NBA: Heimsfriðurinn í aðalhlutverki í fimmta sigri Lakers í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2017 08:00 Metta World Peace í nótt. Vísir/AP Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks héldu bæði áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma City Thunder vann líka án Russell Westbrook sem fékk langþráða hvíld eftir þrennuherferð sína.Heimsfriðurinn, Metta World Peace, var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers þegar liðið vann 108-96 sigur á New Orleans Pelicans í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. World Peace skoraði 18 stig í leiknum en þetta var væntanlega líka síðasti heimaleikur hans fyrir Lakers. Metta World Peace, sem hét einu sinni Ron Artest, var í byrjunarliði í 840. sinn í NBA en hann er orðinn 37 ára og er á sínu sautjánda tímabili í deildinni. Heimsfriðurinn setti meðal annars niður fjóra þrista í leiknum og það var mikið klappað fyrir honum í Staples Center í nótt. Cheick Diallo skoraði 19 stig fyrir Pelicans en liðið spilaði án stórstjarnanna Anthony Davis og DeMarcus Cousins. Þetta var líka fimmti tapleikur liðsins í röð.Victor Oladipo skoraði 20 stig og sigurkörfuna 6,3 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 100-98 útisigur á Minnesota Timberwolves. Thunder-liðið lék án Russell Westbrook sem fékk frí eftir að hafa gulltryggt sér þrennumetið í leiknum á undan. Þetta var fyrsti leikurinn sem Russell missir af á tímabilinu. Domantas Sabonis var með 19 stig og 9 fráköst en hjá Minnesota-liðinu var Karl-Anthony Towns með 26 stig og 12 fráköst.Dwight Howard var með 19 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets auðveldlega 103-76 en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Atlanta-liðið tryggði sér með þessu fimmta sætið í Austurdeildinni og leiki gegn Washington Wizards í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir aðeins viku síðan var Atlanta-liðið búið að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, þar á meðal tveimur á stuttum tíma fyrir Brooklyn Nets sem er versta lið deildarinnar. Leikmönnum Atlanta Hawks tókst hinsvegar að koma sér í gang þegar úrslitakeppnin var komin í hættu og kláruðu deildarkeppnina sannfærandi. Lið Charlotte Hornets hafði samt að engu að keppa en liðið missir af úrslitakeppninni í ár.Buddy Hield skoraði 30 stig og Ty Lawson var með sína fyrstu þrennu á ferlinum, 22 stig, 12 stoðsendingar og 11 fráköst, þegar Sacramento Kings vann Phoenix Suns 129-104 í uppgjör tveggja liða sem hafa marga stórefnilega leikmenn innanborðs. Tyler Ulis skoraði 27 fyrir Phoenix og Marquese Chriss var með 22 stig en unga stórskyttan Devin Booker fékk hinsvegar frí.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 108-96 Sacramento Kings - Phoenix Suns 129-104 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 91-109 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 98-100 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 103-76 NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira
Los Angeles Lakers og Atlanta Hawks héldu bæði áfram sigurgöngu sinni í NBA-deildinni í nótt. Oklahoma City Thunder vann líka án Russell Westbrook sem fékk langþráða hvíld eftir þrennuherferð sína.Heimsfriðurinn, Metta World Peace, var stigahæstur hjá Los Angeles Lakers þegar liðið vann 108-96 sigur á New Orleans Pelicans í síðasta heimaleik sínum á tímabilinu. World Peace skoraði 18 stig í leiknum en þetta var væntanlega líka síðasti heimaleikur hans fyrir Lakers. Metta World Peace, sem hét einu sinni Ron Artest, var í byrjunarliði í 840. sinn í NBA en hann er orðinn 37 ára og er á sínu sautjánda tímabili í deildinni. Heimsfriðurinn setti meðal annars niður fjóra þrista í leiknum og það var mikið klappað fyrir honum í Staples Center í nótt. Cheick Diallo skoraði 19 stig fyrir Pelicans en liðið spilaði án stórstjarnanna Anthony Davis og DeMarcus Cousins. Þetta var líka fimmti tapleikur liðsins í röð.Victor Oladipo skoraði 20 stig og sigurkörfuna 6,3 sekúndum fyrir leikslok þegar Oklahoma City Thunder vann 100-98 útisigur á Minnesota Timberwolves. Thunder-liðið lék án Russell Westbrook sem fékk frí eftir að hafa gulltryggt sér þrennumetið í leiknum á undan. Þetta var fyrsti leikurinn sem Russell missir af á tímabilinu. Domantas Sabonis var með 19 stig og 9 fráköst en hjá Minnesota-liðinu var Karl-Anthony Towns með 26 stig og 12 fráköst.Dwight Howard var með 19 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets auðveldlega 103-76 en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Atlanta-liðið tryggði sér með þessu fimmta sætið í Austurdeildinni og leiki gegn Washington Wizards í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Fyrir aðeins viku síðan var Atlanta-liðið búið að tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, þar á meðal tveimur á stuttum tíma fyrir Brooklyn Nets sem er versta lið deildarinnar. Leikmönnum Atlanta Hawks tókst hinsvegar að koma sér í gang þegar úrslitakeppnin var komin í hættu og kláruðu deildarkeppnina sannfærandi. Lið Charlotte Hornets hafði samt að engu að keppa en liðið missir af úrslitakeppninni í ár.Buddy Hield skoraði 30 stig og Ty Lawson var með sína fyrstu þrennu á ferlinum, 22 stig, 12 stoðsendingar og 11 fráköst, þegar Sacramento Kings vann Phoenix Suns 129-104 í uppgjör tveggja liða sem hafa marga stórefnilega leikmenn innanborðs. Tyler Ulis skoraði 27 fyrir Phoenix og Marquese Chriss var með 22 stig en unga stórskyttan Devin Booker fékk hinsvegar frí.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - New Orleans Pelicans 108-96 Sacramento Kings - Phoenix Suns 129-104 Dallas Mavericks - Denver Nuggets 91-109 Minnesota Timberwolves - Oklahoma City Thunder 98-100 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 103-76
NBA Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Sjá meira