Stormurinn fikrar sig nú norður Flórídaskaga en hann var flokkaður sem fjórða stigs fellibylur þegar hann gekk á land í Florida Keys í gær. Tveir eru sagðir hafa farist í ríkinu af völdum Irmu.
Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna segir að meðalvindhraðinn í Irmu mælist nú rétt rúmir 30 m/s. Mesta hættan nú sé af völdum sjávarflóða, sérstaklega á háflóði. Þannig gæti flóðið náð í fjögurra og hálfs metra hæð á Tampa-svæðinu um miðja vesturströnd Flórída.
Fylgst verður með nýjustu tíðindum af þróun Irmu og áhrifum hennar á Vísi í dag.