ATH. Þétting er víst lausnin Björn Teitsson skrifar 16. febrúar 2017 14:45 Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði í Bítinu að morgni 16. febrúar að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Þetta er mikil skammsýni og einfaldlega rangt. Þróunin, eins og hún er, er jákvæð. Hún gengur hægt en jákvæð engu að síður. Í jafn gisinni borg og Reykjavík er þétting byggðar lífsnauðsynleg. Til að stytta vegalengdir, til að auka lífsgæði, til að létta álagi á umferðaræðar, til að stuðla að sjálfbærum samgöngumátum. Þegar hugsað er um kostnað þarf nefnilega að taka fleiri atriði með í reikninginn en lóðaverð. Lóðir gætu verið ódýrari í útjaðri borgarinnar en þar tekur við annar kostnaður. Fólk er þar með knúið til að kaupa og reka bíl, sem lækkar ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á mánuði. Ný hverfi kalla á nýjar götur (dýrt), viðhald gatna (dýrt), nýja skóla (dýrt) og byggir múra milli fólks með þungum umferðaræðum. Svo ekki sé minnst á tímann. Og mengunina og kostnaðinn sem felst í auknu byggingarmagni glænýrra hverfa. Jeminn eini. Sé ekki nóg að minnast á að tími eru peningar (sem er glatað en ok) þá eru líka töpuð lífsgæði sem felast í tíma sem er eytt, ekki varið, heldur eytt, í umferð á hverjum degi. Fólk á til að gleyma þegar það skammast út í „lattélepjandi“ miðbæjarfólk, að helstu atvinnuveitendur borgarinnar (og landsins) eru í póstnúmerum 101, 104 og 105. Þar á meðal eru Landspítalinn, Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Eimskip... uppskipunarhafnir og öll útgerðin. Bara til að nefna brotabrot. Þar eru einnig helstu menntastofnanir; Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík þar sem rúmlega 20 þúsund manns stunda framhaldsnám. Það þjónar hagsmunum fólksins, íbúana, borgarinnar, landsins alls og þjóðarinnar allrar, að fólk eigi kost á að búa í námunda við þau svæði þar sem það stundar nám eða starfar. Þétting er lausnin. Að búa nálægt vinnu/skóla er lausnin. Að stytta vegalengdir er lausnin. Að létta álag á miðbænum með nýjum miðpunktum hverfa þar sem lífvænleg starfsemi í menningu, mat og drykk fær að þrífast, er lausnin. Að auka lífsgæði, draga úr mengun og hættu bílaumferðar, er lausnin. Það liggur í augum uppi. Það er reynsla allra borga sem teljast eftirsóttar til að búa í beggja vegna Atlantshafsins. Lærum af reynslunni í guðanna bænum og hættum að hneigja okkur eftir þörfum hagsmunaaðila sem er drullusama um lífsgæði ykkar; fólksins sem byggir þessa borg og gestanna sem sækja hana heim. (Þessi grein er byggð á stöðuuppfærslu af facebook frá október 2016. Það er virkilega sorglegt að geta endurtekið næstum hvert einasta orð, óbreytt). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Teitsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði í Bítinu að morgni 16. febrúar að áherslur Reykjavíkurborgar á þéttingu byggðar í borginni á kostnað jaðarsvæða séu ekki til þess fallnar að auðvelda ungu fólki að kaupa sér sína fyrstu íbúð. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þurfi að axla sameiginlega ábyrgð á því að tryggja að nægt lóðaframboð sé hverju sinni. Þetta er mikil skammsýni og einfaldlega rangt. Þróunin, eins og hún er, er jákvæð. Hún gengur hægt en jákvæð engu að síður. Í jafn gisinni borg og Reykjavík er þétting byggðar lífsnauðsynleg. Til að stytta vegalengdir, til að auka lífsgæði, til að létta álagi á umferðaræðar, til að stuðla að sjálfbærum samgöngumátum. Þegar hugsað er um kostnað þarf nefnilega að taka fleiri atriði með í reikninginn en lóðaverð. Lóðir gætu verið ódýrari í útjaðri borgarinnar en þar tekur við annar kostnaður. Fólk er þar með knúið til að kaupa og reka bíl, sem lækkar ráðstöfunartekjur um 50-100 þúsund krónur á mánuði. Ný hverfi kalla á nýjar götur (dýrt), viðhald gatna (dýrt), nýja skóla (dýrt) og byggir múra milli fólks með þungum umferðaræðum. Svo ekki sé minnst á tímann. Og mengunina og kostnaðinn sem felst í auknu byggingarmagni glænýrra hverfa. Jeminn eini. Sé ekki nóg að minnast á að tími eru peningar (sem er glatað en ok) þá eru líka töpuð lífsgæði sem felast í tíma sem er eytt, ekki varið, heldur eytt, í umferð á hverjum degi. Fólk á til að gleyma þegar það skammast út í „lattélepjandi“ miðbæjarfólk, að helstu atvinnuveitendur borgarinnar (og landsins) eru í póstnúmerum 101, 104 og 105. Þar á meðal eru Landspítalinn, Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Landsbankinn, Eimskip... uppskipunarhafnir og öll útgerðin. Bara til að nefna brotabrot. Þar eru einnig helstu menntastofnanir; Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík þar sem rúmlega 20 þúsund manns stunda framhaldsnám. Það þjónar hagsmunum fólksins, íbúana, borgarinnar, landsins alls og þjóðarinnar allrar, að fólk eigi kost á að búa í námunda við þau svæði þar sem það stundar nám eða starfar. Þétting er lausnin. Að búa nálægt vinnu/skóla er lausnin. Að stytta vegalengdir er lausnin. Að létta álag á miðbænum með nýjum miðpunktum hverfa þar sem lífvænleg starfsemi í menningu, mat og drykk fær að þrífast, er lausnin. Að auka lífsgæði, draga úr mengun og hættu bílaumferðar, er lausnin. Það liggur í augum uppi. Það er reynsla allra borga sem teljast eftirsóttar til að búa í beggja vegna Atlantshafsins. Lærum af reynslunni í guðanna bænum og hættum að hneigja okkur eftir þörfum hagsmunaaðila sem er drullusama um lífsgæði ykkar; fólksins sem byggir þessa borg og gestanna sem sækja hana heim. (Þessi grein er byggð á stöðuuppfærslu af facebook frá október 2016. Það er virkilega sorglegt að geta endurtekið næstum hvert einasta orð, óbreytt).
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun