Oss börn eru fædd Guðjón S. Brjánsson skrifar 22. desember 2017 07:00 Það er við hæfi nú fyrir jólahátíðina, sem oft er líka nefnd fæðingarhátíð frelsarans, að vekja athygli á aðbúnaði fæðandi kvenna á Íslandi. Að mörgu leyti eru aðstæður framúrskarandi á alþjóðlega vísu. Við eigum vel þjálfað fagfólk og mæðra- og ungbarnavernd almennt vel skipulögð. Frávikin er þó sláandi. Konur á landsbyggðinni búa við mjög skerta þjónustu að þessu leyti. Undanhaldið hefur verið stöðugt og enginn viðsnúningur í augsýn. Í nokkrum byggðarlögum er enga ljósmæðraþjónustu að hafa og meðgöngueftirlit veitt með afbrigðum. Einungis þrjár heilbrigðisstofnanir í landinu hafa nú viðbúnað til að bregðast við bráða keisaraskurðum. Þessar aðstæður eru ekki upp komnar vegna stefnu stjórnvalda, heldur miklu fremur stefnuleysis. Samfellt fjársvelti hefur knúið heilbrigðisstofnanir til margháttaðra þjónustuskerðinga. Umgjörðin hefur veikst og ekkert komið í staðinn. Ung kona á Patreksfirði, í Vestmannaeyjum eða í Neskaupstað sem þarf eftirlit á meðgöngu gengst undir mikið aukalegt álag. Hún þarf að taka sig upp og flytjast að heiman, jafnvel nokkrum vikum fyrir fæðingu, og dvelja fjarri heimabyggð. Og það er ekki bara um að ræða hina fæðandi konu. Hluti fjölskyldunnar er líka makinn og jafnvel annað ungt barn sem mikilvægt er að fái að taka þátt í þessum einstaka viðburði, þegar nýtt barn kemur í heiminn. Þegar komið er á væntanlegan fæðingarstað tekur síðan ekki við neinn formlegur viðbúnaður og eins víst að dyr séu lokaðar þegar koma þarf fjölskyldunni fyrir, að það fari fyrir þeim líkt og Jósep og Maríu forðum. Lítill fjárhagslegur stuðningur er í boði. Um leið og krafa íbúanna er sú að góð mæðraþjónusta sé veitt í nærsamfélaginu, þá er líka nauðsynlegt að fjölskyldur sem þurfa að dvelja fjarri heimahögum í tengslum við fæðingu og aðra heilbrigðisþjónustu búi við sæmilega aðstöðu og þeim verði gert það fjárhagslega kleift. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ný heilbrigðisstefna verður að taka mið af þessum þörfum. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er við hæfi nú fyrir jólahátíðina, sem oft er líka nefnd fæðingarhátíð frelsarans, að vekja athygli á aðbúnaði fæðandi kvenna á Íslandi. Að mörgu leyti eru aðstæður framúrskarandi á alþjóðlega vísu. Við eigum vel þjálfað fagfólk og mæðra- og ungbarnavernd almennt vel skipulögð. Frávikin er þó sláandi. Konur á landsbyggðinni búa við mjög skerta þjónustu að þessu leyti. Undanhaldið hefur verið stöðugt og enginn viðsnúningur í augsýn. Í nokkrum byggðarlögum er enga ljósmæðraþjónustu að hafa og meðgöngueftirlit veitt með afbrigðum. Einungis þrjár heilbrigðisstofnanir í landinu hafa nú viðbúnað til að bregðast við bráða keisaraskurðum. Þessar aðstæður eru ekki upp komnar vegna stefnu stjórnvalda, heldur miklu fremur stefnuleysis. Samfellt fjársvelti hefur knúið heilbrigðisstofnanir til margháttaðra þjónustuskerðinga. Umgjörðin hefur veikst og ekkert komið í staðinn. Ung kona á Patreksfirði, í Vestmannaeyjum eða í Neskaupstað sem þarf eftirlit á meðgöngu gengst undir mikið aukalegt álag. Hún þarf að taka sig upp og flytjast að heiman, jafnvel nokkrum vikum fyrir fæðingu, og dvelja fjarri heimabyggð. Og það er ekki bara um að ræða hina fæðandi konu. Hluti fjölskyldunnar er líka makinn og jafnvel annað ungt barn sem mikilvægt er að fái að taka þátt í þessum einstaka viðburði, þegar nýtt barn kemur í heiminn. Þegar komið er á væntanlegan fæðingarstað tekur síðan ekki við neinn formlegur viðbúnaður og eins víst að dyr séu lokaðar þegar koma þarf fjölskyldunni fyrir, að það fari fyrir þeim líkt og Jósep og Maríu forðum. Lítill fjárhagslegur stuðningur er í boði. Um leið og krafa íbúanna er sú að góð mæðraþjónusta sé veitt í nærsamfélaginu, þá er líka nauðsynlegt að fjölskyldur sem þurfa að dvelja fjarri heimahögum í tengslum við fæðingu og aðra heilbrigðisþjónustu búi við sæmilega aðstöðu og þeim verði gert það fjárhagslega kleift. Stjórnvöld þurfa að bregðast við og ný heilbrigðisstefna verður að taka mið af þessum þörfum. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar