Óstöðugleiki krónunnar vandamál Ingólfur Bender skrifar 9. júní 2017 14:00 Stöðug og góð rekstrarskilyrði eru lykilforsendur vaxtar iðnfyrirtækja líkt og annarra fyrirtækja en með stöðugleikanum er skotið rótum undir langtíma hagvöxt og aukna velmegun hér á landi til hagsbóta fyrir íslensk heimili. Miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi eru því ljóður á því umhverfi sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum. Ein birtingarmynd þessa óstöðugleika er miklar sveiflur í gengi krónunnar en þær sveiflur eru bæði búnar að vera orsök og afleiðing mikilla hagsveiflna hér á landi um langt árabil. Gengi krónunnar hækkaði um ríflega 18% í fyrra sem er mesta hækkun gengis hennar á einu ári sem mælst hefur hér á landi. Það sem af er þessu ári hefur hún hækkað um ríflega 9% sem er nær fimm sinnum meiri hækkun en mældist á sama tíma í fyrra. Rifja má upp að á árinu 2008 lækkaði gengi krónunnar um ríflega 44%. Þessar tölur sýna glögglega þann mikla óstöðugleika sem krónan hefur bæði endurspeglað og verið rótin af í íslensku efnahagslífi á ekki lengri tíma en tæpum áratug. Sveiflan hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum. Slíkar öfgakenndar sveiflur í samkeppnisstöðu fyrirtækja eru afar slæmar fyrir framþróun fyrirtækja hér á landi, hag heimilanna og vöxt hagkerfisins í heild. Viðbrögð margra iðnfyrirtækja sem og annarra sem helst eru að keppa við erlend fyrirtæki í gerbreyttri samkeppnisstöðu eru að flytja starfsemi annað, að hluta eða öllu leyti. Í mörgum öðrum tilfellum sverfur þróunin að markaðshlutdeild og umsvifum fyrirtækjanna til hagsbóta fyrir erlenda keppinauta. Fáar hindranir eru fyrir fyrirtæki til að mynda í hugbúnaðargerð og upplýsingatækni að færa starfsemina úr landi og sjáum við nú merki þess að gengisþróunin er farin að hafa áhrif á umsvif þessara fyrirtækja hér á landi sem og mörg önnur fyrirtæki. Við þetta tapast vel launuð störf og fjölbreytt flóra íslenskra fyrirtækja sem nauðsynleg er heilbrigðu atvinnulífi. Uppbygging fjölbreytts iðnaðar hér á landi undanfarna áratugi er í hættu vegna hraðrar styrkingar krónunnar síðustu misseri. Þróunin heggur skarð í íslenskt efnahags- og atvinnulíf sem er dýrt m.t.t. langtíma hagvaxtar og skilar sér ekki aftur nema á löngum tíma og að því tilskyldu að hér séu sköpuð góð og stöðug rekstrarskilyrði. Hagstjórnaraðgerðir þarf til að tryggja betri stöðugleika í umhverfi fyrirtækja hér á landi. Lykilatriði er að stjórn opinberra fjármála og peningamála sé öflug og samstiga í átakinu gegn ofþenslu, efnahagslægðum og óstöðugleika hér á landi. Einnig þarf að tryggja að fyrirkomulag stjórntækja efnahagsmála og þá ekki sýst peningamála, í ljósi núverandi endurskoðunar á því sviði, sé með þeim hætti að það geti sem best tryggt stöðugleikann.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Stöðug og góð rekstrarskilyrði eru lykilforsendur vaxtar iðnfyrirtækja líkt og annarra fyrirtækja en með stöðugleikanum er skotið rótum undir langtíma hagvöxt og aukna velmegun hér á landi til hagsbóta fyrir íslensk heimili. Miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi eru því ljóður á því umhverfi sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum. Ein birtingarmynd þessa óstöðugleika er miklar sveiflur í gengi krónunnar en þær sveiflur eru bæði búnar að vera orsök og afleiðing mikilla hagsveiflna hér á landi um langt árabil. Gengi krónunnar hækkaði um ríflega 18% í fyrra sem er mesta hækkun gengis hennar á einu ári sem mælst hefur hér á landi. Það sem af er þessu ári hefur hún hækkað um ríflega 9% sem er nær fimm sinnum meiri hækkun en mældist á sama tíma í fyrra. Rifja má upp að á árinu 2008 lækkaði gengi krónunnar um ríflega 44%. Þessar tölur sýna glögglega þann mikla óstöðugleika sem krónan hefur bæði endurspeglað og verið rótin af í íslensku efnahagslífi á ekki lengri tíma en tæpum áratug. Sveiflan hefur gjörbreytt samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum. Slíkar öfgakenndar sveiflur í samkeppnisstöðu fyrirtækja eru afar slæmar fyrir framþróun fyrirtækja hér á landi, hag heimilanna og vöxt hagkerfisins í heild. Viðbrögð margra iðnfyrirtækja sem og annarra sem helst eru að keppa við erlend fyrirtæki í gerbreyttri samkeppnisstöðu eru að flytja starfsemi annað, að hluta eða öllu leyti. Í mörgum öðrum tilfellum sverfur þróunin að markaðshlutdeild og umsvifum fyrirtækjanna til hagsbóta fyrir erlenda keppinauta. Fáar hindranir eru fyrir fyrirtæki til að mynda í hugbúnaðargerð og upplýsingatækni að færa starfsemina úr landi og sjáum við nú merki þess að gengisþróunin er farin að hafa áhrif á umsvif þessara fyrirtækja hér á landi sem og mörg önnur fyrirtæki. Við þetta tapast vel launuð störf og fjölbreytt flóra íslenskra fyrirtækja sem nauðsynleg er heilbrigðu atvinnulífi. Uppbygging fjölbreytts iðnaðar hér á landi undanfarna áratugi er í hættu vegna hraðrar styrkingar krónunnar síðustu misseri. Þróunin heggur skarð í íslenskt efnahags- og atvinnulíf sem er dýrt m.t.t. langtíma hagvaxtar og skilar sér ekki aftur nema á löngum tíma og að því tilskyldu að hér séu sköpuð góð og stöðug rekstrarskilyrði. Hagstjórnaraðgerðir þarf til að tryggja betri stöðugleika í umhverfi fyrirtækja hér á landi. Lykilatriði er að stjórn opinberra fjármála og peningamála sé öflug og samstiga í átakinu gegn ofþenslu, efnahagslægðum og óstöðugleika hér á landi. Einnig þarf að tryggja að fyrirkomulag stjórntækja efnahagsmála og þá ekki sýst peningamála, í ljósi núverandi endurskoðunar á því sviði, sé með þeim hætti að það geti sem best tryggt stöðugleikann.Höfundur er hagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun