Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 11:33 Bjarni segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. Það sé aðalatriðið að hans mati. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. Það sé aðalatriðið að hans mati en hann skrifar færslu á Facebook-síðu sína í dag í tilefni frétta um að hann hafi selt eignir úr Sjóði 9 fyrir um 50 milljónir króna skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis. „Eins og áður hefur komið fram seldi ég hlutabréf mín í Glitni árið 2008. Söluandvirðið var geymt áfram í bankanum, fyrst og fremst í Sjóði 9. Ég seldi smám saman þá eign yfir árið og færði að hluta í aðra sjóði og á innlánsreikninga hjá bankanum. Látið er að því liggja í fréttum í dag að ég hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um stöðu fjármálakerfisins, eða Glitnis, annars vegar þegar ég seldi hlutabréfin, og hins vegar þegar ég seldi eftirstöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dagana fyrir fall bankans. Þetta eru alvarlegar ásakanir. Hér er verið dylgja um að ég hafi misnotað stöðu mína og stundað innherjasvik. Hvort tveggja er rangt,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst hafa óskað eftir því að selja hlut sinn í Sjóði 9 þann 2. október 2008. Salan hafi ins vegar ekki ekki gengið í gegn fyrr en þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Í öðru lagi er það rangt að ég hafi beðið um sölu á hlut mínum sama dag og neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Hið rétta er að ég óskaði eftir því 2. október, eins og framkomin gögn sýna, en uppgjör tók 2-3 viðskiptadaga. Ég seldi í Sjóði 9 en keypti m.a. í sjóðum 5 og 7, sem voru áhættuminni og geymdi peningana áfram í bankanum. Í þriðja lagi vil ég að fram komi að ég, líkt og margir aðrir viðskiptavinir bankans, var læstur í mörg ár með peninga í sjóði bankans. Í fjórða lagi er látið að því liggja að ég hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins (FME) til starfsmanns bankans. Þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Engum slíkum upplýsingum var miðlað enda bjó ég ekki yfir slíkum upplýsingum. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að FME væri að vinna í málunum. Þetta er eftir að tilkynnt hafði verið um yfirtöku ríkisins á bankanum. Það hefði verið ábyrgðarlaust ef menn hefðu ekki verið að róa öllum árum að því að bjarga málum í FME á þessum tíma og ekkert fréttnæmt við að ég hafi mögulega látið slík orð falla,“ segir Bjarni en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. Það sé aðalatriðið að hans mati en hann skrifar færslu á Facebook-síðu sína í dag í tilefni frétta um að hann hafi selt eignir úr Sjóði 9 fyrir um 50 milljónir króna skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis. „Eins og áður hefur komið fram seldi ég hlutabréf mín í Glitni árið 2008. Söluandvirðið var geymt áfram í bankanum, fyrst og fremst í Sjóði 9. Ég seldi smám saman þá eign yfir árið og færði að hluta í aðra sjóði og á innlánsreikninga hjá bankanum. Látið er að því liggja í fréttum í dag að ég hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um stöðu fjármálakerfisins, eða Glitnis, annars vegar þegar ég seldi hlutabréfin, og hins vegar þegar ég seldi eftirstöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dagana fyrir fall bankans. Þetta eru alvarlegar ásakanir. Hér er verið dylgja um að ég hafi misnotað stöðu mína og stundað innherjasvik. Hvort tveggja er rangt,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst hafa óskað eftir því að selja hlut sinn í Sjóði 9 þann 2. október 2008. Salan hafi ins vegar ekki ekki gengið í gegn fyrr en þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Í öðru lagi er það rangt að ég hafi beðið um sölu á hlut mínum sama dag og neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Hið rétta er að ég óskaði eftir því 2. október, eins og framkomin gögn sýna, en uppgjör tók 2-3 viðskiptadaga. Ég seldi í Sjóði 9 en keypti m.a. í sjóðum 5 og 7, sem voru áhættuminni og geymdi peningana áfram í bankanum. Í þriðja lagi vil ég að fram komi að ég, líkt og margir aðrir viðskiptavinir bankans, var læstur í mörg ár með peninga í sjóði bankans. Í fjórða lagi er látið að því liggja að ég hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins (FME) til starfsmanns bankans. Þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Engum slíkum upplýsingum var miðlað enda bjó ég ekki yfir slíkum upplýsingum. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að FME væri að vinna í málunum. Þetta er eftir að tilkynnt hafði verið um yfirtöku ríkisins á bankanum. Það hefði verið ábyrgðarlaust ef menn hefðu ekki verið að róa öllum árum að því að bjarga málum í FME á þessum tíma og ekkert fréttnæmt við að ég hafi mögulega látið slík orð falla,“ segir Bjarni en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02
Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47