Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2017 14:12 Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, eru nú tilbúin til notkunar. Þetta verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. Myndir af göngunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Þetta þótti besta og öruggasta lausnin til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn, að grafa 940 metra löng jarðgöng í gegnum Húsavíkurhöfða, en jafnframt voru lagðir um tveggja kílómetra langir vegir.Horft frá gangamunna til norðurs í átt að Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og núna eru göngin tilbúin, eftir tveggja ára vinnu, fyrir utan smávægilegan frágang við rafmagn og lýsingu, og gert ráð fyrir að þau verði formlega afhent um mánaðamótin september október, að sögn Snæbjörns. Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, norska verktakann Leonhard Nilsen & Sønner, um verkið. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði, samtals um 3,6 milljarðar króna, en viðbótarkostnaður nam um 300 milljónum króna og verðbætur um 150 milljónum.Gangamunninn Húsavíkurmegin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Snæbjörn segir verkið hafa heppnast vel og ekkert stórt óvænt hafi komið upp. Jarðgöngin verða hins vegar ekki opin almenningi. „Nei. Þessi göng eru sérstaklega byggð fyrir iðnaðarumferð milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Og þegar þú kemur í gegnum göngin inn á hafnarsvæðið þá ertu í raun kominn inn á öryggissvæði, eða hafnarverndarsvæði, þannig að hér má enginn fara nema hafa til þess heimild frá hafnaryfirvöldum,” segir Snæbjörn.Hér sést hvernig jarðgöngin tengjast Húsavíkurhöfn. Gangamunninn sést vinstra megin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er mikil synd að göngin og nýi vegurinn skuli eingöngu vera fyrir iðnaðarsvæðið og ekki ætluð almenningi því með þeim opnast greið leið að fagurri strandlengju. Húsvíkingar, nærsveitarmenn og aðrir munu því ekki geta skroppið í gegn á kvöld- eða helgarrúntinum. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Nei, því miður verður ekki hægt að fara þarna í gegn svona á rúntinum. En við ætlum svona að reyna að hleypa einhverri umferð á göngin svona áður en þau opna, bara svo að menn fái svona að máta sig við þetta. En eftir það er ég bara hræddur um að menn verði að vera í vinnunni og í vinnubíl ef menn ætla að fá að fara þarna í gegn,” segir verkefnastjóri Norðurþings. Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, eru nú tilbúin til notkunar. Þetta verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. Myndir af göngunum voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóra hjá Norðurþingi. Þetta þótti besta og öruggasta lausnin til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn, að grafa 940 metra löng jarðgöng í gegnum Húsavíkurhöfða, en jafnframt voru lagðir um tveggja kílómetra langir vegir.Horft frá gangamunna til norðurs í átt að Bakka.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og núna eru göngin tilbúin, eftir tveggja ára vinnu, fyrir utan smávægilegan frágang við rafmagn og lýsingu, og gert ráð fyrir að þau verði formlega afhent um mánaðamótin september október, að sögn Snæbjörns. Vegagerðin samdi við lægstbjóðanda, norska verktakann Leonhard Nilsen & Sønner, um verkið. Kostnaður greiðist úr ríkissjóði, samtals um 3,6 milljarðar króna, en viðbótarkostnaður nam um 300 milljónum króna og verðbætur um 150 milljónum.Gangamunninn Húsavíkurmegin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Snæbjörn segir verkið hafa heppnast vel og ekkert stórt óvænt hafi komið upp. Jarðgöngin verða hins vegar ekki opin almenningi. „Nei. Þessi göng eru sérstaklega byggð fyrir iðnaðarumferð milli Húsavíkurhafnar og iðnaðarsvæðisins á Bakka. Og þegar þú kemur í gegnum göngin inn á hafnarsvæðið þá ertu í raun kominn inn á öryggissvæði, eða hafnarverndarsvæði, þannig að hér má enginn fara nema hafa til þess heimild frá hafnaryfirvöldum,” segir Snæbjörn.Hér sést hvernig jarðgöngin tengjast Húsavíkurhöfn. Gangamunninn sést vinstra megin.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Það er mikil synd að göngin og nýi vegurinn skuli eingöngu vera fyrir iðnaðarsvæðið og ekki ætluð almenningi því með þeim opnast greið leið að fagurri strandlengju. Húsvíkingar, nærsveitarmenn og aðrir munu því ekki geta skroppið í gegn á kvöld- eða helgarrúntinum. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnastjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Nei, því miður verður ekki hægt að fara þarna í gegn svona á rúntinum. En við ætlum svona að reyna að hleypa einhverri umferð á göngin svona áður en þau opna, bara svo að menn fái svona að máta sig við þetta. En eftir það er ég bara hræddur um að menn verði að vera í vinnunni og í vinnubíl ef menn ætla að fá að fara þarna í gegn,” segir verkefnastjóri Norðurþings.
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21