Lögmannafélagið krefst betri réttarverndar fyrir hælisleitendur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. október 2017 06:00 Reimar Pétursson formaður Lögmannafélagsins, telur fyrirkomulag við meðferð hælisumsókna hér á landi á ystu nöf. Vísir/GVA Formaður Lögmannafélagsins segir réttarvernd fyrir hælisleitendur á ystu nöf hér á landi. Skiptar skoðanir eru meðal lögmanna um ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Lögmannafélagsins í gær. Í ályktuninni segir að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda og er í ályktuninni skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Ekki eru þó allir lögmenn jafn sáttir. „Ég gerði athugasemd við að bera eigi upp tillögu um ákveðna lífsskoðun en Lögmannafélagið er félag með skylduaðild en ekki lífsskoðunarfélag,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Hann telur nærtækara að lögmenn sem vinna fyrir hælisleitendur láti reyna á þessi meintu grundvallarréttindi fyrir dómi frekar en að álykta um þau á félagsfundum.Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður telur að Lögmannafélagið eigi ekki að álykta um lífsskoðanir eins og grundvallarréttindi hælisleitenda.vísir/stefánEinar Sveinn Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng. „Þetta er plagg sem væri samið í stjórnmálaflokki en ekki í félagi lögmanna með skylduaðild,“ segir Einar og bendir á að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu megi skylduaðildarfélög eins og Lögmannafélagið ekki taka pólitíska afstöðu. Það brjóti gegn tjáningar- og skoðanafrelsi félagsmanna. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins segist leiður að heyra að einhverjir séu ósammála ályktuninni. „Ég hélt að allir lögmenn gætu verið sammála um að allir ættu að geta notið aðstoðar lögmanns. Ég hefði haldið að það væri málefni sem ætti ekki að gefa tilefni til mikilla innanfélagsdeilna,“ segir Reimar. Tilefni ályktunarinnar og fundarins í gær er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Lögmannafélagið. Í skýrslunni er fyrirkomulag réttaraðstoðar hælisleitenda harðlega gagnrýnt; endurskoða þurfi í heild sinni samning stjórnvalda við Rauða kross Íslands um talsmennsku fyrir hælisleitendur, breyta þurfi því fyrirkomulagi að hælisleitendur greiði lögmannsaðstoð úr eigin vasa óski þeir aðstoðar sjálfstætt starfandi lögmanns, meðferð gjafsóknarumsókna sé gölluð, tímafrestir til að bera synjun um alþjóðlega vernd undir dómstóla sagðir alltof stuttir og nauðsynlegt sé að tryggja frestun réttaráhrifa á meðan slík dómsmál eru í gangi. Reimar segir alla hlynnta því að fólk eigi að geta notið aðstoðar lögmanns. „Þeim mun veigameiri mál sem fólk stendur frammi fyrir því mikilvægari verður lögmannsaðstoðin. Þetta fólk stendur svo sannarlega í þeim sporum þótt það hafi ekki kosningarétt hér á landi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Formaður Lögmannafélagsins segir réttarvernd fyrir hælisleitendur á ystu nöf hér á landi. Skiptar skoðanir eru meðal lögmanna um ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Lögmannafélagsins í gær. Í ályktuninni segir að málsmeðferð umsókna um alþjóðlega vernd hér á landi kunni að brjóta gegn grundvallarréttindum hælisleitenda og er í ályktuninni skorað á dómsmálaráðherra að tryggja hælisleitendum raunhæf réttarúrræði, aðgang að sjálfstætt starfandi lögmanni frá upphafi málsmeðferðar umsókna þeirra og að sú aðstoð verði greidd úr ríkissjóði. Ályktunin var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta fundarmanna. Ekki eru þó allir lögmenn jafn sáttir. „Ég gerði athugasemd við að bera eigi upp tillögu um ákveðna lífsskoðun en Lögmannafélagið er félag með skylduaðild en ekki lífsskoðunarfélag,“ segir Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður. Hann telur nærtækara að lögmenn sem vinna fyrir hælisleitendur láti reyna á þessi meintu grundvallarréttindi fyrir dómi frekar en að álykta um þau á félagsfundum.Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður telur að Lögmannafélagið eigi ekki að álykta um lífsskoðanir eins og grundvallarréttindi hælisleitenda.vísir/stefánEinar Sveinn Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður tekur í sama streng. „Þetta er plagg sem væri samið í stjórnmálaflokki en ekki í félagi lögmanna með skylduaðild,“ segir Einar og bendir á að samkvæmt dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu megi skylduaðildarfélög eins og Lögmannafélagið ekki taka pólitíska afstöðu. Það brjóti gegn tjáningar- og skoðanafrelsi félagsmanna. Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins segist leiður að heyra að einhverjir séu ósammála ályktuninni. „Ég hélt að allir lögmenn gætu verið sammála um að allir ættu að geta notið aðstoðar lögmanns. Ég hefði haldið að það væri málefni sem ætti ekki að gefa tilefni til mikilla innanfélagsdeilna,“ segir Reimar. Tilefni ályktunarinnar og fundarins í gær er niðurstaða skýrslu sem unnin var fyrir Lögmannafélagið. Í skýrslunni er fyrirkomulag réttaraðstoðar hælisleitenda harðlega gagnrýnt; endurskoða þurfi í heild sinni samning stjórnvalda við Rauða kross Íslands um talsmennsku fyrir hælisleitendur, breyta þurfi því fyrirkomulagi að hælisleitendur greiði lögmannsaðstoð úr eigin vasa óski þeir aðstoðar sjálfstætt starfandi lögmanns, meðferð gjafsóknarumsókna sé gölluð, tímafrestir til að bera synjun um alþjóðlega vernd undir dómstóla sagðir alltof stuttir og nauðsynlegt sé að tryggja frestun réttaráhrifa á meðan slík dómsmál eru í gangi. Reimar segir alla hlynnta því að fólk eigi að geta notið aðstoðar lögmanns. „Þeim mun veigameiri mál sem fólk stendur frammi fyrir því mikilvægari verður lögmannsaðstoðin. Þetta fólk stendur svo sannarlega í þeim sporum þótt það hafi ekki kosningarétt hér á landi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira