María lék allan leikinn í tapi gegn gestgjöfunum | Myndir Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. júlí 2017 17:45 Hollenska liðið fagnar sigurmarkinu í dag Vísir/getty Gestgjafar Hollands byrjuðu EM á heimavelli með sigri en Holland vann Noreg 1-0 í opnunarleik mótsins sem lauk í Utrecht rétt í þessu. Sigurinn var verðskuldaður og fékk hollenska liðið færi til að bæta við mörkum. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, var á sínum stað í miðri vörn Noregs og lék allan leikinn. Shanice van de Sanden var nálægt því að skora fyrsta mark mótsins eftir aðeins hálfa mínútu en Ingrid Hjelmseth í marki Noregs varði vel.María í baráttunni við Danielle van de Donk í leiknum í dag.Vísir/gettyÁtti Hjelmseth nokkrar góðar markvörslur í fyrri hálfleik og hélt leiknum markalausum fyrir liðsfélaga sína, staðan markalaus í hálfleik. Van de Sanden var aftur á ferðinni á 66. mínútu þegar hún kom Hollandi yfir með góðum skalla. Kom þá fyrirgjöf frá Lieke Martens af vinstri kanti og stakk de Sanden sér fram fyrir varnarmanninn og skallaði boltann í netið. Reyndist þetta vera eina mark leiksins en hollenska liðið var líklegra til að bæta við mörkum frekar en að norska liðinu tækist að jafna. EM 2017 í Hollandi
Gestgjafar Hollands byrjuðu EM á heimavelli með sigri en Holland vann Noreg 1-0 í opnunarleik mótsins sem lauk í Utrecht rétt í þessu. Sigurinn var verðskuldaður og fékk hollenska liðið færi til að bæta við mörkum. María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, var á sínum stað í miðri vörn Noregs og lék allan leikinn. Shanice van de Sanden var nálægt því að skora fyrsta mark mótsins eftir aðeins hálfa mínútu en Ingrid Hjelmseth í marki Noregs varði vel.María í baráttunni við Danielle van de Donk í leiknum í dag.Vísir/gettyÁtti Hjelmseth nokkrar góðar markvörslur í fyrri hálfleik og hélt leiknum markalausum fyrir liðsfélaga sína, staðan markalaus í hálfleik. Van de Sanden var aftur á ferðinni á 66. mínútu þegar hún kom Hollandi yfir með góðum skalla. Kom þá fyrirgjöf frá Lieke Martens af vinstri kanti og stakk de Sanden sér fram fyrir varnarmanninn og skallaði boltann í netið. Reyndist þetta vera eina mark leiksins en hollenska liðið var líklegra til að bæta við mörkum frekar en að norska liðinu tækist að jafna.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti