Mel Gibson sagður í viðræðum um að leikstýra Suicide Squad 2 Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2017 11:10 Mel Gibson. Vísir/EPA Kvikmyndaverið Warner Bros. er sagt í viðræðum við Mel Gibson um að leikstýra framhaldinu af Suicide Squad. Frá þessu var greint í Hollywood Reporter en verði þetta að veruleika þýðir það að Gibson mun taka við af David Ayer sem leikstýrði Suicide Squad. Myndin kom út í fyrra og fékk heilt yfir slæma dóma frá gagnrýnendum en rakaði þó inn 745 milljónum dollara í miðasölu kvikmyndahúsa á heimsvísu. Mel Gibson leikstýrði myndinni Hacksaw Ridge sem er tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal Gibson sem besti leikstjórinn. Gibson er þegar með nokkur fyrirhuguð verkefni á sínum lista en hann mun leika í lögreglutryllinum Dragged Across Concrete ásamt Vince Vaughn og þá mun hann leika í myndinni The Professor and The Madman á móti Sean Penn. Suicide Squad 2 yrði ekki fyrsta ofurhetjumyndin sem Mel Gibson er orðaður við. Robert Downey Jr. sagði fyrir nokkru að hann væri til í að gera fjórðu Iron Man-myndina ef Mel Gibson yrði leikstjóri hennar. Gibson sagði við Total Film í fyrra að hann myndi að sjálfsögðu íhuga það. „Það gæti orðið gaman,“ sagði Gibson en bætti við að hann yrði þá að finna leið til að gera Iron Man 4 frábrugðna öðrum myndum ef hann ætti að gera það. Robert Downey Jr. var ekki einn um að vilja Mel Gibson sem leikstjóra fjórðu Iron Man-myndarinnar. Shane Black, leikstjóri þriðju Iron Man-myndarinnar, lýsti þeirri skoðun einnig en Shane Black skrifaði handrit fyrstu tveggja Lethal Weapon-myndanna þar sem Mel Gibson lék rannsóknarlögreglumanninn Martin Riggs sem myndaði ódauðlegt tvíeyki með Roger Murtaugh, sem Danny Glover lék. Gibson hefur verið í nokkurs konar útlegð frá Hollywood í um áratug eftir röð hneykslismála. Shane Black sagði það skiljanlegt að Downey Jr. vildi fá Gibson sem leikstjóra fjórðu Iron Man-myndarinnar því að Gibson hefði reynst Downey Jr. þegar Downey sjálfur gekk í gegnum mikinn öldudal á sínum ferli. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41 Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45 Stefnir í einn áhugaverðasta Óskar síðustu ára Nú hafa tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verið gerðar opinberar. Ýmislegt áhugavert og spennandi má finna á þeim lista, þó að annað sé miður skemmtilegt. Endurkoma Mels Gibson, Íslendingar hlunnfarnir, réttindabarátta svartra og fleira. Fréttablaðið fer yfir áhugaverða punkta sem má finna í tilnefningunum. 26. janúar 2017 10:30 Suicide Squad langt komin með að slá aðsóknarmet í ágúst Guardians of the Galaxy átti metið. 6. ágúst 2016 21:03 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndaverið Warner Bros. er sagt í viðræðum við Mel Gibson um að leikstýra framhaldinu af Suicide Squad. Frá þessu var greint í Hollywood Reporter en verði þetta að veruleika þýðir það að Gibson mun taka við af David Ayer sem leikstýrði Suicide Squad. Myndin kom út í fyrra og fékk heilt yfir slæma dóma frá gagnrýnendum en rakaði þó inn 745 milljónum dollara í miðasölu kvikmyndahúsa á heimsvísu. Mel Gibson leikstýrði myndinni Hacksaw Ridge sem er tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal Gibson sem besti leikstjórinn. Gibson er þegar með nokkur fyrirhuguð verkefni á sínum lista en hann mun leika í lögreglutryllinum Dragged Across Concrete ásamt Vince Vaughn og þá mun hann leika í myndinni The Professor and The Madman á móti Sean Penn. Suicide Squad 2 yrði ekki fyrsta ofurhetjumyndin sem Mel Gibson er orðaður við. Robert Downey Jr. sagði fyrir nokkru að hann væri til í að gera fjórðu Iron Man-myndina ef Mel Gibson yrði leikstjóri hennar. Gibson sagði við Total Film í fyrra að hann myndi að sjálfsögðu íhuga það. „Það gæti orðið gaman,“ sagði Gibson en bætti við að hann yrði þá að finna leið til að gera Iron Man 4 frábrugðna öðrum myndum ef hann ætti að gera það. Robert Downey Jr. var ekki einn um að vilja Mel Gibson sem leikstjóra fjórðu Iron Man-myndarinnar. Shane Black, leikstjóri þriðju Iron Man-myndarinnar, lýsti þeirri skoðun einnig en Shane Black skrifaði handrit fyrstu tveggja Lethal Weapon-myndanna þar sem Mel Gibson lék rannsóknarlögreglumanninn Martin Riggs sem myndaði ódauðlegt tvíeyki með Roger Murtaugh, sem Danny Glover lék. Gibson hefur verið í nokkurs konar útlegð frá Hollywood í um áratug eftir röð hneykslismála. Shane Black sagði það skiljanlegt að Downey Jr. vildi fá Gibson sem leikstjóra fjórðu Iron Man-myndarinnar því að Gibson hefði reynst Downey Jr. þegar Downey sjálfur gekk í gegnum mikinn öldudal á sínum ferli.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23 Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41 Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45 Stefnir í einn áhugaverðasta Óskar síðustu ára Nú hafa tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verið gerðar opinberar. Ýmislegt áhugavert og spennandi má finna á þeim lista, þó að annað sé miður skemmtilegt. Endurkoma Mels Gibson, Íslendingar hlunnfarnir, réttindabarátta svartra og fleira. Fréttablaðið fer yfir áhugaverða punkta sem má finna í tilnefningunum. 26. janúar 2017 10:30 Suicide Squad langt komin með að slá aðsóknarmet í ágúst Guardians of the Galaxy átti metið. 6. ágúst 2016 21:03 Mest lesið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Þungarokkarar komast ekki til Íslands Lífið Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Eyða milljónum dollara til að gera Suicide Squad fyndnari Bráðfyndin stikla úr myndinni reyndist innihalda einu brandara hennar. 31. mars 2016 23:23
Suicide Squad fær hrikalega dóma hjá gagnrýnendum Sögð samt ekki jafn slæm og Batman v Superman. 3. ágúst 2016 09:41
Jókerinn Jared Leto Kvikmyndin Suicide Squad hefur fengið slæma dóma og hefur vakið nokkra athygli að Jókernum, leiknum af Jared Leto, bregður lítið fyrir í myndinni þrátt fyrir að hann hafi verið auglýstur sérstaklega í öllum stiklum og kitlum sem birtust fyrir útgáfu hennar. 4. ágúst 2016 09:45
Stefnir í einn áhugaverðasta Óskar síðustu ára Nú hafa tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verið gerðar opinberar. Ýmislegt áhugavert og spennandi má finna á þeim lista, þó að annað sé miður skemmtilegt. Endurkoma Mels Gibson, Íslendingar hlunnfarnir, réttindabarátta svartra og fleira. Fréttablaðið fer yfir áhugaverða punkta sem má finna í tilnefningunum. 26. janúar 2017 10:30
Suicide Squad langt komin með að slá aðsóknarmet í ágúst Guardians of the Galaxy átti metið. 6. ágúst 2016 21:03