Innlent

Búið að opna Reykjanesbraut á ný

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tölverð umferðarteppa er á svæðinu.
Tölverð umferðarteppa er á svæðinu. Aðsend
Uppfært kl. 8:40. 

Að sögn talsmanns umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er búið að opna aftur fyrir umferð á Reykjanesbraut.

Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan

Reykjanesbraut við Krýsuvíkurveg hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Fram kemur í skeyti lögreglunnar að búast megi við lokun í „einhvern tíma.“ Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir um málið að svo stöddu.

Að sögn ökumanns sem ók um Reykjanesbraut nú í morgun er tölverð umferðarteppa á svæðinu.  Sjónarvottur segir að líklega hafi verið um þriggja bíla árekstur að ræða. Einn bílanna sé mjög illa farinn. Tveir eru taldir hafa slasast en hversu alvarlega liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Litlu síðar varð síðan annað slys vestar á brautinni, þar mun einn hafa slasast.  

Hvað aðra vegi á landinu varðar segir Vegagerðin:

Hálkublettir eða hálka er á vegum á Suðurlandi en víða er þó orðið greiðfært.

Hálka og snjóþekja er á Vesturlandi og flughálka er í Þverárhlíð í Borgarfirði.

Snjóþekja er víða á Vestfjörðum. Þæfingur er í Ísafjarðardjúpi, á Þröskuldum og á Klettshálsi en flughálka á Innstrandavegi og á Raknadalshlíð. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðum.

Það er víða snjóþekja á vegum á Norðurlandi og snjókoma eða éljagangur austan Eyjafjarðar. Þæfingur er á Öræfunum.

Snjóþekja eða hálka er á köflum á Austurlandi en hálka eða hálkublettir með Suð-austurströndinni en þó er mikið orðið autt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×