Sextíu milljónir í að nútímavæða skóla Sveinn Arnarsson skrifar 11. desember 2017 06:00 Framtíð barna okkar bíður annar veruleiki en okkar sem eldri erum að mati fræðslustjóra. vísir/pjetur Bæjarstjórn Akureyrar áformar að verja sextíu milljónum króna á næstu þremur árum til nútímavæðingar í leik- og grunnskólum bæjarins. Er þetta gert til að styðja við uppfærslu á tæknibúnaði í skólum sem og að efla þekkingu fagfólks innan skólakerfisins. Á opnum kynningarfundi bæjarstjórnar þann 29. nóvember síðastliðinn kynnti bæjarstjórn þessa hugmynd sína fyrir næstu fjárhagsáætlun sem verður samþykkt síðar í þessum mánuði. Fræðsluráð fagnar þessari ákvörðun bæjarstjórnar og er vinna hafin innan hennar hvernig hægt sé að nýta fjármagnið sem best. „Við erum nú að fara yfir stöðuna. Skólarnir eru misjafnt á veg komnir með tækjabúnað og okkur skortir enn aukið fjármagn til að geta sinnt því. Einnig þurfum við að efla þekkingu kennara og fagfólks á tækninni og hvernig megi nýta hana sem best í kennslu,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs og bæjarfulltrúi. „Þetta er fagnaðarefni því að við viljum gera vel í þessum málum hér á Akureyri.“ Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir þetta stórt og mikilvægt skref. „Hvert lítið skref skiptir máli í hinum tæknivædda heimi. Þetta er mjög mikilvægt skref í þá átt að nútímavæða kennslu og nýta tæknina í skólastarfi,“ segir Soffía. „Markmiðið er að nútímavæða skólastofuna. Við erum að stíga inn í fjórðu iðnbyltinguna með nýju tungumáli sem er forritun. Líklega verður það svo að yfir helmingur þeirra starfa sem til eru í dag verða ekki til í framtíð barna okkar. Því þurfum við að halda vel á spöðunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrar áformar að verja sextíu milljónum króna á næstu þremur árum til nútímavæðingar í leik- og grunnskólum bæjarins. Er þetta gert til að styðja við uppfærslu á tæknibúnaði í skólum sem og að efla þekkingu fagfólks innan skólakerfisins. Á opnum kynningarfundi bæjarstjórnar þann 29. nóvember síðastliðinn kynnti bæjarstjórn þessa hugmynd sína fyrir næstu fjárhagsáætlun sem verður samþykkt síðar í þessum mánuði. Fræðsluráð fagnar þessari ákvörðun bæjarstjórnar og er vinna hafin innan hennar hvernig hægt sé að nýta fjármagnið sem best. „Við erum nú að fara yfir stöðuna. Skólarnir eru misjafnt á veg komnir með tækjabúnað og okkur skortir enn aukið fjármagn til að geta sinnt því. Einnig þurfum við að efla þekkingu kennara og fagfólks á tækninni og hvernig megi nýta hana sem best í kennslu,“ segir Dagbjört Pálsdóttir, formaður fræðsluráðs og bæjarfulltrúi. „Þetta er fagnaðarefni því að við viljum gera vel í þessum málum hér á Akureyri.“ Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir þetta stórt og mikilvægt skref. „Hvert lítið skref skiptir máli í hinum tæknivædda heimi. Þetta er mjög mikilvægt skref í þá átt að nútímavæða kennslu og nýta tæknina í skólastarfi,“ segir Soffía. „Markmiðið er að nútímavæða skólastofuna. Við erum að stíga inn í fjórðu iðnbyltinguna með nýju tungumáli sem er forritun. Líklega verður það svo að yfir helmingur þeirra starfa sem til eru í dag verða ekki til í framtíð barna okkar. Því þurfum við að halda vel á spöðunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira