Polanski tjáði sig um nauðgunarmálið: „Hvað varðar það sem ég gerði, því er lokið og ég gekkst við sök“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 18:05 Pólski leikstjórinn flúði til Parísar í Frakklandi þegar hann fékk upplýsingar um það að dómarinn í málinu íhugaði að dæma hann til fimmtíu ára fangelsisvistar. Vísir/Getty Pólski leikstjórinn Roman Polanski tjáði sig um nauðgunardóminn, sem hann hlaut í Bandaríkjunum fyrir fjörutíu árum, á kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss fyrr í dag. Polanski var handtekinn og sakaður um að nauðga hinni þrettán ára gömlu Samantha Geimer árið 1977. Polanski gekkst við því að hafa haft samræði við barn undir lögaldri, en flúði til Parísar í Frakklandi þegar hann fékk upplýsingar um það að dómarinn í málinu íhugaði að dæma hann til fimmtíu ára fangelsisvistar. „Eins og þið vitið, þá hefur Samantha Geimer farið fram á að þessu máli verði í lokið í rúmlega 30 ár. En mér þykir fyrir því að dómararnir sem hafa verið með málið á sínum höndum í fjörutíu ár séu spilltir og verndi hvorn annan. Kannski kemur að því að einn þeirra hætti því,“ sagði Polanski við The Hollywood Reporter. „Hvað varðar það sem ég gerði, því er lokið og ég gekkst við sök. Ég fór í fangelsi. Ég fór aftur til Bandaríkjanna til að sitja af mér. Fólk gleymir því, eða veit ekki af því,“ sagði Polanski og segist hafa setið mun lengur í fangelsi en honum var lofað þegar hann gekkst við brotinu. Í janúar síðastliðnum bárust fréttir af því að Polanski hefði ákveðið að stíga til hliðar sem formaður dómnefndar César-verðlaunahátíðarinnar í Frakklandi vegna boðaðra mótmæla sem áttu að beinast gegn veru hans þar. Polanski hefur farið fram á að málinu verði lokið í Bandaríkjunum og dæmt í því án þess að hann verði viðstaddur réttarhöldin. Tvær konur til viðbótar hafa sakað hann um kynferðisbrot, en nýlegasta dæmið er kona sem steig fram í ágúst síðastliðnum og sagðist ætla að bera vitni ef réttað yrði aftur yfir Polanski vegna Geimer-málsins. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Pólski leikstjórinn Roman Polanski tjáði sig um nauðgunardóminn, sem hann hlaut í Bandaríkjunum fyrir fjörutíu árum, á kvikmyndahátíðinni í Zurich í Sviss fyrr í dag. Polanski var handtekinn og sakaður um að nauðga hinni þrettán ára gömlu Samantha Geimer árið 1977. Polanski gekkst við því að hafa haft samræði við barn undir lögaldri, en flúði til Parísar í Frakklandi þegar hann fékk upplýsingar um það að dómarinn í málinu íhugaði að dæma hann til fimmtíu ára fangelsisvistar. „Eins og þið vitið, þá hefur Samantha Geimer farið fram á að þessu máli verði í lokið í rúmlega 30 ár. En mér þykir fyrir því að dómararnir sem hafa verið með málið á sínum höndum í fjörutíu ár séu spilltir og verndi hvorn annan. Kannski kemur að því að einn þeirra hætti því,“ sagði Polanski við The Hollywood Reporter. „Hvað varðar það sem ég gerði, því er lokið og ég gekkst við sök. Ég fór í fangelsi. Ég fór aftur til Bandaríkjanna til að sitja af mér. Fólk gleymir því, eða veit ekki af því,“ sagði Polanski og segist hafa setið mun lengur í fangelsi en honum var lofað þegar hann gekkst við brotinu. Í janúar síðastliðnum bárust fréttir af því að Polanski hefði ákveðið að stíga til hliðar sem formaður dómnefndar César-verðlaunahátíðarinnar í Frakklandi vegna boðaðra mótmæla sem áttu að beinast gegn veru hans þar. Polanski hefur farið fram á að málinu verði lokið í Bandaríkjunum og dæmt í því án þess að hann verði viðstaddur réttarhöldin. Tvær konur til viðbótar hafa sakað hann um kynferðisbrot, en nýlegasta dæmið er kona sem steig fram í ágúst síðastliðnum og sagðist ætla að bera vitni ef réttað yrði aftur yfir Polanski vegna Geimer-málsins.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira