Ófullkomnar varir og engar krullur Ritstjórn skrifar 22. desember 2017 20:00 Þóra Valdimars er tískuritsjóri Costume. Glamour/Getty Þóra Valdimarsdóttir er íslenskum tískuunnendum nokkuð kunn en hún starfar sem tískuritstjóri danska tímaritsins Costume. Þóra er því með puttana á púlsinum þegar kemur að fötum og tísku en hvað veit hún um förðun? Glamour fékk að forvitnast aðeins um snyrtibuddu Þóru - og hvað er mest áberandi þennan veturinn þegar kemur að förðun og fegurð. 1. Áttu þér uppáhalds förðunartrend að þessu sinni? Ég elska ,,dewy skin”! Nóg af fallegum glans svo húðin líti út fyrir að vera skínandi fersk og heilbrigð.2. Hvaða sýning veitti þér mestan innblástur?Ég er frekar fyrir „minna er meira“ varðandi förðun en ég elska hárið hjá Oscar De La Renta, þar sem það var glansandi og haft í föstu tagli.3. Hvað telur þú verði mest áberandi í förðun fyrir veturinn?Að það megi alveg sjást að það hafi verið haft aðeins fyrir hárinu. Maður má alveg líta út eins og maður hafi farið í blástur.4. Hver er þín uppáhalds snyrtivara fyrir þennan árstíma?Ég elska Giorgio Armani Maestro Fusion farðann. Það er smá olía í honum sem gerir húðina alveg æðislega.5. Hvaða trend ertu tilbúin að kveðja að þessu sinni?Ég er alveg búin að kveðja krullur. Ekki af því mér finnst þær ekki flottar heldur af því hárið á mér er svo rennislétt frá náttúrunnar hendi að liðir eða krullur verða aldrei fallegar í mínu hári.6. Hvað sjáum við nýtt í heimi förðunar og hárs fyrir veturinn?Fullkomlega ófullkominn varalit eins og hjá Giambattista Valli. Ég myndi kannski sjálf hafa varalitinn aðeins minna áberandi en finnst fallegt að hafa smá glans á vörunum. Og svo alveg slétt hár. Loksins er ég í tísku!7.Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að fegurð?Carolyn Murphy er algjör fyrirmynd. Hún er svo falleg og náttúruleg. 8. Hvað ber mest að hafa í huga þegar að það kemur að förðun í vetur?Húðin verðu oft rosalega þurr á veturna, þannig að það getur verið gott að skipta um andlitskrem og nota krem fyrir þurra húð og nota jafnvel serum líka. Einnig að hafa í huga að fjárfesta í ljósari farða þar sem húðin er yfirlett dekkri sumrin eftir sólina og ljósari á veturna. Það er ekkert verra augljós skil á húðinni út af of dökkum farða.9. Hvaða snyrtivöru kaupir þú aftur og aftur?Ég dýrka FACESTUDIO MASTER STROBING STICK ILLUMINATING HIGHLIGHTER frá Maybelline. 10. Þreytist þín hár og förðunarrútína á veturna?Ég legg meiri áherslu á húðina og þarf að hafa aðeins meira fyrir því að ná þessari fallegu nátturlegu áferð sem kemur svolítið af sjálfu sér á sumrin.11. Hvert er þitt uppáhalds naglalakk fyrir þennan árstíma?Litirnir sem eru í uppáhaldi hjá mér á haustin og veturna eru vínrauður, svartur og klassíski rauði liturinn. Passa við allt og öll tilefni. Bling(ed) A post shared by FASHION DIRECTOR @COSTUMEDK (@thora_valdimars) on Nov 15, 2017 at 12:10pm PST Mest lesið Lady Gaga fær ekki nóg af stuttum stuttbuxum Glamour Strákarnir okkar lesa líka Glamour Glamour Skyrtunni skipt út Glamour Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour Svona verslar þú á útsölum Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Ljóti skórinn sem slær öllum öðrum við Glamour Allt sem er grænt, grænt Glamour "Ég er kallaður tískuterroristinn“ Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour
