Pítsa er ekki það sama og pítsa Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 11:00 Skúli á Álftaneskaffi hugar að jólapítsu ársins. Visir/Eyþór Heimildir herma að nafnið pizza hafi fyrst komið fram á 17. öld. Frægasta pítsan er án efa Margarita sem pítsugerðarmaðurinn Raffaele Esposito setti saman fyrir Margaritu frá Savoy, eiginkonu Umberto konungs Ítala, á þeim tíma. Samsetning pítsunnar er með skírskotun í fánaliti þjóðarinnar, grænt basil, rauð tómatsósa og hvítur mozzarella-ostur. Þessi grunnsamsetning pítsunnar er helsta einkenni hennar enn í dag. Ananaslausar pítsur á Álftanesi Álftaneskaffi er fjölskyldurekið kaffi- og veitingahús sem er í eigu hjónanna Skúla Guðbjarnarsonar og eiginkonu hans, Sigrúnar Jóhannsdóttur. Þau hjón hafa verið með fyrirtækið í rekstri í tvö ár núna í nóvember. Þau leggja áherslu á matreiðslu frá grunni og úrvals hráefni og bjóða upp á súpur, heimabökuð brauð og forláta pítsur sem hafa slegið í gegn á Álftanesi og víðar. „Galdurinn er í sósunni, við notum íslenskt sjávarsalt, blóðberg og plómutómata. Hveitið er ítalskt og við erum eingöngu með súrdeigspítsur, þær eru miklu hollari og fara vel í maga.“ Álftanes er ef til ekki fyrsti viðkomustaður í huga margra þegar panta á fjölskyldupítsuna, en vinalegt viðmót starfsfólksins og bragðgæði matarins hafa spurst út. „Við höfum ekki mikið auglýst en hér er allt vitlaust að gera, mikil traffík. Við viljum gera góðan mat og senda gesti okkar heim sadda og sátta. Markmiðið er að gleðja með mat.“ Matseðillinn er óhefðbundinn og margt sett á pítsurnar sem ekki sést á öðrum matseðlum. „Það er töluverður aldursmunur á því hvað fólk pantar sér, börnin eru auðvitað meira í pepperoni. Vinsælasta pítsan okkar er avókadópítsa, með rauðlauk, sveppum, kirsuberjatómötum, vorlauk, sterku mæjó og lime-pipar. Það kom okkur á óvart hversu vinsæl hún er, skákar hefðbundnu áleggi.“ Forseti Íslands býr í næsta nágrenni við Álftaneskaffi og er reglulegur gestur þar líkt og fleiri íbúar á svæðinu. „ Það er ekkert leyndarmál að Guðni Th. kemur hingað og sækir sér pítsu fyrir fjölskylduna á Bessastöðum. Það var nokkuð skondið atvik um daginn, hér voru nokkrir að panta pítsur og þá gengur Guðni hérna inn. Þegar viðskiptavinirnir urðu Guðna varir þá létu þeir taka ananasinn af pítsunum sem þeir voru að panta. Við hlógum svolítið að þessu.“ Aðventan nálgast óðfluga með tilheyrandi jólastússi og að mörgu er að hyggja fyrir jólahaldið og margir fara að huga að því hvað eigi að vera í matinn á jólum. En er pítsa við hæfi? „Hví ekki, góð pítsa er frábær matur, ég er einmitt að huga að því hvað gæti verið viðeigandi á jólapítsu og er með nokkur hráefni í huga. Við kappkostum að vera frumleg og í mínum huga er ekkert sem ekki passar á góða pítsu,“ segir Skúli og hendist af stað í jólapítsugerð. Haukur Már Gíslason, sem nýverið opnaði pítsustaðinn Flatey á Grandagarði í samstarfi við félaga sína, segir að Margarítan sé metnaðarfyllsta form pítsunnar, „hennar á njóta með lokuð augun og finna hvert bragð fyrir sig“. Á veitingastaðnum Flatey er haldið sterkt í upprunalegu hefðina frá Napolí. „Ég er með þráhyggju fyrir þessari gerð af pítsu. Kynntist Napolípítsunni í Bandaríkjunum fyrir einhverjum árum síðan og kolféll fyrir henni.“ Mikill metnaður er hjá þeim pítsubændum í Flatey og flytja þeir inn allt hráefni sjálfir. „Við notum einvörðungu ítalska tómata sem við flytjum inn beint frá bónda, þeir eru lítið beiskir og henta vel til sósugerðar. Hveitið okkar er lífrænt og líka frá Ítalíu og mozzarella-osturinn okkar er einstakur.“ Pítsugerð er listHaukur Már fór í pílagrímsför til Napolí til að finna hina einu réttu pítsu, hann lét ekki sitja við orðin tóm og borðaði fimm pítsur á dag í tvær vikur. Svo virðist sem hann hafi dottið niður á réttu samsetninguna því ekkert lát er á vinsældum staðarins þrátt fyrir að það sé skammt liðið frá opnun. Athygli vekur að bökunartíminn á pítsunum er ekki nema ein mínúta. „Við hitum ofninn í 500 gráður og það styttir eldunartímann umtalsvert, og það segir sitt um vinsældirnar að biðtíminn er skammur, það hentar mörgum vel.“ En eru pítsur hollur matur? „Við teljum að okkar pítsur séu það, við erum með súrdeig sem gerjast í sólarhring og við það brotnar sterkjan og glútenið niður og þar af leiðandi fer deigið betur í maga.“Blaðamanni lék forvitni á að vita hvaðan nafn staðarins kemur, Flatey, og hvort það sé tenging við eyjuna fögru á Breiðafirði. „Það eru ýmsar tengingar bæði við eyjuna og annað en í rauninni er þetta þannig til komið að pítsurnar okkar eru ekki flatar, það er upphleyptur kantur í kring og því eru þær ei flatar – Flatey.“Pítsan er án ef langvinsælasti skyndiréttur þjóðarinnar og margir fastheldnir á álegg og tegundir. „Íslendingar eru vanari bandarísku útgáfunni af pítsu og hrúga öllu saman þannig að hún verður meira eins og heitur brauðréttur.“Kæmi til greina að vera með jólapítsu –„ ef að við færum út í slíkt þá myndi ég væntanlega vera með grænt pestó, pepperoni-jólatré og nota mikið af parmesan, það er aldrei að vita nema við gerum eitthvað slíkt,“ segir Haukur Már pítsugerðarmaður. Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Heimildir herma að nafnið pizza hafi fyrst komið fram á 17. öld. Frægasta pítsan er án efa Margarita sem pítsugerðarmaðurinn Raffaele Esposito setti saman fyrir Margaritu frá Savoy, eiginkonu Umberto konungs Ítala, á þeim tíma. Samsetning pítsunnar er með skírskotun í fánaliti þjóðarinnar, grænt basil, rauð tómatsósa og hvítur mozzarella-ostur. Þessi grunnsamsetning pítsunnar er helsta einkenni hennar enn í dag. Ananaslausar pítsur á Álftanesi Álftaneskaffi er fjölskyldurekið kaffi- og veitingahús sem er í eigu hjónanna Skúla Guðbjarnarsonar og eiginkonu hans, Sigrúnar Jóhannsdóttur. Þau hjón hafa verið með fyrirtækið í rekstri í tvö ár núna í nóvember. Þau leggja áherslu á matreiðslu frá grunni og úrvals hráefni og bjóða upp á súpur, heimabökuð brauð og forláta pítsur sem hafa slegið í gegn á Álftanesi og víðar. „Galdurinn er í sósunni, við notum íslenskt sjávarsalt, blóðberg og plómutómata. Hveitið er ítalskt og við erum eingöngu með súrdeigspítsur, þær eru miklu hollari og fara vel í maga.“ Álftanes er ef til ekki fyrsti viðkomustaður í huga margra þegar panta á fjölskyldupítsuna, en vinalegt viðmót starfsfólksins og bragðgæði matarins hafa spurst út. „Við höfum ekki mikið auglýst en hér er allt vitlaust að gera, mikil traffík. Við viljum gera góðan mat og senda gesti okkar heim sadda og sátta. Markmiðið er að gleðja með mat.“ Matseðillinn er óhefðbundinn og margt sett á pítsurnar sem ekki sést á öðrum matseðlum. „Það er töluverður aldursmunur á því hvað fólk pantar sér, börnin eru auðvitað meira í pepperoni. Vinsælasta pítsan okkar er avókadópítsa, með rauðlauk, sveppum, kirsuberjatómötum, vorlauk, sterku mæjó og lime-pipar. Það kom okkur á óvart hversu vinsæl hún er, skákar hefðbundnu áleggi.“ Forseti Íslands býr í næsta nágrenni við Álftaneskaffi og er reglulegur gestur þar líkt og fleiri íbúar á svæðinu. „ Það er ekkert leyndarmál að Guðni Th. kemur hingað og sækir sér pítsu fyrir fjölskylduna á Bessastöðum. Það var nokkuð skondið atvik um daginn, hér voru nokkrir að panta pítsur og þá gengur Guðni hérna inn. Þegar viðskiptavinirnir urðu Guðna varir þá létu þeir taka ananasinn af pítsunum sem þeir voru að panta. Við hlógum svolítið að þessu.“ Aðventan nálgast óðfluga með tilheyrandi jólastússi og að mörgu er að hyggja fyrir jólahaldið og margir fara að huga að því hvað eigi að vera í matinn á jólum. En er pítsa við hæfi? „Hví ekki, góð pítsa er frábær matur, ég er einmitt að huga að því hvað gæti verið viðeigandi á jólapítsu og er með nokkur hráefni í huga. Við kappkostum að vera frumleg og í mínum huga er ekkert sem ekki passar á góða pítsu,“ segir Skúli og hendist af stað í jólapítsugerð. Haukur Már Gíslason, sem nýverið opnaði pítsustaðinn Flatey á Grandagarði í samstarfi við félaga sína, segir að Margarítan sé metnaðarfyllsta form pítsunnar, „hennar á njóta með lokuð augun og finna hvert bragð fyrir sig“. Á veitingastaðnum Flatey er haldið sterkt í upprunalegu hefðina frá Napolí. „Ég er með þráhyggju fyrir þessari gerð af pítsu. Kynntist Napolípítsunni í Bandaríkjunum fyrir einhverjum árum síðan og kolféll fyrir henni.“ Mikill metnaður er hjá þeim pítsubændum í Flatey og flytja þeir inn allt hráefni sjálfir. „Við notum einvörðungu ítalska tómata sem við flytjum inn beint frá bónda, þeir eru lítið beiskir og henta vel til sósugerðar. Hveitið okkar er lífrænt og líka frá Ítalíu og mozzarella-osturinn okkar er einstakur.“ Pítsugerð er listHaukur Már fór í pílagrímsför til Napolí til að finna hina einu réttu pítsu, hann lét ekki sitja við orðin tóm og borðaði fimm pítsur á dag í tvær vikur. Svo virðist sem hann hafi dottið niður á réttu samsetninguna því ekkert lát er á vinsældum staðarins þrátt fyrir að það sé skammt liðið frá opnun. Athygli vekur að bökunartíminn á pítsunum er ekki nema ein mínúta. „Við hitum ofninn í 500 gráður og það styttir eldunartímann umtalsvert, og það segir sitt um vinsældirnar að biðtíminn er skammur, það hentar mörgum vel.“ En eru pítsur hollur matur? „Við teljum að okkar pítsur séu það, við erum með súrdeig sem gerjast í sólarhring og við það brotnar sterkjan og glútenið niður og þar af leiðandi fer deigið betur í maga.“Blaðamanni lék forvitni á að vita hvaðan nafn staðarins kemur, Flatey, og hvort það sé tenging við eyjuna fögru á Breiðafirði. „Það eru ýmsar tengingar bæði við eyjuna og annað en í rauninni er þetta þannig til komið að pítsurnar okkar eru ekki flatar, það er upphleyptur kantur í kring og því eru þær ei flatar – Flatey.“Pítsan er án ef langvinsælasti skyndiréttur þjóðarinnar og margir fastheldnir á álegg og tegundir. „Íslendingar eru vanari bandarísku útgáfunni af pítsu og hrúga öllu saman þannig að hún verður meira eins og heitur brauðréttur.“Kæmi til greina að vera með jólapítsu –„ ef að við færum út í slíkt þá myndi ég væntanlega vera með grænt pestó, pepperoni-jólatré og nota mikið af parmesan, það er aldrei að vita nema við gerum eitthvað slíkt,“ segir Haukur Már pítsugerðarmaður.
Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira