Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2017 19:30 Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ágústa Baldvinsdóttir frá þeirri raun að þurfa að bíða eftir mjaðmaliðaaðgerð en biðin er átta til fjórtán mánuðir á Landspítalanum. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð," sagði Ágústa meðal annars í gær. En Ágústa er lánsöm. Hún segir góðhjartaðan mann hafa boðist til að borga fyrir hana aðgerð á Klíníkinni en aðgerðin kostar ríflega milljón, eða nákvæmlega 1.158.462 krónur. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Embættis Landlæknis að framkvæma allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir en sjúklingar þurfa að liggja inni eftir aðgerðina. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi til að fá slíkt leyfi. Tvær liðskiptaaðgerðir hafa verið gerðar og fimm aðgerðir eru fyrirhugaðar í næstu viku. Svo verða aðgerðir framkvæmdar eftir þörf. „Það er mikil þörf í samfélaginu og margir örvæntingarfullir og eiga erfitt með að fá svör um hvenær er komið að þeim. Það sem ég heyri frá sjúklingum eru mismunandi svör, átta til fjórtán mánuðir," segir Hjálmar Þorsteinsson bæklunarskurðlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkarinnar. Í dag geta sjúklingar sótt rétt sinn samkvæmt Evróputilskipun, ef biðtíminn er óeðlilega langur, og farið til útlanda, til dæmis Svíþjoðar í aðgerð. Síðan fengið endurgreiddan kostnaðinn frá Sjúkratryggingum Íslands. Hjálmar segir endurgreiðsluna vera um það bil helmingi hærri en kostnaðinn við aðgerðina hjá Klíníkinni. Fyrir utan það að það sé ekki á færi allra sjúklinga að leggja á sig slíkt ferðalag. „Öll önnur lönd hafa leyst þennan vanda með því að skapa þjónustusamninga innanlands til að tryggja að sjúklingar komist að innan eðlilegs biðtíma í heilbrigðiskerfinu. Til að grípa einstaklinginn ef biðtíminn er orðinn óeðiliega langur. Ef það er eðlilegur biðtími þá er ekki þörf fyrir þjónustusamninginn en við erum þar í dag," segir hann. Komið hefur fram að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sé nú að skoða hvort það verði gerður þjónustusamningur við Klíníkina, það er, hvort sjúkratryggingar greiði niður kostnað sjúklinga. En eins og staðan er í dag þá hefur íslenskt heilbrigðiskerfi færst nær tvöföldu kerfi - þeir sem geta reitt fram háar fjárhæðir komast strax í aðgerð á meðan aðrir þurfi að bíða í ár. „Það er að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun að tryggja jafnt aðgengi. Ein mikilvægustu gæði einstaklingsins er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það er brotalöm í dag í kerfinu. Við þurfum að hjálpast að. Við erum engir andstæðingar kerfisins á nokkurn hátt. Við viljum vera með og hjálpa til því þörfin er til staðar," segir Hjálmar. Ekki náðist í stjórnendur Landspítalans við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ágústa Baldvinsdóttir frá þeirri raun að þurfa að bíða eftir mjaðmaliðaaðgerð en biðin er átta til fjórtán mánuðir á Landspítalanum. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð," sagði Ágústa meðal annars í gær. En Ágústa er lánsöm. Hún segir góðhjartaðan mann hafa boðist til að borga fyrir hana aðgerð á Klíníkinni en aðgerðin kostar ríflega milljón, eða nákvæmlega 1.158.462 krónur. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Embættis Landlæknis að framkvæma allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir en sjúklingar þurfa að liggja inni eftir aðgerðina. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi til að fá slíkt leyfi. Tvær liðskiptaaðgerðir hafa verið gerðar og fimm aðgerðir eru fyrirhugaðar í næstu viku. Svo verða aðgerðir framkvæmdar eftir þörf. „Það er mikil þörf í samfélaginu og margir örvæntingarfullir og eiga erfitt með að fá svör um hvenær er komið að þeim. Það sem ég heyri frá sjúklingum eru mismunandi svör, átta til fjórtán mánuðir," segir Hjálmar Þorsteinsson bæklunarskurðlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkarinnar. Í dag geta sjúklingar sótt rétt sinn samkvæmt Evróputilskipun, ef biðtíminn er óeðlilega langur, og farið til útlanda, til dæmis Svíþjoðar í aðgerð. Síðan fengið endurgreiddan kostnaðinn frá Sjúkratryggingum Íslands. Hjálmar segir endurgreiðsluna vera um það bil helmingi hærri en kostnaðinn við aðgerðina hjá Klíníkinni. Fyrir utan það að það sé ekki á færi allra sjúklinga að leggja á sig slíkt ferðalag. „Öll önnur lönd hafa leyst þennan vanda með því að skapa þjónustusamninga innanlands til að tryggja að sjúklingar komist að innan eðlilegs biðtíma í heilbrigðiskerfinu. Til að grípa einstaklinginn ef biðtíminn er orðinn óeðiliega langur. Ef það er eðlilegur biðtími þá er ekki þörf fyrir þjónustusamninginn en við erum þar í dag," segir hann. Komið hefur fram að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sé nú að skoða hvort það verði gerður þjónustusamningur við Klíníkina, það er, hvort sjúkratryggingar greiði niður kostnað sjúklinga. En eins og staðan er í dag þá hefur íslenskt heilbrigðiskerfi færst nær tvöföldu kerfi - þeir sem geta reitt fram háar fjárhæðir komast strax í aðgerð á meðan aðrir þurfi að bíða í ár. „Það er að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun að tryggja jafnt aðgengi. Ein mikilvægustu gæði einstaklingsins er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það er brotalöm í dag í kerfinu. Við þurfum að hjálpast að. Við erum engir andstæðingar kerfisins á nokkurn hátt. Við viljum vera með og hjálpa til því þörfin er til staðar," segir Hjálmar. Ekki náðist í stjórnendur Landspítalans við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48
LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00