Stjórnarandstöðuleiðtogar í Venesúela handteknir Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2017 17:59 Antonio Ledezma var dreginn burt af heimili sínu á náttfötunum í nótt eins og sást á myndskeiði sem náðist af handtökunni. Vísir/AFP Fulltrúar öryggissveita stjórnvalda í Venesúela handtóku tvo leiðtoga stjórnarandstöðunnar í nótt. Mennirnir tveir voru færðir í járn á heimilum sínum. Bandaríkjastjórn sakaði í gær Nicolas Maduro, forseta Venesúela, um að taka sér einræðisvald með atkvæðagreiðslu sem fór fram í landinu um helgina. Hún lagði grunninn að nýju löggjafarþingi sem er hliðhollt Maduro. Stjórnarandstaðan er með meirihluta á þjóðþinginu. Leopoldo López og Antonio Ledezma voru báðir í stofufangelsi, sá fyrrnefndi fyrir þátt sinn í götumótmælum gegn Maduro fyrir þremur árum en sá síðarnefndi er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðinn um valdarán. Þeir eru báðir fyrrverandi borgarstjórar höfuðborgarinnar Carácas en hafa verið opinskáir andstæðingar Maduro. Reuters-fréttastofan segir að myndbönd hafi verið birt af því þegar þeir voru dregnir burt á náttfötunum. Eiginkona López sagði einræðisstjórnina hafa rænt manni sínum í færslu á Twitter. Þeir höfðu báðir hvatt til mótmæla gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Stjórnarandstaðan sniðgekk hana en hún sakar Maduro um að reyna að sölsa undir sig enn frekari völd í landinu. Maduro sakar stjórnarandstöðuna aftur á móti um að ætla að ræna sig völdum. Á að koma á ró í landinuNýja löggjafarþingið mun hafa vald til þess að breyta stjórnarskrá Venesúela og taka fram fyrir hendurnar á öðrum stofnunum ríkisins. Maduro segir að tilgangur þess sé að koma aftur á ró í landinu en 120 manns hafa látið lífið í óeirðum frá því í apríl. Bandarísk stjórnvöld samþykktu í gær refsiaðgerðir gegn Maduro. Eignir hans í Bandaríkjunum hafa verið frystar og er bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum bannað að eiga viðskipti við hann. Tengdar fréttir Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Fulltrúar öryggissveita stjórnvalda í Venesúela handtóku tvo leiðtoga stjórnarandstöðunnar í nótt. Mennirnir tveir voru færðir í járn á heimilum sínum. Bandaríkjastjórn sakaði í gær Nicolas Maduro, forseta Venesúela, um að taka sér einræðisvald með atkvæðagreiðslu sem fór fram í landinu um helgina. Hún lagði grunninn að nýju löggjafarþingi sem er hliðhollt Maduro. Stjórnarandstaðan er með meirihluta á þjóðþinginu. Leopoldo López og Antonio Ledezma voru báðir í stofufangelsi, sá fyrrnefndi fyrir þátt sinn í götumótmælum gegn Maduro fyrir þremur árum en sá síðarnefndi er ákærður fyrir að hafa lagt á ráðinn um valdarán. Þeir eru báðir fyrrverandi borgarstjórar höfuðborgarinnar Carácas en hafa verið opinskáir andstæðingar Maduro. Reuters-fréttastofan segir að myndbönd hafi verið birt af því þegar þeir voru dregnir burt á náttfötunum. Eiginkona López sagði einræðisstjórnina hafa rænt manni sínum í færslu á Twitter. Þeir höfðu báðir hvatt til mótmæla gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni á sunnudag. Stjórnarandstaðan sniðgekk hana en hún sakar Maduro um að reyna að sölsa undir sig enn frekari völd í landinu. Maduro sakar stjórnarandstöðuna aftur á móti um að ætla að ræna sig völdum. Á að koma á ró í landinuNýja löggjafarþingið mun hafa vald til þess að breyta stjórnarskrá Venesúela og taka fram fyrir hendurnar á öðrum stofnunum ríkisins. Maduro segir að tilgangur þess sé að koma aftur á ró í landinu en 120 manns hafa látið lífið í óeirðum frá því í apríl. Bandarísk stjórnvöld samþykktu í gær refsiaðgerðir gegn Maduro. Eignir hans í Bandaríkjunum hafa verið frystar og er bandarískum fyrirtækjum og einstaklingum bannað að eiga viðskipti við hann.
Tengdar fréttir Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00
41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48
Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49
Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33