Margrét Lára: Dramatíserum þetta ekkert um of Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. apríl 2017 06:00 Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki áhyggjufull. vísir/anton brink „Þær völtuðu bara yfir okkur í seinni hálfleik ef svo má segja. Við vorum einhvern veginn á hælunum fannst mér og þær stútuðu okkur, vægt til orða tekið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi eftir 4-0 skellinn sem liðið fékk í vináttuleik á móti Hollandi í Doetinchem í gærkvöldi.Sjá einnig:Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Hollenska liðið komst í 1-0 með skallamarki eftir fast leikatriði en þar gleymdi Rakel Hönnudóttir sér við að horfa á boltann með þeim afleiðingum að EM-gestgjafarnir komust yfir. Seinni hálfleikurinn var svo skelfilegur hjá íslenska liðinu og mörkin ansi ódýr sem liðið fékk á sig.Sprellimörk Freyr Alexandersson,landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir leik. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan af velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ sagði Freyr en Ísland mætir aftur á þennan sama völl þegar liðið mætir Sviss á EM. „Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þetta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitárum og ekkert kjaftæði.“Víti til varnaðar Margrét Lára var vitaskuld ósátt við tapið enda sjaldgæft að stelpurnar okkar fái annan eins skell. „Við vorum eftir á í pressunni og varnarleikurinn, sem hefur verið okkar aðalsmerki, var ekki nógu góður. Við vorum ekki nógu þéttar og hleyptum þeim upp í hornin. Þær spiluðu frábærlega og við vorum ekki nægilega góðar,“ sagði Margrét Lára.„Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims sem við höfum verið að spila við undanfarin ár. Þetta snýst samt ekki um hvernig maður er sleginn niður heldur hvernig maður stendur upp og það er ekkert lið betra í því en okkar lið.“ Margrét Lára var ákveðin til svars aðspurð hvort hún hefði áhyggjur af stöðu liðsins eftir tapið: „Nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara hluti af prógramminu. Þetta getur gerst og kemur meira að segja fyrir bestu liðin. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að geta staðið upp og risið aftur eftir svona áfall. Það er ekkert lið sem fagnar því meira að fá að sýna karakter og sýna öllum að við getum betur. Við vitum allar að við getum miklu betur.“Bara léleg frammistaða Stelpurnar spiluðu nánast fullkominn leik á móti Slóvakíu fyrir helgi en í gær var allt að. Er hægt að útskýra hvað gerðist, kannski andlega, á þessum dögum á milli leikja? „Það gerðist ekkert andlega. Mórallinn datt ekki niður. Hann er og hefur alltaf verið frábær. Við töpuðum bara illa í dag,“ sagði Margrét Lára og bætti við að lokum: „Þetta var bara lélegur leikur. Við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik en svo brotnar liðið þegar við fáum á okkur annað og þriðja markið. Það þarf ekkert að dramatísera þetta um of. Frammistaða okkar var bara léleg í dag. Við vitum allar að við getum miklu betur og ætlum að sýna það í næsta leik.“ EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35 Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
„Þær völtuðu bara yfir okkur í seinni hálfleik ef svo má segja. Við vorum einhvern veginn á hælunum fannst mér og þær stútuðu okkur, vægt til orða tekið,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í fótbolta, við Vísi eftir 4-0 skellinn sem liðið fékk í vináttuleik á móti Hollandi í Doetinchem í gærkvöldi.Sjá einnig:Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Hollenska liðið komst í 1-0 með skallamarki eftir fast leikatriði en þar gleymdi Rakel Hönnudóttir sér við að horfa á boltann með þeim afleiðingum að EM-gestgjafarnir komust yfir. Seinni hálfleikurinn var svo skelfilegur hjá íslenska liðinu og mörkin ansi ódýr sem liðið fékk á sig.Sprellimörk Freyr Alexandersson,landsliðsþjálfari, var vægast sagt ósáttur þegar Fréttablaðið ræddi við hann skömmu eftir leik. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan af velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ sagði Freyr en Ísland mætir aftur á þennan sama völl þegar liðið mætir Sviss á EM. „Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þetta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitárum og ekkert kjaftæði.“Víti til varnaðar Margrét Lára var vitaskuld ósátt við tapið enda sjaldgæft að stelpurnar okkar fái annan eins skell. „Við vorum eftir á í pressunni og varnarleikurinn, sem hefur verið okkar aðalsmerki, var ekki nógu góður. Við vorum ekki nógu þéttar og hleyptum þeim upp í hornin. Þær spiluðu frábærlega og við vorum ekki nægilega góðar,“ sagði Margrét Lára.„Þetta er víti til varnaðar því við höfum ekki einu sinni fengið svona skell á móti bestu liðum heims sem við höfum verið að spila við undanfarin ár. Þetta snýst samt ekki um hvernig maður er sleginn niður heldur hvernig maður stendur upp og það er ekkert lið betra í því en okkar lið.“ Margrét Lára var ákveðin til svars aðspurð hvort hún hefði áhyggjur af stöðu liðsins eftir tapið: „Nei, ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta er bara hluti af prógramminu. Þetta getur gerst og kemur meira að segja fyrir bestu liðin. Ef maður ætlar að ná árangri þarf að geta staðið upp og risið aftur eftir svona áfall. Það er ekkert lið sem fagnar því meira að fá að sýna karakter og sýna öllum að við getum betur. Við vitum allar að við getum miklu betur.“Bara léleg frammistaða Stelpurnar spiluðu nánast fullkominn leik á móti Slóvakíu fyrir helgi en í gær var allt að. Er hægt að útskýra hvað gerðist, kannski andlega, á þessum dögum á milli leikja? „Það gerðist ekkert andlega. Mórallinn datt ekki niður. Hann er og hefur alltaf verið frábær. Við töpuðum bara illa í dag,“ sagði Margrét Lára og bætti við að lokum: „Þetta var bara lélegur leikur. Við vorum 1-0 undir í fyrri hálfleik en svo brotnar liðið þegar við fáum á okkur annað og þriðja markið. Það þarf ekkert að dramatísera þetta um of. Frammistaða okkar var bara léleg í dag. Við vitum allar að við getum miklu betur og ætlum að sýna það í næsta leik.“
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35 Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, er vægast sagt ósáttur við skellinn í Hollandi í kvöld. 11. apríl 2017 19:35
Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00