Drengurinn sem slasaðist við Seljalandsfoss var gangandi utan merktra göngustíga Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. júní 2017 10:43 Hlíðin sem drengurinn og móðir hans gengu upp sunnan meginn við fossinn. Lögreglan á Selfossi Drengurinn sem slasaðist á fimmtudaginn, þegar hann féll 15 metra við Seljalandsfoss, var gangandi utan merktra göngustíga þegar slysið átti sér stað. Drengurinn er á fimmtánda aldursári og er hér á landi að ferðast ásamt foreldrum sínum sem eru frá Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi í samtali við Vísi. „Þau eru ekki á göngustíg. Þau eru komin út fyrir merkta göngustíga,“ segir Oddur og segir að enginn öryggisbúnaður hafi verið á þeim stað sem drengurinn féll. Oddur segir að hann viti ekki til þess að það hafi verið rætt sérstaklega um nauðsyn þess að setja upp skýrari merkingar og öryggisbúnað í kjölfar slyssins. Hann nefnir að slys af þessu tagi séu óalgeng við Seljalandsfoss.Hlíðin sunnan meginn við fossinn þar sem drengurinn féll.Lögreglan á SelfossiOddur segir drenginn hafa verið að príla og dottið í kjölfarið. „Móðir hans segir að þau hafi farið saman upp brekkuna, sunnan við fossinn. Þar skilur hún hann eftir og fer niður. Þegar hún kemur niður aftur þá liggur hann neðan við brekkuna en hún sér svo sem ekki hvað gerist,“ segir Oddur og telur samkvæmt skýrslu sem lögð var fram að ekki sé vitað hvernig slysið orsakaðist nákvæmlega. „Málið er til rannsóknar eins og önnur slys. Það er ekki grunur um neitt refsivert athæfi en okkur er skylt að rannsaka slys hvort sem það er grunur um refsivert athæfi eða ekki. Þá fer fram þessi grunnrannsókn en hún er ekki flókin í þessu máli,“ segir Oddur. Í tilkynningu, sem fréttastofu barst í gær, segir að drengurinn sé líklega fótbrotinn eftir fallið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ungur drengur mögulega fótbrotinn við Seljalandsfoss Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss. 8. júní 2017 13:19 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Drengurinn sem slasaðist á fimmtudaginn, þegar hann féll 15 metra við Seljalandsfoss, var gangandi utan merktra göngustíga þegar slysið átti sér stað. Drengurinn er á fimmtánda aldursári og er hér á landi að ferðast ásamt foreldrum sínum sem eru frá Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Selfossi í samtali við Vísi. „Þau eru ekki á göngustíg. Þau eru komin út fyrir merkta göngustíga,“ segir Oddur og segir að enginn öryggisbúnaður hafi verið á þeim stað sem drengurinn féll. Oddur segir að hann viti ekki til þess að það hafi verið rætt sérstaklega um nauðsyn þess að setja upp skýrari merkingar og öryggisbúnað í kjölfar slyssins. Hann nefnir að slys af þessu tagi séu óalgeng við Seljalandsfoss.Hlíðin sunnan meginn við fossinn þar sem drengurinn féll.Lögreglan á SelfossiOddur segir drenginn hafa verið að príla og dottið í kjölfarið. „Móðir hans segir að þau hafi farið saman upp brekkuna, sunnan við fossinn. Þar skilur hún hann eftir og fer niður. Þegar hún kemur niður aftur þá liggur hann neðan við brekkuna en hún sér svo sem ekki hvað gerist,“ segir Oddur og telur samkvæmt skýrslu sem lögð var fram að ekki sé vitað hvernig slysið orsakaðist nákvæmlega. „Málið er til rannsóknar eins og önnur slys. Það er ekki grunur um neitt refsivert athæfi en okkur er skylt að rannsaka slys hvort sem það er grunur um refsivert athæfi eða ekki. Þá fer fram þessi grunnrannsókn en hún er ekki flókin í þessu máli,“ segir Oddur. Í tilkynningu, sem fréttastofu barst í gær, segir að drengurinn sé líklega fótbrotinn eftir fallið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ungur drengur mögulega fótbrotinn við Seljalandsfoss Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss. 8. júní 2017 13:19 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
Ungur drengur mögulega fótbrotinn við Seljalandsfoss Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá Hellu, Hvolsvelli og undan Eyjafjöllum voru kallaðar út fyrir stuttu vegna slyss við Seljalandsfoss. 8. júní 2017 13:19