Enski boltinn

Myndbandadómarar prófaðir í leik Arsenal og Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þetta gæti orðið algeng sjón í enska boltanum.
Þetta gæti orðið algeng sjón í enska boltanum. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildin undirbýr nú að innleiða myndbandadómgæslu hjá sér en í því skyni hefur verið ákveðið að prófa aðferðina í báðum leikjum Arsenal og Chelsea í enska deildabikarnum í janúar.

Þetta er í fyrsta sinn sem að þessi tækni er notuð í mótsleik á Englandi en hún er nú þegar notuð í efstu deildum á Ítalíu og Þýskalandi.

Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur þegar sagt að hann vonist til þess að myndbandadómarar verði við störf á HM í Rússlandi næsta sumar.

Áðurnefndir leikir í undanúrslitum deildabikarsins fara fram 10. og 24. janúar. Í hinni undanúrslitarimmunni eigast við Manchester City og Bristol City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×