Stjórnmálin verði að breytast | Ræða Sigmundar í heild sinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2017 14:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var málshefjandi á stofnfundi Framfarafélagsins í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um stofnun félagsins allt frá því að Sigmundur greindi frá tilurð þess um miðja siðustu viku. Félagið var að sögn Sigmundar, sem er fyrsti formaður Framfarafélagsins, stofnað til að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð stofnar nýtt félagHann hefur þvertekið fyrir að hér sé um að ræða stjórnmálahreyfingu en Sigmundur segist þó vona að aðrir stjórnmálaflokkar nýti sér þær hugmyndir sem komi til með að fæðast á fundum Framfarafélagsins. Yfirskrift erindis Sigmundar í dag var „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“ sem hann sagði vera að taka grundvallarbreytingum. Í erindi sínu leitaði hann svara við því hvað sé að valda þessum breytingum og hvers vegna. „Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ spurði Sigmundur. Leiddi hann sig að þeirri niðurstöðu að stjórnmálin og stjórnmálaflokkar þyrftu að taka grundvallarbreytingum í takt við breytta samfélagsmynd sem einkennist af minni tryggð fólks við stjórnmálaflokka, þróunar upplýsingatækni og þreytu fólks á „kerfisræði.“ Alls hlýddu á annað hundrað manns á erindið, þeirra á meðal Framsóknarmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Sæmundsson og Vigdís Hauksdóttir ásamt öðrum stjórnmálaforkólfum á borð við Ingu Sæland, Gústaf Níelsson og Sigurður Þ. Ragnarsson.Sjá einnig: Húsfyllir hjá FramfarafélaginuÞá flutti athafnamaðurinn Eyþór Arnalds gestafyrirlestur sem fjallaði um hvernig tækniþróun og ný tækifæri sem henni fylgja muni umbylta daglegu lífi fólks á komandi árum. Fundarstjóri var formaður Landssambands framsóknarkvenna, Anna Kolbrún Árnadóttir. Erindi Sigmundar má sjá í heild sinni hér að ofan. Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var málshefjandi á stofnfundi Framfarafélagsins í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík í dag. Mikið hefur verið rætt og ritað um stofnun félagsins allt frá því að Sigmundur greindi frá tilurð þess um miðja siðustu viku. Félagið var að sögn Sigmundar, sem er fyrsti formaður Framfarafélagsins, stofnað til að „skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna.“Sjá einnig: Sigmundur Davíð stofnar nýtt félagHann hefur þvertekið fyrir að hér sé um að ræða stjórnmálahreyfingu en Sigmundur segist þó vona að aðrir stjórnmálaflokkar nýti sér þær hugmyndir sem komi til með að fæðast á fundum Framfarafélagsins. Yfirskrift erindis Sigmundar í dag var „Stjórnmál á áhugaverðum tímum“ sem hann sagði vera að taka grundvallarbreytingum. Í erindi sínu leitaði hann svara við því hvað sé að valda þessum breytingum og hvers vegna. „Hvernig eru ákvarðanir sem varða hagsmuni almennings teknar nú og hvernig verður samfélögum stjórnað í framtíðinni,“ spurði Sigmundur. Leiddi hann sig að þeirri niðurstöðu að stjórnmálin og stjórnmálaflokkar þyrftu að taka grundvallarbreytingum í takt við breytta samfélagsmynd sem einkennist af minni tryggð fólks við stjórnmálaflokka, þróunar upplýsingatækni og þreytu fólks á „kerfisræði.“ Alls hlýddu á annað hundrað manns á erindið, þeirra á meðal Framsóknarmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Sæmundsson og Vigdís Hauksdóttir ásamt öðrum stjórnmálaforkólfum á borð við Ingu Sæland, Gústaf Níelsson og Sigurður Þ. Ragnarsson.Sjá einnig: Húsfyllir hjá FramfarafélaginuÞá flutti athafnamaðurinn Eyþór Arnalds gestafyrirlestur sem fjallaði um hvernig tækniþróun og ný tækifæri sem henni fylgja muni umbylta daglegu lífi fólks á komandi árum. Fundarstjóri var formaður Landssambands framsóknarkvenna, Anna Kolbrún Árnadóttir. Erindi Sigmundar má sjá í heild sinni hér að ofan.
Tengdar fréttir Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52 Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30 Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún fær nýtt hlutverk Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsendning: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Sjá meira
Húsfyllir hjá Framfarafélaginu Framfarafélagið er stofnað í kjölfar nýliðins miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins en þar virðist lengi hafa ríkt nokkur ólga um framtíð Sigmundar innan flokksins. 27. maí 2017 11:52
Sigmundur Davíð stofnar nýtt félag Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur tilkynnt um stofnun nýs félags, Framfarafélagsins, sem á að skapa öflugan vettvang fyrir frjálsa umræðu, fræðslu og framsetningu hugmynda og lausna. 24. maí 2017 18:30
Segist ekki vera að máta sig í borgarstjórastólinn Stofnfundur Framfarafélagsins hófst nú klukkan ellefu í morgun en félaginu er ætlað að vera hugmyndasmiðja sem á að koma Framsóknarflokknum til aðstoðar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Framfarafélagsins. 27. maí 2017 12:03