Fyrstu bæklunaraðgerðirnar á einkastofu framkvæmdar fyrir 1,2 milljón króna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. mars 2017 19:30 Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ágústa Baldvinsdóttir frá þeirri raun að þurfa að bíða eftir mjaðmaliðaaðgerð en biðin er átta til fjórtán mánuðir á Landspítalanum. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð," sagði Ágústa meðal annars í gær. En Ágústa er lánsöm. Hún segir góðhjartaðan mann hafa boðist til að borga fyrir hana aðgerð á Klíníkinni en aðgerðin kostar ríflega milljón, eða nákvæmlega 1.158.462 krónur. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Embættis Landlæknis að framkvæma allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir en sjúklingar þurfa að liggja inni eftir aðgerðina. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi til að fá slíkt leyfi. Tvær liðskiptaaðgerðir hafa verið gerðar og fimm aðgerðir eru fyrirhugaðar í næstu viku. Svo verða aðgerðir framkvæmdar eftir þörf. „Það er mikil þörf í samfélaginu og margir örvæntingarfullir og eiga erfitt með að fá svör um hvenær er komið að þeim. Það sem ég heyri frá sjúklingum eru mismunandi svör, átta til fjórtán mánuðir," segir Hjálmar Þorsteinsson bæklunarskurðlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkarinnar. Í dag geta sjúklingar sótt rétt sinn samkvæmt Evróputilskipun, ef biðtíminn er óeðlilega langur, og farið til útlanda, til dæmis Svíþjoðar í aðgerð. Síðan fengið endurgreiddan kostnaðinn frá Sjúkratryggingum Íslands. Hjálmar segir endurgreiðsluna vera um það bil helmingi hærri en kostnaðinn við aðgerðina hjá Klíníkinni. Fyrir utan það að það sé ekki á færi allra sjúklinga að leggja á sig slíkt ferðalag. „Öll önnur lönd hafa leyst þennan vanda með því að skapa þjónustusamninga innanlands til að tryggja að sjúklingar komist að innan eðlilegs biðtíma í heilbrigðiskerfinu. Til að grípa einstaklinginn ef biðtíminn er orðinn óeðiliega langur. Ef það er eðlilegur biðtími þá er ekki þörf fyrir þjónustusamninginn en við erum þar í dag," segir hann. Komið hefur fram að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sé nú að skoða hvort það verði gerður þjónustusamningur við Klíníkina, það er, hvort sjúkratryggingar greiði niður kostnað sjúklinga. En eins og staðan er í dag þá hefur íslenskt heilbrigðiskerfi færst nær tvöföldu kerfi - þeir sem geta reitt fram háar fjárhæðir komast strax í aðgerð á meðan aðrir þurfi að bíða í ár. „Það er að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun að tryggja jafnt aðgengi. Ein mikilvægustu gæði einstaklingsins er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það er brotalöm í dag í kerfinu. Við þurfum að hjálpast að. Við erum engir andstæðingar kerfisins á nokkurn hátt. Við viljum vera með og hjálpa til því þörfin er til staðar," segir Hjálmar. Ekki náðist í stjórnendur Landspítalans við vinnslu fréttarinnar. Tengdar fréttir Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 í gær sagði Ágústa Baldvinsdóttir frá þeirri raun að þurfa að bíða eftir mjaðmaliðaaðgerð en biðin er átta til fjórtán mánuðir á Landspítalanum. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð," sagði Ágústa meðal annars í gær. En Ágústa er lánsöm. Hún segir góðhjartaðan mann hafa boðist til að borga fyrir hana aðgerð á Klíníkinni en aðgerðin kostar ríflega milljón, eða nákvæmlega 1.158.462 krónur. Um miðjan janúar fékk Klíníkin leyfi Embættis Landlæknis að framkvæma allar stærri aðgerðir sem ekki krefjast innlagnar á gjörgæslu, meðal annars bæklunaraðgerðir en sjúklingar þurfa að liggja inni eftir aðgerðina. Klíníkin er fyrsta einkastofan hér á landi til að fá slíkt leyfi. Tvær liðskiptaaðgerðir hafa verið gerðar og fimm aðgerðir eru fyrirhugaðar í næstu viku. Svo verða aðgerðir framkvæmdar eftir þörf. „Það er mikil þörf í samfélaginu og margir örvæntingarfullir og eiga erfitt með að fá svör um hvenær er komið að þeim. Það sem ég heyri frá sjúklingum eru mismunandi svör, átta til fjórtán mánuðir," segir Hjálmar Þorsteinsson bæklunarskurðlæknir og framkvæmdastjóri Klíníkarinnar. Í dag geta sjúklingar sótt rétt sinn samkvæmt Evróputilskipun, ef biðtíminn er óeðlilega langur, og farið til útlanda, til dæmis Svíþjoðar í aðgerð. Síðan fengið endurgreiddan kostnaðinn frá Sjúkratryggingum Íslands. Hjálmar segir endurgreiðsluna vera um það bil helmingi hærri en kostnaðinn við aðgerðina hjá Klíníkinni. Fyrir utan það að það sé ekki á færi allra sjúklinga að leggja á sig slíkt ferðalag. „Öll önnur lönd hafa leyst þennan vanda með því að skapa þjónustusamninga innanlands til að tryggja að sjúklingar komist að innan eðlilegs biðtíma í heilbrigðiskerfinu. Til að grípa einstaklinginn ef biðtíminn er orðinn óeðiliega langur. Ef það er eðlilegur biðtími þá er ekki þörf fyrir þjónustusamninginn en við erum þar í dag," segir hann. Komið hefur fram að Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sé nú að skoða hvort það verði gerður þjónustusamningur við Klíníkina, það er, hvort sjúkratryggingar greiði niður kostnað sjúklinga. En eins og staðan er í dag þá hefur íslenskt heilbrigðiskerfi færst nær tvöföldu kerfi - þeir sem geta reitt fram háar fjárhæðir komast strax í aðgerð á meðan aðrir þurfi að bíða í ár. „Það er að sjálfsögðu pólitísk ákvörðun að tryggja jafnt aðgengi. Ein mikilvægustu gæði einstaklingsins er öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Það er brotalöm í dag í kerfinu. Við þurfum að hjálpast að. Við erum engir andstæðingar kerfisins á nokkurn hátt. Við viljum vera með og hjálpa til því þörfin er til staðar," segir Hjálmar. Ekki náðist í stjórnendur Landspítalans við vinnslu fréttarinnar.
Tengdar fréttir Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48 LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Kona á áttræðisaldri sem er hætt að geta hreyft sig og sofið vegna verkja í mjöðm segir sorglegt hvernig komið er fram við eldra fólk á Íslandi. 4. mars 2017 18:48
LSH, Klíníkin og samkeppni Um og eftir síðustu aldamót stóðu stjórnmálamenn fyrir umfangsmiklum breytingum á heilbrigðiskerfinu. 27. febrúar 2017 08:00