Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2017 14:12 Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, eru nú tilbúin til notkunar. Þetta verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. Myndir af göngunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Þetta þótti besta og öruggasta lausnin til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn, að grafa 940 metra löng jarðgöng í gegnum Húsavíkurhöfða, en jafnframt voru lagðir um tveggja kílómetra langir vegir.Horft frá gangamunna til norðurs í átt að Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og núna eru göngin tilbúin, eftir tveggja ára vinnu, fyrir utan smávægilegan frágang við rafmagn og lýsingu, og gert ráð fyrir að þau verði formlega afhent um mánaðamótin september október, að sögn Snæbjörns. Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, norska verktakann Leonhard Nilsen & Sønner, um verkið. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði, samtals um 3,6 milljarðar króna, en viðbótarkostnaður nam um 300 milljónum króna og verðbætur um 150 milljónum.Gangamunninn Húsavíkurmegin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Snæbjörn segir verkið hafa heppnast vel og ekkert stórt óvænt hafi komið upp. Jarðgöngin verða hins vegar ekki opin almenningi. „Nei. Þessi göng eru sérstaklega byggð fyrir iðnaðarumferð milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Og þegar þú kemur í gegnum göngin inn á hafnarsvæðið þá ertu í raun kominn inn á öryggissvæði, eða hafnarverndarsvæði, þannig að hér má enginn fara nema hafa til þess heimild frá hafnaryfirvöldum,” segir Snæbjörn.Hér sést hvernig jarðgöngin tengjast Húsavíkurhöfn. Gangamunninn sést vinstra megin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er mikil synd að göngin og nýi vegurinn skuli eingöngu vera fyrir iðnaðarsvæðið og ekki ætluð almenningi því með þeim opnast greið leið að fagurri strandlengju. Húsvíkingar, nærsveitarmenn og aðrir munu því ekki geta skroppið í gegn á kvöld- eða helgarrúntinum. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Nei, því miður verður ekki hægt að fara þarna í gegn svona á rúntinum. En við ætlum svona að reyna að hleypa einhverri umferð á göngin svona áður en þau opna, bara svo að menn fái svona að máta sig við þetta. En eftir það er ég bara hræddur um að menn verði að vera í vinnunni og í vinnubíl ef menn ætla að fá að fara þarna í gegn,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, eru nú tilbúin til notkunar. Þetta verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. Myndir af göngunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Þetta þótti besta og öruggasta lausnin til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn, að grafa 940 metra löng jarðgöng í gegnum Húsavíkurhöfða, en jafnframt voru lagðir um tveggja kílómetra langir vegir.Horft frá gangamunna til norðurs í átt að Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og núna eru göngin tilbúin, eftir tveggja ára vinnu, fyrir utan smávægilegan frágang við rafmagn og lýsingu, og gert ráð fyrir að þau verði formlega afhent um mánaðamótin september október, að sögn Snæbjörns. Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, norska verktakann Leonhard Nilsen & Sønner, um verkið. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði, samtals um 3,6 milljarðar króna, en viðbótarkostnaður nam um 300 milljónum króna og verðbætur um 150 milljónum.Gangamunninn Húsavíkurmegin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Snæbjörn segir verkið hafa heppnast vel og ekkert stórt óvænt hafi komið upp. Jarðgöngin verða hins vegar ekki opin almenningi. „Nei. Þessi göng eru sérstaklega byggð fyrir iðnaðarumferð milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Og þegar þú kemur í gegnum göngin inn á hafnarsvæðið þá ertu í raun kominn inn á öryggissvæði, eða hafnarverndarsvæði, þannig að hér má enginn fara nema hafa til þess heimild frá hafnaryfirvöldum,” segir Snæbjörn.Hér sést hvernig jarðgöngin tengjast Húsavíkurhöfn. Gangamunninn sést vinstra megin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er mikil synd að göngin og nýi vegurinn skuli eingöngu vera fyrir iðnaðarsvæðið og ekki ætluð almenningi því með þeim opnast greið leið að fagurri strandlengju. Húsvíkingar, nærsveitarmenn og aðrir munu því ekki geta skroppið í gegn á kvöld- eða helgarrúntinum. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Nei, því miður verður ekki hægt að fara þarna í gegn svona á rúntinum. En við ætlum svona að reyna að hleypa einhverri umferð á göngin svona áður en þau opna, bara svo að menn fái svona að máta sig við þetta. En eftir það er ég bara hræddur um að menn verði að vera í vinnunni og í vinnubíl ef menn ætla að fá að fara þarna í gegn,” segir verkefnastjóri Norðurþings.
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21