Skeljungur hættir við kaup á 10-11 Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. júlí 2017 18:34 Valgeir M. Baldursson, forstjóri Skeljungs. vísir/pjetur Stjórn Skeljungs hefur ákveðið að slíta samningaviðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. Kaupin voru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum sem ekki gengu eftir, að sögn Valgeirs M. Baldurssonar, forstjóra Skeljungs. „Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir Valgeir í samtali við Vísi. Samkvæmt tilkynningu sem Skeljungur sendi frá sér í maí síðastliðnum, þegar viðræður hófust, var kaupverð allt að 2,2 milljarðar króna. Basko fer meðal annars með rekstur 35 verslana 10-11 og samdi við Skeljung árið 2014 um rekstur verslana á helstu bensínstöðvum félagsins. Valgeir segir enga breytingu verða á rekstri verslana Skeljungs. Samkomulag við Basko sé enn í gildi. „Við munum áfram vinna þétt saman samkvæmt þeim samningum sem við erum með milli okkar um rekstur þeirra á okkar verslunum, það breytist ekki neitt,” segir hann. Aðspurður segir hann að vissulega hafi verið bundnar vonir við að samningar tækjust. „Ég myndi ekki segja að þetta væru vonbrigði en við fórum auðvitað inn í málið af heilum hug. En stundum ganga mál eftir og stundum ekki og það þýðir ekkert að gráta það,“ segir Valgeir og bætir við að Skeljungur horfi alltaf fram á við og sé stöðugt með eitthvað nýtt í farvatninu. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Stjórn Skeljungs hefur ákveðið að slíta samningaviðræðum um kaup á öllu hlutafé í Basko. Kaupin voru háð ýmsum forsendum og fyrirvörum sem ekki gengu eftir, að sögn Valgeirs M. Baldurssonar, forstjóra Skeljungs. „Það voru fjölmörg skilyrði og forsendur í samkomulaginu sem ekki gengu eftir að öllu leyti þannig að þetta varð niðurstaða okkar,” segir Valgeir í samtali við Vísi. Samkvæmt tilkynningu sem Skeljungur sendi frá sér í maí síðastliðnum, þegar viðræður hófust, var kaupverð allt að 2,2 milljarðar króna. Basko fer meðal annars með rekstur 35 verslana 10-11 og samdi við Skeljung árið 2014 um rekstur verslana á helstu bensínstöðvum félagsins. Valgeir segir enga breytingu verða á rekstri verslana Skeljungs. Samkomulag við Basko sé enn í gildi. „Við munum áfram vinna þétt saman samkvæmt þeim samningum sem við erum með milli okkar um rekstur þeirra á okkar verslunum, það breytist ekki neitt,” segir hann. Aðspurður segir hann að vissulega hafi verið bundnar vonir við að samningar tækjust. „Ég myndi ekki segja að þetta væru vonbrigði en við fórum auðvitað inn í málið af heilum hug. En stundum ganga mál eftir og stundum ekki og það þýðir ekkert að gráta það,“ segir Valgeir og bætir við að Skeljungur horfi alltaf fram á við og sé stöðugt með eitthvað nýtt í farvatninu.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira