Lífið

Sjáðu atriðin sem komust áfram: Kvennakór og víkingar slógu í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þátturinn í gærkvöldið heppnaðist mjög vel.
Þátturinn í gærkvöldið heppnaðist mjög vel. Myndir/daníel þór
Kórar Íslands voru á dagskrá Stöðvar 2 í beinni útsendingu í gærkvöldi og komust tveir kórar áfram í undanúrslitin.

Alls tóku fjórir kórar þátt og var það Rokkkór Íslands, Söngsveitin Víkingar, Kvennakór Reykjavíkur og Kór Keflavíkurkirkju.

Svo fór að Söngsveitin Víkingar komst áfram eftir símakosningu og dómnefndin valdi Kvennakór Reykjavíkur áfram.

Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna og dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. 

Hér að neðan má sjá flutning kórana  sem komust áfram.

Söngsveitin Víkingar tók lagið Söknuður eftir Vilhjálm Vilhjálmsson. 



Kvennakór Reykjavíkur flutti verkið Éjszaka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×