að sjálfir sendu þeir út yfirlýsingu um málið og að hún sé nákvæmlega sama efnis og yfirlýsing trommara. Þeir benda á að af 236 sem skrifa undir yfirlýsinguna eru 232 karl. Þannig að það sanni náttúrlega svo ekki verði um villst að trommuleikur getur alls ekki talist karllægt fyrirbæri. „Í fyrsta lagi voru það ekki okkar orð að konur gætu ekki trommað. Og það eru auðvitað augljós líkindi með þessari yfirlýsingu og þeirri sem við sendum frá okkur í gær, þannig kemur þetta kannski ekki á óvart. En það slær mann sannarlega utanundir að sjá að á vel á 3. hundruð manna lista eru einungis fjórar konur. Við vorum auðvitað með ákveðnar hugmyndir um hvernig í pottinn væri búið í þessum málum en gerðum okkur enga grein fyrir að ástandið væri svona slæmt.“
Tengdar fréttir Umburðarlyndi stríðandi skoðana Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. 6. mars 2017 10:43 Bein útsending: Harmageddon-bræður ræða atburði helgarinnar Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon á X-977 á föstudaginn. 6. mars 2017 08:30 Hafnaði boði Frosta í Harmageddon: "Nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng“ Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona segist hafa afþakkað boð Frosta Logasonar útvarpsmanns, um að vera gestur þáttarins í morgun. 6. mars 2017 11:21 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Umburðarlyndi stríðandi skoðana Skoðanir eru helsta forsenda rökræðna. Rökræður nýtast okkur til þess að betrumbæta samfélög á lýðræðislegum grundvelli. 6. mars 2017 10:43
Bein útsending: Harmageddon-bræður ræða atburði helgarinnar Tónlistarkonan Hildur hefur krafið Frosta Logason, útvarpsmann á X-inu um afsökunarbeiðni vegna ummæla sem hann lét falla um lag Hildar og konur í tónlist í útvarpsþættinum Harmageddon á X-977 á föstudaginn. 6. mars 2017 08:30
Hafnaði boði Frosta í Harmageddon: "Nenni ekki að heyra hann hrútskýra fyrir mér hvernig upplifun mín sé röng“ Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona segist hafa afþakkað boð Frosta Logasonar útvarpsmanns, um að vera gestur þáttarins í morgun. 6. mars 2017 11:21