Fjárfestum í framtíðinni Jón Atli Benediktsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Það er óumdeilt meðal framsýnna ríkja í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefur bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og ný störf. Þannig er í nýrri skýrslu Evrópusambandsins[1] fullyrt að rekja megi 2/3 hagvaxtar í Evrópu á tímabilinu 1995-2003 til þekkingarsköpunar, en áhrifin voru mest í Bretlandi (50%) og Finnlandi (40%) og minnst (innan við 10%) í löndum á borð við Ungverjaland, Grikkland og Slóveníu. Tölurnar tala skýru máli: Opinber fjárfesting í menntun og rannsóknum er fjárfesting í samkeppnishæfni og farsæld til framtíðar. Fyrir liggur að háskólastigið á Íslandi hefur sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug. Er nú svo komið að Háskóli Íslands er alvarlega undirfjármagnaður og gæði skólastarfsins í raunverulegri hættu. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er í orði kveðnu gert ráð fyrir nokkurri hækkun framlaga til háskólastigsins á tímabilinu 2018-2022. Þessir fjármunir eru þó fjarri því allir til að mæta brýnum rekstrarvanda háskólanna því ráðgerð aukning fyrstu árin er að miklu leyti vegna byggingar Húss íslenskra fræða, auk framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og uppbyggingar nýs fagháskólastigs. Háskólarnir þurfa því enn að bíða, nú til ársins 2019 eftir löngu tímabærri innspýtingu vegna kennslu og rannsókna sem þó er mjög hógvær eftir langvarandi niðurskurð. Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma 6. apríl sl. ályktun þar sem lýst var miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina. Í hverju felast vonbrigðin og hverjar eru afleiðingar óbreyttrar fjármálaáætlunar? Stjórnvöld hafa ítrekað sett fram áform og gefið fyrirheit um að fjármögnun háskóla á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Í aðdraganda alþingiskosninga sl. haust ríkti pólitísk samstaða meðal núverandi stjórnarflokka um að opinber framlög á hvern háskólanema skyldu ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu. Þá er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá janúar sl. lögð rík áhersla á að treysta samkeppnishæfni Íslands og þróa hér þekkingarsamfélag með því að styðja háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni, m.a. með endurskoðun á reiknilíkönum sem notuð eru til að meta fjárþörf menntakerfisins.Ekki að sjá að efna eigi fyrirheitin Í áætlun stjórnvalda er ekki að sjá að efna eigi þessi fyrirheit. Þvert á móti virðist lagt upp með að nálgast markmið um sambærilega fjármögnun og í nágrannalöndum okkar með því að fækka verulega háskólanemum á Íslandi. Samanburðurinn við fjármögnun háskóla í nágrannalöndum okkar er ekki stærðfræðiæfing. Hann er raunverulegur mælikvarði á getu háskólanna til að sinna mikilvægu hlutverki sínu. Fækkun háskólanema til að auka hlutfallslegt framlag á hvern þeirra hefði neikvæð áhrif á menntunarstig þjóðarinnar og myndi draga úr samkeppnishæfni hennar og getu til að tryggja komandi kynslóðum fjölbreytt atvinnulíf og blómlegt samfélag. Á sama tíma liggur fyrir að brýnt er að fjölga verulega háskólamenntuðu starfsfólki víða í atvinnulífinu, s.s. í heilbrigðisgreinum, menntakerfinu og í tæknigreinum. Verði ekki að gert blasir við alvarlegur skortur á sérhæfðu starfsfólki víða í þjóðfélaginu. Þá myndi áframhaldandi fjársvelti Háskóla Íslands og fækkun nemenda draga úr námsframboði og nauðsynlegri þróun kennsluhátta, auk þess sem ekki yrði unnt að ráðast í bráðnauðsynlega uppbyggingu innviða rannsókna og nýsköpunar sem létu verulega á sjá í hruninu. Nái fjármálaáætlunin óbreytt fram að ganga getur Háskóli Íslands og þar með íslenska þjóðin misst sterka alþjóðlega stöðu sína. Hér er ekki aðeins orðspor í húfi heldur möguleikar okkar til alþjóðlegs samstarfs og miðlunar nýjustu þekkingar á milli landa. Það þarf langan tíma, metnað og skýra sýn til að byggja upp sterkan rannsóknaháskóla sem þjónar öllu samfélaginu en það tekur aðeins skamman tíma að tefla því uppbyggingarstarfi í voða. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á aðhaldssemi og langtímahugsun og er það vel. Opinberum fjármunum í þágu samfélagsins og innviða þess til lengri tíma verður varla betur varið en með fjárfestingu í öflugum háskóla sem er samkeppnisfær á alþjóðlegum vettvangi. Hækkunin til háskólastigsins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar of lítil og kemur of seint. Það þarf að spýta í strax. [1] https://ri-links2ua.eu/object/document/326 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt meðal framsýnna ríkja í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefur bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og ný störf. Þannig er í nýrri skýrslu Evrópusambandsins[1] fullyrt að rekja megi 2/3 hagvaxtar í Evrópu á tímabilinu 1995-2003 til þekkingarsköpunar, en áhrifin voru mest í Bretlandi (50%) og Finnlandi (40%) og minnst (innan við 10%) í löndum á borð við Ungverjaland, Grikkland og Slóveníu. Tölurnar tala skýru máli: Opinber fjárfesting í menntun og rannsóknum er fjárfesting í samkeppnishæfni og farsæld til framtíðar. Fyrir liggur að háskólastigið á Íslandi hefur sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug. Er nú svo komið að Háskóli Íslands er alvarlega undirfjármagnaður og gæði skólastarfsins í raunverulegri hættu. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er í orði kveðnu gert ráð fyrir nokkurri hækkun framlaga til háskólastigsins á tímabilinu 2018-2022. Þessir fjármunir eru þó fjarri því allir til að mæta brýnum rekstrarvanda háskólanna því ráðgerð aukning fyrstu árin er að miklu leyti vegna byggingar Húss íslenskra fræða, auk framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og uppbyggingar nýs fagháskólastigs. Háskólarnir þurfa því enn að bíða, nú til ársins 2019 eftir löngu tímabærri innspýtingu vegna kennslu og rannsókna sem þó er mjög hógvær eftir langvarandi niðurskurð. Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma 6. apríl sl. ályktun þar sem lýst var miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina. Í hverju felast vonbrigðin og hverjar eru afleiðingar óbreyttrar fjármálaáætlunar? Stjórnvöld hafa ítrekað sett fram áform og gefið fyrirheit um að fjármögnun háskóla á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Í aðdraganda alþingiskosninga sl. haust ríkti pólitísk samstaða meðal núverandi stjórnarflokka um að opinber framlög á hvern háskólanema skyldu ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu. Þá er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá janúar sl. lögð rík áhersla á að treysta samkeppnishæfni Íslands og þróa hér þekkingarsamfélag með því að styðja háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni, m.a. með endurskoðun á reiknilíkönum sem notuð eru til að meta fjárþörf menntakerfisins.Ekki að sjá að efna eigi fyrirheitin Í áætlun stjórnvalda er ekki að sjá að efna eigi þessi fyrirheit. Þvert á móti virðist lagt upp með að nálgast markmið um sambærilega fjármögnun og í nágrannalöndum okkar með því að fækka verulega háskólanemum á Íslandi. Samanburðurinn við fjármögnun háskóla í nágrannalöndum okkar er ekki stærðfræðiæfing. Hann er raunverulegur mælikvarði á getu háskólanna til að sinna mikilvægu hlutverki sínu. Fækkun háskólanema til að auka hlutfallslegt framlag á hvern þeirra hefði neikvæð áhrif á menntunarstig þjóðarinnar og myndi draga úr samkeppnishæfni hennar og getu til að tryggja komandi kynslóðum fjölbreytt atvinnulíf og blómlegt samfélag. Á sama tíma liggur fyrir að brýnt er að fjölga verulega háskólamenntuðu starfsfólki víða í atvinnulífinu, s.s. í heilbrigðisgreinum, menntakerfinu og í tæknigreinum. Verði ekki að gert blasir við alvarlegur skortur á sérhæfðu starfsfólki víða í þjóðfélaginu. Þá myndi áframhaldandi fjársvelti Háskóla Íslands og fækkun nemenda draga úr námsframboði og nauðsynlegri þróun kennsluhátta, auk þess sem ekki yrði unnt að ráðast í bráðnauðsynlega uppbyggingu innviða rannsókna og nýsköpunar sem létu verulega á sjá í hruninu. Nái fjármálaáætlunin óbreytt fram að ganga getur Háskóli Íslands og þar með íslenska þjóðin misst sterka alþjóðlega stöðu sína. Hér er ekki aðeins orðspor í húfi heldur möguleikar okkar til alþjóðlegs samstarfs og miðlunar nýjustu þekkingar á milli landa. Það þarf langan tíma, metnað og skýra sýn til að byggja upp sterkan rannsóknaháskóla sem þjónar öllu samfélaginu en það tekur aðeins skamman tíma að tefla því uppbyggingarstarfi í voða. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á aðhaldssemi og langtímahugsun og er það vel. Opinberum fjármunum í þágu samfélagsins og innviða þess til lengri tíma verður varla betur varið en með fjárfestingu í öflugum háskóla sem er samkeppnisfær á alþjóðlegum vettvangi. Hækkunin til háskólastigsins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar of lítil og kemur of seint. Það þarf að spýta í strax. [1] https://ri-links2ua.eu/object/document/326
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun