Eygló: „Það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn“ Anton Egilsson skrifar 27. maí 2017 16:05 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Þá er að hennar mati ljóst að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Eygló var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar ræddi hún meðal annars stofnun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Framfarafélaginu. Sjá: Húsfyllir á stofnfundi Framfarafélagsins Sigmundur tilkynnti um stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag og ýjaði að því að hann hefði ekki haft vettvang í Framsóknarflokknum. Eygló tekur hins vegar fyrir að slíkt sé við lýði í flokknum. „Það er engum bannað að tala innan Framsóknarflokksins. Hins vegar skiptir það máli að menn leggi sig fram og vinni vel og mæti og taki þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem er á Alþingi. Það krefst líka ákveðinnar lipurðar í mannlegum samskiptum.” Aðspurð um hvort að hún ætti þá við að Sigmundur mæti ekkert sérstaklega vel og sé ekkert sérstaklega lipur í samræðum við annað fólk sagði Eygló: „Það einkennir lýðræðisfélag eins og Framsóknarflokkinn að það er einfaldlega þannig að það er aldrei neinn einn sem ræður, það er aldrei neinn einn sem er aðal og það getur verið kannski að einhverjir líti á það sem ákveðinn galla.” Innt eftir svörum um hvort að hún telji þetta útspil Sigmundar benda til þess að hann vilji vera stærri en flokkurinn segir hún að enginn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Það sé sterkt í framsóknarsálinni að það sé enginn einn sem sé stærri og meiri en flokkurinn og það sé ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sé orðinn 100 ára gamall. „Framsóknarflokkurinn gengur út á samvinnu og það að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er einfaldlega þannig að það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn. Við höfum bara séð það að þegar það gerist innan flokka eða innan hópa að þegar menn ætla sér að ná einhverju fram að þá hefur það bara oft endað mjög illa.“ Víglínuna má sjá í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir það einfaldlega verða að koma í ljós hver sé raunverulegur tilgangur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar með stofnun Framfarafélagsins sem sett var formlega á laggirnar í dag. Þá er að hennar mati ljóst að enginn einn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Eygló var gestur Heimis Más Péturssonar í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag og þar ræddi hún meðal annars stofnun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á Framfarafélaginu. Sjá: Húsfyllir á stofnfundi Framfarafélagsins Sigmundur tilkynnti um stofnun félagsins í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudag og ýjaði að því að hann hefði ekki haft vettvang í Framsóknarflokknum. Eygló tekur hins vegar fyrir að slíkt sé við lýði í flokknum. „Það er engum bannað að tala innan Framsóknarflokksins. Hins vegar skiptir það máli að menn leggi sig fram og vinni vel og mæti og taki þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem er á Alþingi. Það krefst líka ákveðinnar lipurðar í mannlegum samskiptum.” Aðspurð um hvort að hún ætti þá við að Sigmundur mæti ekkert sérstaklega vel og sé ekkert sérstaklega lipur í samræðum við annað fólk sagði Eygló: „Það einkennir lýðræðisfélag eins og Framsóknarflokkinn að það er einfaldlega þannig að það er aldrei neinn einn sem ræður, það er aldrei neinn einn sem er aðal og það getur verið kannski að einhverjir líti á það sem ákveðinn galla.” Innt eftir svörum um hvort að hún telji þetta útspil Sigmundar benda til þess að hann vilji vera stærri en flokkurinn segir hún að enginn einstaklingur geti verið stærri en flokkurinn. Það sé sterkt í framsóknarsálinni að það sé enginn einn sem sé stærri og meiri en flokkurinn og það sé ástæðan fyrir því að Framsóknarflokkurinn sé orðinn 100 ára gamall. „Framsóknarflokkurinn gengur út á samvinnu og það að virða lýðræðislega niðurstöðu og það er einfaldlega þannig að það er enginn einn sem getur verið stærri en flokkurinn. Við höfum bara séð það að þegar það gerist innan flokka eða innan hópa að þegar menn ætla sér að ná einhverju fram að þá hefur það bara oft endað mjög illa.“ Víglínuna má sjá í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Eyþór Arnalds verður gestafyrirlesari hjá Sigmundi Davíð Eyþór Arnalds, sem nýverið eignaðist rúmlega fjórðungs hlut í útgáfufélagi Morgunblaðsins, verður gestafyrirlesari á fyrsta fundi Framfarafélagsins á morgun. 26. maí 2017 18:51