Google sakað um dreifingu falskra frétta Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2017 14:45 Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því. Vísir/AFP Tæknifyrirtækið Google hefur orðið fyrir gagnrýni vegna dreifingu svokallaðra falskra frétta í gegnum nýtt notendaviðmót við leit sem kallast „featured snippets in search“. Viðmótið hefur verið fjarlægt vegna gagnrýnarinnar sem snýr einnig að Google Home. „Featured snippets in search“ býður upp á stutt svör við algengum spurningum á leitarvél fyrirtækisins. Þá notar Google Home viðmótið við að svara spurningum notenda. Viðmótið hefur þó deilt röngum fréttum, áróðri og hreinum lygum til notenda. Þá hefur Google Home svarað spurningum notenda með lygum sem bornar eru fram sem sannleikur, án annarra heimilda. Google Home vísar þó til heimasíðunnar sem hún fékk svarið frá. Sem dæmi, má hér sjá blaðamann BBC spyrja Google Home um helgina hvort að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sé að skipuleggja valdarán í Bandaríkjunum.And here's what happens if you ask Google Home "is Obama planning a coup?" pic.twitter.com/MzmZqGOOal— Rory Cellan-Jones (@ruskin147) March 5, 2017 Samkvæmt svari Google Home hefur Barack Obama starfað með kommúnistum í Kína að því að framja valdarán undir lok valdatíma hans árið 2016.The Outline hefur tekið niður fjölda svara sem hafa beinlínis verið röng. Meðal annars hefur leitarvél Google vísað til rangrar fréttar um að fimm forsetar Bandaríkjanna hafi verið meðlimir í Ku Klax Klan, að Obama ætli að setja herlög á Bandaríkin, að msg valdi heilaskaða og ýmislegt fleira. Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því.Google Home: "Yes, republicans = nazis" pic.twitter.com/7HVQjyjbEq— Danny Sullivan (@dannysullivan) March 5, 2017 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tæknifyrirtækið Google hefur orðið fyrir gagnrýni vegna dreifingu svokallaðra falskra frétta í gegnum nýtt notendaviðmót við leit sem kallast „featured snippets in search“. Viðmótið hefur verið fjarlægt vegna gagnrýnarinnar sem snýr einnig að Google Home. „Featured snippets in search“ býður upp á stutt svör við algengum spurningum á leitarvél fyrirtækisins. Þá notar Google Home viðmótið við að svara spurningum notenda. Viðmótið hefur þó deilt röngum fréttum, áróðri og hreinum lygum til notenda. Þá hefur Google Home svarað spurningum notenda með lygum sem bornar eru fram sem sannleikur, án annarra heimilda. Google Home vísar þó til heimasíðunnar sem hún fékk svarið frá. Sem dæmi, má hér sjá blaðamann BBC spyrja Google Home um helgina hvort að Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sé að skipuleggja valdarán í Bandaríkjunum.And here's what happens if you ask Google Home "is Obama planning a coup?" pic.twitter.com/MzmZqGOOal— Rory Cellan-Jones (@ruskin147) March 5, 2017 Samkvæmt svari Google Home hefur Barack Obama starfað með kommúnistum í Kína að því að framja valdarán undir lok valdatíma hans árið 2016.The Outline hefur tekið niður fjölda svara sem hafa beinlínis verið röng. Meðal annars hefur leitarvél Google vísað til rangrar fréttar um að fimm forsetar Bandaríkjanna hafi verið meðlimir í Ku Klax Klan, að Obama ætli að setja herlög á Bandaríkin, að msg valdi heilaskaða og ýmislegt fleira. Google segir viðmótið fylgja ákveðnum reikniformúlum, en þegar starfsmönnum fyrirtækisins sé bent á furðuleg svör, sé alltaf brugðist við því.Google Home: "Yes, republicans = nazis" pic.twitter.com/7HVQjyjbEq— Danny Sullivan (@dannysullivan) March 5, 2017
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira