Draumurinn að fríbúðir skjóti upp kollinum um alla borg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. september 2024 21:01 Ilmur dögg vonar að fleiri fríbúðir skjóti upp kollinum. Vísir/Bjarni Loftvifta, fondúpottur, rifjárn og kertalukt er meðal þess sem finna má í nýrri fríbúð í Bókasafninu Gerðubergi. Búðin verður opin næsta árið og býðst fólki að koma með dót sem það er hætt að nota og taka það sem því sýnist. Fríbúðin opnaði á miðvikudag og það hefur verið stöðugur straumur af nýju dóti í hillurnar. Gerðuberg fékk svolítið af dóti frá Sorpu til að koma hlutunum af stað en síðan hefur öllu verið skipt út fyrir nýtt, sem gestir bókasafnsins hafa komið með. „Sumir eiga svo mikið, eru kannski að minnka við sig húsnæði og þurfa að koma þessu á einhvern stað og vilja vita að hlutirnir fari í hendurnar á einhverjum öðrum. Svo eru aðrir að stofna heimili og vantar fullt af hlutum. Þannig að þau koma kannski og sækja meira á meðan aðrir koma með meira í búðina,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Meðal þess sem má finna í fríbúðinni er loftvifta, garn, ýmiskonar borðbúnaður, lampar og leikföng. Og svo fondúpottur og neon-appelsínugult stell. „Stundum kaupum við eitthvað og notum það bara einu sinni. Það er því tilvalið fyrir einhvern, sem er að fara að halda veislu með appelsínugult þema að koma hingað og sækja borðbúnaðinn. Svo er hægt að skila honum aftur í fríbúðina þegar partýið er búið,“ segir Ilmur. „Það sem er svo skemmtilegt er að þú kemur hingað og sérð hluti frá öllum tímabilum. Þetta er oft smá ferðalag aftur í tímann. Við sjáum gamla stellið frá ömmu og afa og teskeiðar barnæskunnar.“ Hún vonar að fleiri sjái sér leik á borði og opni „verslun“ sem þessa. „Það er draumurinn að þetta verði hluti af innviðum borgarinnar og að fríbúðir opni víða því við vitum að það er nóg til af dóti. Ég sé fyrir mér að í sundlaugunum gæti verið fríbúð með sundskýlur og handklæði, þau eru örugglega að drukkna í því.“ Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Fríbúðin opnaði á miðvikudag og það hefur verið stöðugur straumur af nýju dóti í hillurnar. Gerðuberg fékk svolítið af dóti frá Sorpu til að koma hlutunum af stað en síðan hefur öllu verið skipt út fyrir nýtt, sem gestir bókasafnsins hafa komið með. „Sumir eiga svo mikið, eru kannski að minnka við sig húsnæði og þurfa að koma þessu á einhvern stað og vilja vita að hlutirnir fari í hendurnar á einhverjum öðrum. Svo eru aðrir að stofna heimili og vantar fullt af hlutum. Þannig að þau koma kannski og sækja meira á meðan aðrir koma með meira í búðina,“ segir Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi. Meðal þess sem má finna í fríbúðinni er loftvifta, garn, ýmiskonar borðbúnaður, lampar og leikföng. Og svo fondúpottur og neon-appelsínugult stell. „Stundum kaupum við eitthvað og notum það bara einu sinni. Það er því tilvalið fyrir einhvern, sem er að fara að halda veislu með appelsínugult þema að koma hingað og sækja borðbúnaðinn. Svo er hægt að skila honum aftur í fríbúðina þegar partýið er búið,“ segir Ilmur. „Það sem er svo skemmtilegt er að þú kemur hingað og sérð hluti frá öllum tímabilum. Þetta er oft smá ferðalag aftur í tímann. Við sjáum gamla stellið frá ömmu og afa og teskeiðar barnæskunnar.“ Hún vonar að fleiri sjái sér leik á borði og opni „verslun“ sem þessa. „Það er draumurinn að þetta verði hluti af innviðum borgarinnar og að fríbúðir opni víða því við vitum að það er nóg til af dóti. Ég sé fyrir mér að í sundlaugunum gæti verið fríbúð með sundskýlur og handklæði, þau eru örugglega að drukkna í því.“
Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira