Hátt settir stafsmenn Barclays í Bretlandi ákærðir fyrir fjársvik og ólöglega ráðgjafagreiðslu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. júní 2017 08:51 Stjórnarmeðlimir bankans eru sakaðir um að hafa greitt fé fyrir ráðgjöf frá Qatar ásamt því að hafa veitt Qatar fyrirframgreitt tveggja milljarða punda lán eftir að búið var að semja um fjáröflunina. Mynd/AP Bankinn Barclays PLC í Bretlandi, ásamt fjórum fyrrum stjórnendum bankans, hefur verið ákærður fyrir áform um fjársvik ásamt því að fá ólöglega fjárhagsaðstoð. Ákæran kemur í kjölfar fimm ára rannsóknar sem tengdist fjáröflun fyrirtækisins frá Qatar í júní og nóvember árið 2008. BBC greinir frá. Hátt settir starfsmenn bankans ásamt forstjóra bankans eru sakaðir um að hafa greitt fé fyrir ráðgjöf frá Qatar ásamt því að hafa veitt Qatar fyrirframgreitt tveggja milljarða punda lán eftir að búið var að semja um fjáröflunina. Stjórnarmeðlimir bankans hafi því beinlínis greitt Qatar hluta af því fjármagni sem átti að fara til bankans.Hvattir til að styrkja bankann Rannsóknarnefnd fjársvika hefur því meðal annars rannsakað hvort að greiðsla bankans til Qatar á þessum tíma hafi verið einskonar hvatning til þess að styrkja bankann en samtals fékk bankinn 7 milljarða punda frá Qatar árið 2008. Þessi fjárhæð gerði Barclays kleift að komast undan því að ríkið skipti sér af málefnum hans á tímum kreppunnar. Fyrrum forstjóri bankans John Varley er einn þeirra fjögurra sem mun mæta fyrir dóm í London þann 3 júlí næstkomandi. Hann hafið unnið sem forstjóri bankans í sex ár. Þeir Roger Jenkins, Thomas Kalaris, fyrrum framkvæmdarstjóri eignadeildar bankans og Richard Boath, fyrrum framkvæmdarstjóri Evrópudeildar bankans, hafa einnig allir hlotið ákæru fyrir áform um fjársvik í fjáröfluninni í júní 2008. Að auki hafa Varley og Jenkins verið ákærðir fyrir áform um fjársvik í fjáröfluninni í lok árs 2008. Lögfræðingur Jenkins, Brad Kaufman, hefur tjáð sig um málið og segir að hann muni halda uppi sterkum vörnum fyrir skjólstæðing sinn. Hann nefndi að Jenkins hefði á þessum tíma sótt ráðgjöf hjá lögfræðingum, erlendis sem og í Bretlandi, varðandi þau málefni er vörðuðu fjáröflun fyrirtækisins á þessum tíma. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bankinn Barclays PLC í Bretlandi, ásamt fjórum fyrrum stjórnendum bankans, hefur verið ákærður fyrir áform um fjársvik ásamt því að fá ólöglega fjárhagsaðstoð. Ákæran kemur í kjölfar fimm ára rannsóknar sem tengdist fjáröflun fyrirtækisins frá Qatar í júní og nóvember árið 2008. BBC greinir frá. Hátt settir starfsmenn bankans ásamt forstjóra bankans eru sakaðir um að hafa greitt fé fyrir ráðgjöf frá Qatar ásamt því að hafa veitt Qatar fyrirframgreitt tveggja milljarða punda lán eftir að búið var að semja um fjáröflunina. Stjórnarmeðlimir bankans hafi því beinlínis greitt Qatar hluta af því fjármagni sem átti að fara til bankans.Hvattir til að styrkja bankann Rannsóknarnefnd fjársvika hefur því meðal annars rannsakað hvort að greiðsla bankans til Qatar á þessum tíma hafi verið einskonar hvatning til þess að styrkja bankann en samtals fékk bankinn 7 milljarða punda frá Qatar árið 2008. Þessi fjárhæð gerði Barclays kleift að komast undan því að ríkið skipti sér af málefnum hans á tímum kreppunnar. Fyrrum forstjóri bankans John Varley er einn þeirra fjögurra sem mun mæta fyrir dóm í London þann 3 júlí næstkomandi. Hann hafið unnið sem forstjóri bankans í sex ár. Þeir Roger Jenkins, Thomas Kalaris, fyrrum framkvæmdarstjóri eignadeildar bankans og Richard Boath, fyrrum framkvæmdarstjóri Evrópudeildar bankans, hafa einnig allir hlotið ákæru fyrir áform um fjársvik í fjáröfluninni í júní 2008. Að auki hafa Varley og Jenkins verið ákærðir fyrir áform um fjársvik í fjáröfluninni í lok árs 2008. Lögfræðingur Jenkins, Brad Kaufman, hefur tjáð sig um málið og segir að hann muni halda uppi sterkum vörnum fyrir skjólstæðing sinn. Hann nefndi að Jenkins hefði á þessum tíma sótt ráðgjöf hjá lögfræðingum, erlendis sem og í Bretlandi, varðandi þau málefni er vörðuðu fjáröflun fyrirtækisins á þessum tíma.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira