Flynn segir ásakanirnar vera fáránlegar Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2017 14:30 Michael Flynn sagði af sér eftir tæpan mánuð í starfi þjóðaröryggsráðgjafa Bandaríkjaforseta. Vísir/afp Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur hafnað því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. BBC greinir frá þessu. Wall Street Journal og NBC News hafði það eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum í gær að saksóknarinn Robert Mueller væri með Flynn og son hans Michael Flynn yngri, til rannsóknar vegna málsins. Robert Kelner, lögmaður Flynn, segir ásakanirnar um að Flynn-feðgarnir hafi átt fund með fulltrúum Tyrklandsstjórnar vera fáránlegar. Tyrklandsstjórn sakar Gülen um að vera höfuðpaurinn í misheppnaðri valdaránstilraun í landinu sumarið 2016. Gülen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum síðustu árin og vilja tyrknesk yfirvöld fá hann framseldan. Flynn var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni 2016 og var síðar skipaður þjóðaröryggisráðgjafi. Hann var rekinn eftir að hafa logið til um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Mueller fer fyrir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa að bandarísku forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Donald Trump. Mueller var settur yfir rannsóknina eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur hafnað því að hafa ætlað sér láta ræna tyrkneska klerknum Fetullah Gülen og fá hann framseldan til Tyrklands gegn greiðslu. BBC greinir frá þessu. Wall Street Journal og NBC News hafði það eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum í gær að saksóknarinn Robert Mueller væri með Flynn og son hans Michael Flynn yngri, til rannsóknar vegna málsins. Robert Kelner, lögmaður Flynn, segir ásakanirnar um að Flynn-feðgarnir hafi átt fund með fulltrúum Tyrklandsstjórnar vera fáránlegar. Tyrklandsstjórn sakar Gülen um að vera höfuðpaurinn í misheppnaðri valdaránstilraun í landinu sumarið 2016. Gülen hefur verið í sjálfskipaðri útlegð í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum síðustu árin og vilja tyrknesk yfirvöld fá hann framseldan. Flynn var ráðgjafi Trump í kosningabaráttunni 2016 og var síðar skipaður þjóðaröryggisráðgjafi. Hann var rekinn eftir að hafa logið til um samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Mueller fer fyrir rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á afskiptum Rússa að bandarísku forsetakosningunum og mögulegu samráði þeirra við framboð Donald Trump. Mueller var settur yfir rannsóknina eftir að Trump rak James Comey úr starfi forstjóra FBI í maí. Mueller getur í rannsókn sinni ákært hvern sem er í starfsliði Trump telji hann ástæðu til, þar á meðal Trump sjálfan. Sömuleiðis getur hann ákært menn fyrir önnur brot sem ekki tengjast samráði við Rússa en sem kunna að koma upp á yfirborðið við rannsókn málsins.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Rannsaka þátt Flynn í meintri áætlun um að ræna Gülen Robert Mueller rannsakar nú hvort að fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafinn Michael Flynn hafi átt einhverja aðild að meintri áætlun um að ræna tyrkneska klerknum Fethullah Gülen og framselja hann til Tyrklands. 10. nóvember 2017 13:22