Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 23:15 Björt Ólafsdóttir óskar Jóni Gnarr velfarnaðar í störfum fyrir Samfylkinguna. Vísir „Við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna,“ segir Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar, um ákvörðun Jóns Gnarr að ganga til liðs við Samfylkinguna. Jón hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar árið 2012. Björt Ólafsdóttir segir í samtali við Vísi að það séu engar heitar tilfinningar innan Bjartrar framtíðar vegna ákvörðunar Jóns Gnarr. Hann hafi ekki verið virkur í Bjartri framtíð lengi en Björt segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð á fundi með flokknum stuttu eftir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Hann er auðvitað búinn að vera að leita sér að vinnu og það hefur verið mjög opið. Hann hefur nú fengið vinnu hjá Samfylkingunni og það er bara fínt og kemur mér þannig séð ekki mikið á óvart. Hann var búinn að leita til okkar áður hjá Bjartri framtíð en við því miður gátum ekki borgað honum því við tökum ekki við styrkjum frá fyrirtækjum,“ segir Björt. Hún bætir við að Björt framtíð þiggi ekki styrki frá fyrirtækjum því þau geti haft hagsmuni sem flokkurinn vill ekki tengjast. „Svo ætlum við ekki að taka stór lán fyrir kosningabaráttunni. Það kemst bara enginn á laun hjá okkur sem vantar vinnu,“ segir Björt.Ummæli Jóns um líkindi flokkanna komu henni á óvartÍ viðtali við Stöð 2 sagði Jón Gnarr að hann teldi áherslur Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar svipaðar. „Er það ekki bara fólkið sem er í flokkunum sem hefur mest afgerandi áhrif á útlit þeirra? En ég veit ekki hver er hugmyndafræðilegur munur á þessum flokkum. Ég get ekki skilgreint það,“ sagði Jón Gnarr við Stöð 2. Björt segir þessi ummæli hans hafa komið sér á óvart. „Það gæti haft eitthvað með að gera að hann hefur ekki mikið starfað með okkur. „En það mætti vera honum ljóst að Björt framtíð er eini flokkurinn sem er harður á móti mengandi stóriðju. Við höfum verið á móti þessum ívilnunum sem Samfylkingin hefur ekki verið á móti. Við höfum verið hörð á móti öðrum umhverfisslysum eins og línulögnum yfir hjarta landsins sem er hálendi Íslands, þetta er stór munur. En ég átta mig ekki á því hvað honum finnst um það, en við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna.“ Tengdar fréttir Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
„Við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna,“ segir Björt Ólafsdóttir, starfandi umhverfisráðherra Bjartrar framtíðar, um ákvörðun Jóns Gnarr að ganga til liðs við Samfylkinguna. Jón hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík árið 2010. Hann var síðan á lista Bjartrar framtíðar fyrir alþingiskosningar árið 2012. Björt Ólafsdóttir segir í samtali við Vísi að það séu engar heitar tilfinningar innan Bjartrar framtíðar vegna ákvörðunar Jóns Gnarr. Hann hafi ekki verið virkur í Bjartri framtíð lengi en Björt segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð á fundi með flokknum stuttu eftir stjórnarslit Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. „Hann er auðvitað búinn að vera að leita sér að vinnu og það hefur verið mjög opið. Hann hefur nú fengið vinnu hjá Samfylkingunni og það er bara fínt og kemur mér þannig séð ekki mikið á óvart. Hann var búinn að leita til okkar áður hjá Bjartri framtíð en við því miður gátum ekki borgað honum því við tökum ekki við styrkjum frá fyrirtækjum,“ segir Björt. Hún bætir við að Björt framtíð þiggi ekki styrki frá fyrirtækjum því þau geti haft hagsmuni sem flokkurinn vill ekki tengjast. „Svo ætlum við ekki að taka stór lán fyrir kosningabaráttunni. Það kemst bara enginn á laun hjá okkur sem vantar vinnu,“ segir Björt.Ummæli Jóns um líkindi flokkanna komu henni á óvartÍ viðtali við Stöð 2 sagði Jón Gnarr að hann teldi áherslur Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar svipaðar. „Er það ekki bara fólkið sem er í flokkunum sem hefur mest afgerandi áhrif á útlit þeirra? En ég veit ekki hver er hugmyndafræðilegur munur á þessum flokkum. Ég get ekki skilgreint það,“ sagði Jón Gnarr við Stöð 2. Björt segir þessi ummæli hans hafa komið sér á óvart. „Það gæti haft eitthvað með að gera að hann hefur ekki mikið starfað með okkur. „En það mætti vera honum ljóst að Björt framtíð er eini flokkurinn sem er harður á móti mengandi stóriðju. Við höfum verið á móti þessum ívilnunum sem Samfylkingin hefur ekki verið á móti. Við höfum verið hörð á móti öðrum umhverfisslysum eins og línulögnum yfir hjarta landsins sem er hálendi Íslands, þetta er stór munur. En ég átta mig ekki á því hvað honum finnst um það, en við óskum honum alls velfarnaðar í hans störfum fyrir Samfylkinguna.“
Tengdar fréttir Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25