Telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr fiskeldi í Dýrafirði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 19:32 Frá Dýrafirði. vísir/pjetur Starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr eldinu þar sem í dag fannst gat við botn kvíar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þarna kunni að vera komin „meginskýringin á mögulegri slysasleppingu regnbogasilungs sem fjallað var um sl. haust þegar engin skýring fannst á því hvaðan regnbogasilungur væri upprunninn sem veiddist í ám á Vestfjörðum.“ Í kjölfar þess að regnbogasilungur veiddist í ánum var „leitað leitað mjög ítarlega skýringa með skoðun á öllum kvíum sem regnbogasilungur er ræktaður í og kom ekkert óeðlilegt í ljós. Meðal annars fannst ekkert óeðlilegt við skoðun kvía í Dýrafirði. Þess má t.d. geta að kvíanet eru hreinsuð með sérstakri netaþvottavél sem er búin myndavélum og slík hreinsun var framkvæmd á þessari tilteknu kví í síðasta mánuði og kom þá ekkert í ljós sem gaf til kynna að gat væri á netinu,“ að því er fram kemur í tilkynningu Arctic Sea Farm. Gatið sem kom í ljós í dag fannst við slátrun upp úr kvínni og er alveg við botn hennar. „Slátrun er ekki lokið en þegar hefur verið gripið til aðgerða með lokun gatsins en því miður er fyrsta mat starfsmanna það að umtalsvert magn regnbogasilungs sé sloppinn. Viðbragðsáætlun við slysasleppingu var virkjuð þegar í stað og var Fiskistofu gert viðvart, m.a. vegna samráðs um næstu skref. Auk þess sem um umtalsvert tjón er að ræða fyrir fyrirtækið er hér um að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn og eigendur sem vinna að uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Ljóst er að framundan er ítarleg greining á orsökum gatsins í samstarfi við Fiskistofu og MAST með það að markmiði að draga lærdóm af, m.a. varðandi kvíaútbúnað og fleiri þætti. Útbúnaður kvía er nú þegar í ítarlegri skoðun hjá fyrirtækinu þar sem m.a. er unnið að innleiðingu strangari krafna sem settar hafa verið af hálfu eftirlitsaðila,“ segir í tilkynningu Arctic Sea Farm. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Starfsmenn fiskeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm í Dýrafirði telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr eldinu þar sem í dag fannst gat við botn kvíar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þarna kunni að vera komin „meginskýringin á mögulegri slysasleppingu regnbogasilungs sem fjallað var um sl. haust þegar engin skýring fannst á því hvaðan regnbogasilungur væri upprunninn sem veiddist í ám á Vestfjörðum.“ Í kjölfar þess að regnbogasilungur veiddist í ánum var „leitað leitað mjög ítarlega skýringa með skoðun á öllum kvíum sem regnbogasilungur er ræktaður í og kom ekkert óeðlilegt í ljós. Meðal annars fannst ekkert óeðlilegt við skoðun kvía í Dýrafirði. Þess má t.d. geta að kvíanet eru hreinsuð með sérstakri netaþvottavél sem er búin myndavélum og slík hreinsun var framkvæmd á þessari tilteknu kví í síðasta mánuði og kom þá ekkert í ljós sem gaf til kynna að gat væri á netinu,“ að því er fram kemur í tilkynningu Arctic Sea Farm. Gatið sem kom í ljós í dag fannst við slátrun upp úr kvínni og er alveg við botn hennar. „Slátrun er ekki lokið en þegar hefur verið gripið til aðgerða með lokun gatsins en því miður er fyrsta mat starfsmanna það að umtalsvert magn regnbogasilungs sé sloppinn. Viðbragðsáætlun við slysasleppingu var virkjuð þegar í stað og var Fiskistofu gert viðvart, m.a. vegna samráðs um næstu skref. Auk þess sem um umtalsvert tjón er að ræða fyrir fyrirtækið er hér um að ræða mikið áfall fyrir starfsmenn og eigendur sem vinna að uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum. Ljóst er að framundan er ítarleg greining á orsökum gatsins í samstarfi við Fiskistofu og MAST með það að markmiði að draga lærdóm af, m.a. varðandi kvíaútbúnað og fleiri þætti. Útbúnaður kvía er nú þegar í ítarlegri skoðun hjá fyrirtækinu þar sem m.a. er unnið að innleiðingu strangari krafna sem settar hafa verið af hálfu eftirlitsaðila,“ segir í tilkynningu Arctic Sea Farm.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira