Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Snærós Sindradóttir skrifar 9. júní 2017 23:30 Hafþór Júlíus Björnsson annar sterkasti maður í heimi. Vísir/Valli Lögreglan var kölluð að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns, sem jafnan er kallaður Fjallið, á fimmtudagskvöld vegna heimiliserja. Heimildir herma að hann hafi meðal annars meinað konu útgöngu úr húsi hans. Konan komst út við illan leik, en hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði aðstoðar hjá nágrönnum Hafþórs. Í kjölfarið var lögreglan kölluð til en Hafþór var ekki handtekinn vegna atviksins. Málið hefur enn ekki verið kært til lögreglu. Nágrannar Hafþórs urðu vitni að atburðarásinni. Þetta er í þriðja sinn á rúmu hálfu ári sem lögreglan er kölluð til vegna framgöngu Hafþórs við konuna. Í nokkur skipti hefur konan borið mar um líkamann eftir samskipti við Hafþór. Fyrsta atvikið, þar sem lögregla var kölluð til, átti sér stað 30. desember síðastliðinn en Hafþór og konan slitu samvistum fyrir nokkru. „Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hans í dag. Hafþór segir málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta. Þá vill hún tala við mig, og ég eins og hálfviti læt blekkjast aftur, sest niður í stól og um leið tekur hún af stað og stekkur út. Við þetta bregður mér rosalega og ég fer á eftir henni. Þegar við erum að hlaupa næ ég í hana og tek í peysuna hennar. Við þetta verða læti og þá er nágranni sem hringir væntanlega á lögregluna og þá sleppi ég henni og lögregla kemur á svæðið,“ segir Hafþór um atvikið á fimmtudag. Hafþór Júlíus er annar sterkasti maður í heimi en hann endaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims fyrir tæplega tveimur vikum. Hafþór var einu stigi frá sigri í keppninni. Hann fékk viðurnefnið Fjallið eftir leik sinn í þáttaröðinni Game of Thrones. Hann hefur verið talsvert til umfjöllunar í íslenskum og erlendum miðlum undanfarin ár. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lögreglan var kölluð að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns, sem jafnan er kallaður Fjallið, á fimmtudagskvöld vegna heimiliserja. Heimildir herma að hann hafi meðal annars meinað konu útgöngu úr húsi hans. Konan komst út við illan leik, en hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði aðstoðar hjá nágrönnum Hafþórs. Í kjölfarið var lögreglan kölluð til en Hafþór var ekki handtekinn vegna atviksins. Málið hefur enn ekki verið kært til lögreglu. Nágrannar Hafþórs urðu vitni að atburðarásinni. Þetta er í þriðja sinn á rúmu hálfu ári sem lögreglan er kölluð til vegna framgöngu Hafþórs við konuna. Í nokkur skipti hefur konan borið mar um líkamann eftir samskipti við Hafþór. Fyrsta atvikið, þar sem lögregla var kölluð til, átti sér stað 30. desember síðastliðinn en Hafþór og konan slitu samvistum fyrir nokkru. „Ég hef engan áhuga á að tala um þetta. Þetta er einkamál sem er mjög viðkvæmt. Mér finnst leiðinlegt að ég komi út sem einhver vondur kall,“ sagði Hafþór Júlíus þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða hans í dag. Hafþór segir málið snúast um hund sem hann og fyrrverandi kærastan deila um forræði yfir. „Hann heitir Ástríkur. Á fimmtudag fékk ég að hafa hundinn. Hún vill ekki að ég sé með hundinn og vill fá að koma yfir en ég vildi fá að hafa hundinn um nóttina. Þetta er æðislegur hundur og mér þykir vænt um hann. Þú veist hvernig getur verið í sambandsslitum, það getur verið hiti í kolunum og við förum að þræta. Þá vill hún tala við mig, og ég eins og hálfviti læt blekkjast aftur, sest niður í stól og um leið tekur hún af stað og stekkur út. Við þetta bregður mér rosalega og ég fer á eftir henni. Þegar við erum að hlaupa næ ég í hana og tek í peysuna hennar. Við þetta verða læti og þá er nágranni sem hringir væntanlega á lögregluna og þá sleppi ég henni og lögregla kemur á svæðið,“ segir Hafþór um atvikið á fimmtudag. Hafþór Júlíus er annar sterkasti maður í heimi en hann endaði í öðru sæti í keppninni Sterkasti maður heims fyrir tæplega tveimur vikum. Hafþór var einu stigi frá sigri í keppninni. Hann fékk viðurnefnið Fjallið eftir leik sinn í þáttaröðinni Game of Thrones. Hann hefur verið talsvert til umfjöllunar í íslenskum og erlendum miðlum undanfarin ár.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira