Stjörnuspá Siggu Kling – Vatnsberinn: Í hvert skipti sem þú gefur muntu fá tvöfalt tilbaka 6. október 2017 09:00 Elsku Vatnsberinn minn. Þú ert svo ólíkur fjöldanum en samt svo dásamlega þægilegur. Þú átt það til að vera dálítið stressaður og núna ertu bara búinn að vera með lokuð augun í einhvern tíma. Þú horfir fram hjá frá vandamálunum sem er samt góður hæfileiki. En þú þarft að kveikja á háu ljósunum á þessum tímapunkti og skoða vel í kringum þig. Horfast í augu við vandamálin, leggja þau að velli því núna er hárréttur tími. Þú hefur svo frjálsan og ferskan anda og elskar rómantík. Svo skoðaðu aðeins í kringum heimili þitt eða þar sem þú býrð, hefur það rómantískan blæ? Ef það hefur það ekki þá ertu að villast. Það kemur fyrir að fólk veit ekki hvað rómantík er, það getur verið kertaljós, góður ilmur eða þægilegt andrúmsloft sem endurspeglar þína orku. Venus er að ramba í kringum þig og það sem þú gerir með hjartanu mun svo sannarlega gefa þér þá útkomu sem þú óskar eftir. Það býr í þér daðurmikil persóna sem gerir þig svo einstakan. Þú getur daðrað alla upp úr skónum án þess að hafa nokkuð fyrir því, svo beindu þessari orku sérstaklega til þeirra sem geta aðstoðað þig að gera líf þitt léttara og litríkara. Að vera daðrari er einn mesti kostur sem maður hefur og það er ekkert „sexúelt“ við það, þannig að daðraðu þig beint út úr hindrunum og það mun koma þér á óvart hversu auðvelt það reynist þér. En taktu enga áhættu á því að missa stjórn á skapi þínu sama hver á í hlut, þar munt þú tapa. Þú hefur svo sterkt sjötta skilningarvit sem hefur svo margoft bjargað þér. Þú skalt nýta þér það í þeim umræðum sem þú átt eftir að að taka þátt í. Og mundu að það er mikilvægt að vingast, jafnvel við þá sem fara mest í taugarnar á þér. Þú átt eftir að sýna svo mörgum hvað þú ert rausnarlegur og gjafmildur og í hvert skipti sem þú gefur muntu fá tvöfalt tilbaka. Kannski ekki á þeim tíma eða frá þeirri persónu sem þú bjóst við, heldur mun veröldin verðlauna þig því þú ert að fara að ganga inn á verðlaunapallinn! Þú elskar fólk og októbermánuður er dásamlegur mánuður fyrir þig til að hóa saman fólki og halda veislu eins og þér einum er lagið. Í ástinni ertu munúðarfullur og verður að hafa snertingu. Ef þú ert á lausu þá skalt þú skoða blíðan elskhuga og það væri ekki verra ef hann eða hún kynni nudd. Þú ert að fara inn í rómantískan tíma sem mun standa yfir í marga mánuði og jafnvel fram á vor. Svo ef þú hefur áhuga á dásamlegu sambandi getur þú daðrað þig inn í það, vertu bara ákveðinn og gefstu ekki upp. Kveiktu á kertinu og lífinuFrægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður, Hilmar Hafsteinsson ofurfasteignasali, Rut Roberts flugfreyja hjá Icelandair, Ragnheidur Guðfinna sálfræðingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Elsku Vatnsberinn minn. Þú ert svo ólíkur fjöldanum en samt svo dásamlega þægilegur. Þú átt það til að vera dálítið stressaður og núna ertu bara búinn að vera með lokuð augun í einhvern tíma. Þú horfir fram hjá frá vandamálunum sem er samt góður hæfileiki. En þú þarft að kveikja á háu ljósunum á þessum tímapunkti og skoða vel í kringum þig. Horfast í augu við vandamálin, leggja þau að velli því núna er hárréttur tími. Þú hefur svo frjálsan og ferskan anda og elskar rómantík. Svo skoðaðu aðeins í kringum heimili þitt eða þar sem þú býrð, hefur það rómantískan blæ? Ef það hefur það ekki þá ertu að villast. Það kemur fyrir að fólk veit ekki hvað rómantík er, það getur verið kertaljós, góður ilmur eða þægilegt andrúmsloft sem endurspeglar þína orku. Venus er að ramba í kringum þig og það sem þú gerir með hjartanu mun svo sannarlega gefa þér þá útkomu sem þú óskar eftir. Það býr í þér daðurmikil persóna sem gerir þig svo einstakan. Þú getur daðrað alla upp úr skónum án þess að hafa nokkuð fyrir því, svo beindu þessari orku sérstaklega til þeirra sem geta aðstoðað þig að gera líf þitt léttara og litríkara. Að vera daðrari er einn mesti kostur sem maður hefur og það er ekkert „sexúelt“ við það, þannig að daðraðu þig beint út úr hindrunum og það mun koma þér á óvart hversu auðvelt það reynist þér. En taktu enga áhættu á því að missa stjórn á skapi þínu sama hver á í hlut, þar munt þú tapa. Þú hefur svo sterkt sjötta skilningarvit sem hefur svo margoft bjargað þér. Þú skalt nýta þér það í þeim umræðum sem þú átt eftir að að taka þátt í. Og mundu að það er mikilvægt að vingast, jafnvel við þá sem fara mest í taugarnar á þér. Þú átt eftir að sýna svo mörgum hvað þú ert rausnarlegur og gjafmildur og í hvert skipti sem þú gefur muntu fá tvöfalt tilbaka. Kannski ekki á þeim tíma eða frá þeirri persónu sem þú bjóst við, heldur mun veröldin verðlauna þig því þú ert að fara að ganga inn á verðlaunapallinn! Þú elskar fólk og októbermánuður er dásamlegur mánuður fyrir þig til að hóa saman fólki og halda veislu eins og þér einum er lagið. Í ástinni ertu munúðarfullur og verður að hafa snertingu. Ef þú ert á lausu þá skalt þú skoða blíðan elskhuga og það væri ekki verra ef hann eða hún kynni nudd. Þú ert að fara inn í rómantískan tíma sem mun standa yfir í marga mánuði og jafnvel fram á vor. Svo ef þú hefur áhuga á dásamlegu sambandi getur þú daðrað þig inn í það, vertu bara ákveðinn og gefstu ekki upp. Kveiktu á kertinu og lífinuFrægir Vatnsberar: Pacas hans Begga, Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, Halla himintungl, Clark Gable leikari, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi, Yoko Ono, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Katrín Jakobsdóttir þingkona, Hilmir Snær Guðnason leikari, Rikka sjónvarpskona, María Ólafsdóttir Júróvisjónstjarna, Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kastljóss, Gunna Dís útvarpskona, Höddi Magg, Andrea Róberts mannauður, Hilmar Hafsteinsson ofurfasteignasali, Rut Roberts flugfreyja hjá Icelandair, Ragnheidur Guðfinna sálfræðingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira