Lífið

Prumpuslímið var sniðugasta gjöfin

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Ester María hjálpaði til að skreyta fyrir jólin bæði úti og inni. Hér er hún með skraut sem hún gerði sjálf.
Ester María hjálpaði til að skreyta fyrir jólin bæði úti og inni. Hér er hún með skraut sem hún gerði sjálf. Vísir/Stefán
Ester María Óskarsdóttir er fjögurra ára og á heima í Hafnarfirði. Þar er hún í leikskólanum Hörðuvöllum.

Hún skemmti sér vel á jólunum og fékk marga góða pakka til að opna. En hvað var mest spennandi af því sem kom úr pökkunum?

Prumpuslímið var sniðugasta gjöfin!

Hvað heitir uppáhalds jólasveinninn þinn? Kertasníkir því hann gaf mér kisugalla.

Kanntu einhver jólalög? Já, (og byrjar að syngja Í skóginum stóð kofi einn og síðan Göngum við í kringum einiberjarunn).

Hvað fannst þér um flugeldana á gamlárskvöld? Mér fannst þeir rosa flottir. Við sprengdum helling.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fá mér ís og setja seríur á húsið.

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mig langar að syngja.

 

Greinin birtist fryst í Fréttablaðinu 7. janúar 2017






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.