Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. október 2017 11:33 Bjarni segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. Það sé aðalatriðið að hans mati. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. Það sé aðalatriðið að hans mati en hann skrifar færslu á Facebook-síðu sína í dag í tilefni frétta um að hann hafi selt eignir úr Sjóði 9 fyrir um 50 milljónir króna skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis. „Eins og áður hefur komið fram seldi ég hlutabréf mín í Glitni árið 2008. Söluandvirðið var geymt áfram í bankanum, fyrst og fremst í Sjóði 9. Ég seldi smám saman þá eign yfir árið og færði að hluta í aðra sjóði og á innlánsreikninga hjá bankanum. Látið er að því liggja í fréttum í dag að ég hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um stöðu fjármálakerfisins, eða Glitnis, annars vegar þegar ég seldi hlutabréfin, og hins vegar þegar ég seldi eftirstöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dagana fyrir fall bankans. Þetta eru alvarlegar ásakanir. Hér er verið dylgja um að ég hafi misnotað stöðu mína og stundað innherjasvik. Hvort tveggja er rangt,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst hafa óskað eftir því að selja hlut sinn í Sjóði 9 þann 2. október 2008. Salan hafi ins vegar ekki ekki gengið í gegn fyrr en þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Í öðru lagi er það rangt að ég hafi beðið um sölu á hlut mínum sama dag og neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Hið rétta er að ég óskaði eftir því 2. október, eins og framkomin gögn sýna, en uppgjör tók 2-3 viðskiptadaga. Ég seldi í Sjóði 9 en keypti m.a. í sjóðum 5 og 7, sem voru áhættuminni og geymdi peningana áfram í bankanum. Í þriðja lagi vil ég að fram komi að ég, líkt og margir aðrir viðskiptavinir bankans, var læstur í mörg ár með peninga í sjóði bankans. Í fjórða lagi er látið að því liggja að ég hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins (FME) til starfsmanns bankans. Þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Engum slíkum upplýsingum var miðlað enda bjó ég ekki yfir slíkum upplýsingum. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að FME væri að vinna í málunum. Þetta er eftir að tilkynnt hafði verið um yfirtöku ríkisins á bankanum. Það hefði verið ábyrgðarlaust ef menn hefðu ekki verið að róa öllum árum að því að bjarga málum í FME á þessum tíma og ekkert fréttnæmt við að ég hafi mögulega látið slík orð falla,“ segir Bjarni en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. Það sé aðalatriðið að hans mati en hann skrifar færslu á Facebook-síðu sína í dag í tilefni frétta um að hann hafi selt eignir úr Sjóði 9 fyrir um 50 milljónir króna skömmu fyrir þjóðnýtingu Glitnis. „Eins og áður hefur komið fram seldi ég hlutabréf mín í Glitni árið 2008. Söluandvirðið var geymt áfram í bankanum, fyrst og fremst í Sjóði 9. Ég seldi smám saman þá eign yfir árið og færði að hluta í aðra sjóði og á innlánsreikninga hjá bankanum. Látið er að því liggja í fréttum í dag að ég hafi búið yfir trúnaðarupplýsingum um stöðu fjármálakerfisins, eða Glitnis, annars vegar þegar ég seldi hlutabréfin, og hins vegar þegar ég seldi eftirstöðvar eignar minnar í Sjóði 9 dagana fyrir fall bankans. Þetta eru alvarlegar ásakanir. Hér er verið dylgja um að ég hafi misnotað stöðu mína og stundað innherjasvik. Hvort tveggja er rangt,“ segir Bjarni í færslunni. Hann kveðst hafa óskað eftir því að selja hlut sinn í Sjóði 9 þann 2. október 2008. Salan hafi ins vegar ekki ekki gengið í gegn fyrr en þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Í öðru lagi er það rangt að ég hafi beðið um sölu á hlut mínum sama dag og neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Hið rétta er að ég óskaði eftir því 2. október, eins og framkomin gögn sýna, en uppgjör tók 2-3 viðskiptadaga. Ég seldi í Sjóði 9 en keypti m.a. í sjóðum 5 og 7, sem voru áhættuminni og geymdi peningana áfram í bankanum. Í þriðja lagi vil ég að fram komi að ég, líkt og margir aðrir viðskiptavinir bankans, var læstur í mörg ár með peninga í sjóði bankans. Í fjórða lagi er látið að því liggja að ég hafi miðlað upplýsingum um störf Fjármálaeftirlitsins (FME) til starfsmanns bankans. Þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Engum slíkum upplýsingum var miðlað enda bjó ég ekki yfir slíkum upplýsingum. Hins vegar mátti öllum vera ljóst að FME væri að vinna í málunum. Þetta er eftir að tilkynnt hafði verið um yfirtöku ríkisins á bankanum. Það hefði verið ábyrgðarlaust ef menn hefðu ekki verið að róa öllum árum að því að bjarga málum í FME á þessum tíma og ekkert fréttnæmt við að ég hafi mögulega látið slík orð falla,“ segir Bjarni en færsluna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan gekk út þegar Inga tók til máls Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Sjá meira
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02
Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47