Þóra Valdimarsdóttir er íslenskum tískuunnendum nokkuð kunn en hún starfar sem tískuritstjóri danska tímaritsins Costume. Þóra er því með puttana á púlsinum þegar kemur að fötum og tísku en hvað veit hún um förðun? Glamour fékk að forvitnast aðeins um snyrtibuddu Þóru - og hvað er mest áberandi þennan veturinn þegar kemur að förðun og fegurð. 1. Áttu þér uppáhalds förðunartrend að þessu sinni? Ég elska ,,dewy skin”! Nóg af fallegum glans svo húðin líti út fyrir að vera skínandi fersk og heilbrigð.2. Hvaða sýning veitti þér mestan innblástur?Ég er frekar fyrir „minna er meira“ varðandi förðun en ég elska hárið hjá Oscar De La Renta, þar sem það var glansandi og haft í föstu tagli.3. Hvað telur þú verði mest áberandi í förðun fyrir veturinn?Að það megi alveg sjást að það hafi verið haft aðeins fyrir hárinu. Maður má alveg líta út eins og maður hafi farið í blástur.4. Hver er þín uppáhalds snyrtivara fyrir þennan árstíma?Ég elska Giorgio Armani Maestro Fusion farðann. Það er smá olía í honum sem gerir húðina alveg æðislega.5. Hvaða trend ertu tilbúin að kveðja að þessu sinni?Ég er alveg búin að kveðja krullur. Ekki af því mér finnst þær ekki flottar heldur af því hárið á mér er svo rennislétt frá náttúrunnar hendi að liðir eða krullur verða aldrei fallegar í mínu hári.6. Hvað sjáum við nýtt í heimi förðunar og hárs fyrir veturinn?Fullkomlega ófullkominn varalit eins og hjá Giambattista Valli. Ég myndi kannski sjálf hafa varalitinn aðeins minna áberandi en finnst fallegt að hafa smá glans á vörunum. Og svo alveg slétt hár. Loksins er ég í tísku!7.Áttu þér fyrirmynd þegar kemur að fegurð?Carolyn Murphy er algjör fyrirmynd. Hún er svo falleg og náttúruleg. 8. Hvað ber mest að hafa í huga þegar að það kemur að förðun í vetur?Húðin verðu oft rosalega þurr á veturna, þannig að það getur verið gott að skipta um andlitskrem og nota krem fyrir þurra húð og nota jafnvel serum líka. Einnig að hafa í huga að fjárfesta í ljósari farða þar sem húðin er yfirlett dekkri sumrin eftir sólina og ljósari á veturna. Það er ekkert verra augljós skil á húðinni út af of dökkum farða.9. Hvaða snyrtivöru kaupir þú aftur og aftur?Ég dýrka FACESTUDIO MASTER STROBING STICK ILLUMINATING HIGHLIGHTER frá Maybelline. 10. Þreytist þín hár og förðunarrútína á veturna?Ég legg meiri áherslu á húðina og þarf að hafa aðeins meira fyrir því að ná þessari fallegu nátturlegu áferð sem kemur svolítið af sjálfu sér á sumrin.11. Hvert er þitt uppáhalds naglalakk fyrir þennan árstíma?Litirnir sem eru í uppáhaldi hjá mér á haustin og veturna eru vínrauður, svartur og klassíski rauði liturinn. Passa við allt og öll tilefni. Bling(ed) A post shared by FASHION DIRECTOR @COSTUMEDK (@thora_valdimars) on Nov 15, 2017 at 12:10pm PST
Mest lesið Lady Gaga fær ekki nóg af stuttum stuttbuxum Glamour Strákarnir okkar lesa líka Glamour Glamour Skyrtunni skipt út Glamour Mariah Carey gerir sitt öfundsverða líf að opinni bók Glamour Svona verslar þú á útsölum Glamour Kim verður Kleópatra Glamour Ljóti skórinn sem slær öllum öðrum við Glamour Allt sem er grænt, grænt Glamour "Ég er kallaður tískuterroristinn“ Glamour Cher er nýtt andlit Marc Jacobs Glamour