Byrjar daginn á meinhollu matcha-tei Guðný Hrönn skrifar 16. febrúar 2017 13:00 Halldór Guðmundsson er aðdáandi matcha-tes. Vísir/GVA Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kaffihúsa Te & kaffi, byrjar flesta daga á að drekka matcha-te. Halldór segir teið gefa kraft og ýta undir einbeitingu. Halldór byrjaði að drekka matcha-te fyrir um sex árum. „Fyrst kunni ég ekki alveg að meta það en þegar ég lærði að laga það rétt varð það mjög gott. Núna reyni ég að byrja daginn á einum bolla af matcha, það kemur sér vel þegar ég stunda jóga og hugleiðslu á morgnana. Matcha gefur manni aukinn kraft og skerpir hugann. Ef maður veit hvað maður er að gera er mjög lítið vesen að laga það,“ segir Halldór sem mælir með að nota vigt og hitamæli þegar matcha-teið er útbúið.“ Það er nefnilega mikilvægt að vatnið sé ekki of heitt, það má ekki vera heitara en 80°C. Einnig er mikilvægt að bursta teið rétt svo það freyði vel.“ „Matcha er mjög ríkt af andoxunarefnum og gefur manni aukaorku og skarpan huga,“ segir Halldór meðal annars aðspurður af hverju hann drekki matcha. „Matcha er mjög hollur og virðulegur drykkur en það hefur verið drukkið í yfir 800 ár. Hér áður fyrr voru einungis fáir útvaldir sem áttu kost á að drekka matcha. Teið er unnið úr einu besta afbrigði af grænu te sem er fáanlegt í Japan og það er malað á ákveðinn hátt svo að þegar teið er drukkið er allt teið nýtt,“ útskýrir Halldór sem hefur undanfarið tekið eftir auknum vinsælum matcha-tesins.Það er ekkert flókið að útbúa matcha te að sögn Halldórs.Vísir/GVAHalldór segir matcha-te vera góðan kost fyrir þá sem eru að taka sig á í Meistaramánuði og vilja t.d. minnka gosdrykkju. „Já, klárlega, ef fólk vill bæta hollum og góðum drykk við næringuna þá mæli ég hiklaust með mathca. Einnig mæli ég með því ef fólk stundar hugleiðslu því matcha hjálpar til við að auka einbeitingu.“ Eins og áður sagði reynir Halldór að byrja hvern dag á bolla af matcha en eftir það tekur kaffið við. „Ég vinn við að smakka kaffi svo suma daga eru ansi margir kaffibollar drukknir en ætli ég drekki ekki fimm til sex bolla af kaffi yfir daginn.“ Fyrir þá sem hafa aldrei vanið sig á að drekka te mælir Halldór með að kynna sér hvernig á að laga ferskt te og draga fram það besta úr hráefninu. „Það er allt of algengt að te sé rangt lagað – vitlaust hitastig á vatninu, of mikið magn af telaufum á móti vatni eða að teið er látið trekkja of lengi skemmir fyrir,“ segir Halldór sem mælir með að fólk prófi sig bara áfram til að finna te við sitt hæfi. Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri kaffihúsa Te & kaffi, byrjar flesta daga á að drekka matcha-te. Halldór segir teið gefa kraft og ýta undir einbeitingu. Halldór byrjaði að drekka matcha-te fyrir um sex árum. „Fyrst kunni ég ekki alveg að meta það en þegar ég lærði að laga það rétt varð það mjög gott. Núna reyni ég að byrja daginn á einum bolla af matcha, það kemur sér vel þegar ég stunda jóga og hugleiðslu á morgnana. Matcha gefur manni aukinn kraft og skerpir hugann. Ef maður veit hvað maður er að gera er mjög lítið vesen að laga það,“ segir Halldór sem mælir með að nota vigt og hitamæli þegar matcha-teið er útbúið.“ Það er nefnilega mikilvægt að vatnið sé ekki of heitt, það má ekki vera heitara en 80°C. Einnig er mikilvægt að bursta teið rétt svo það freyði vel.“ „Matcha er mjög ríkt af andoxunarefnum og gefur manni aukaorku og skarpan huga,“ segir Halldór meðal annars aðspurður af hverju hann drekki matcha. „Matcha er mjög hollur og virðulegur drykkur en það hefur verið drukkið í yfir 800 ár. Hér áður fyrr voru einungis fáir útvaldir sem áttu kost á að drekka matcha. Teið er unnið úr einu besta afbrigði af grænu te sem er fáanlegt í Japan og það er malað á ákveðinn hátt svo að þegar teið er drukkið er allt teið nýtt,“ útskýrir Halldór sem hefur undanfarið tekið eftir auknum vinsælum matcha-tesins.Það er ekkert flókið að útbúa matcha te að sögn Halldórs.Vísir/GVAHalldór segir matcha-te vera góðan kost fyrir þá sem eru að taka sig á í Meistaramánuði og vilja t.d. minnka gosdrykkju. „Já, klárlega, ef fólk vill bæta hollum og góðum drykk við næringuna þá mæli ég hiklaust með mathca. Einnig mæli ég með því ef fólk stundar hugleiðslu því matcha hjálpar til við að auka einbeitingu.“ Eins og áður sagði reynir Halldór að byrja hvern dag á bolla af matcha en eftir það tekur kaffið við. „Ég vinn við að smakka kaffi svo suma daga eru ansi margir kaffibollar drukknir en ætli ég drekki ekki fimm til sex bolla af kaffi yfir daginn.“ Fyrir þá sem hafa aldrei vanið sig á að drekka te mælir Halldór með að kynna sér hvernig á að laga ferskt te og draga fram það besta úr hráefninu. „Það er allt of algengt að te sé rangt lagað – vitlaust hitastig á vatninu, of mikið magn af telaufum á móti vatni eða að teið er látið trekkja of lengi skemmir fyrir,“ segir Halldór sem mælir með að fólk prófi sig bara áfram til að finna te við sitt hæfi.
Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira