Draymond Green líkir eiganda New York Knicks við þrælahaldara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 10:45 James Dolan og Draymond Green. Vísir/Samsett/Getty Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, er þekktur fyrir að láta allt flakka og nú hefur hann blandað sér af krafti inn í deilur Charles Oakley og eiganda New York Knicks, James Dolan. „Þegar ég græði á þér þá allt í góðu,“ byrjaði Draymond Green í hlaðvarpsþætti sínum "Dray Day" og hélt síðan áfram: „Ef þú ert að gera eitthvað á minn hlut eða að tala á móti mínu félagi þá er ekki allt í góðu lengur. Þetta er hugarfar þrælahaldara. Þessi maður hugsar eins og þrælahaldari. Þetta er fáránlegt,“ sagði Draymond Green. ESPN segir frá. Charles Oakley var fjarlægður með valdi út úr Madison Sqaure Garden í miðjum leik New York Knicks á dögunum og var síðan settur í bann. Deilur Oakley og James Dolan, eiganda New York Knicks, hafa staðið lengið yfir en nú sprakk allt í loft upp með ásökunum á báða bóga. Charles Oakley hefur aftur fengið leyfi til að koma í Madison Sqaure Garden en er enn mjög ósáttur því hann hefur ekki verið beðinn afsökunar. Hann átti frábæran feril með New York Knicks og er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Draymond Green hefur tekið upp hanskann fyrir Charles Oakley eins og fleiri leikmenn í NBA-deildinni en það sem menn eru mest reiðir er að James Dolan gaf það út að Oakley ætti við drykkjuvandamál að stríða. Charles Oakley spilaði aldrei fyrir New York Knicks meðan James Dolan var eigandi félagsins en það fór ekki vel í nýja eigandann þegar hann gagnrýndi klúbbinn. Sú gagnrýni átti nú kannski rétt á sér enda hefur verið hálfgerður brandari að fylgjast með rekstri verðmætasta félagi NBA-deildarinnar undanfarin ár. Mörgum þykir Draymond Green samt vera kræfur að bjóða einum af eigendum félaganna í NBA upp í dans enda hafa þeir menn mikil völd. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig James Dolan svarar þessu harða skoti Draymond Green. NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira
Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors, er þekktur fyrir að láta allt flakka og nú hefur hann blandað sér af krafti inn í deilur Charles Oakley og eiganda New York Knicks, James Dolan. „Þegar ég græði á þér þá allt í góðu,“ byrjaði Draymond Green í hlaðvarpsþætti sínum "Dray Day" og hélt síðan áfram: „Ef þú ert að gera eitthvað á minn hlut eða að tala á móti mínu félagi þá er ekki allt í góðu lengur. Þetta er hugarfar þrælahaldara. Þessi maður hugsar eins og þrælahaldari. Þetta er fáránlegt,“ sagði Draymond Green. ESPN segir frá. Charles Oakley var fjarlægður með valdi út úr Madison Sqaure Garden í miðjum leik New York Knicks á dögunum og var síðan settur í bann. Deilur Oakley og James Dolan, eiganda New York Knicks, hafa staðið lengið yfir en nú sprakk allt í loft upp með ásökunum á báða bóga. Charles Oakley hefur aftur fengið leyfi til að koma í Madison Sqaure Garden en er enn mjög ósáttur því hann hefur ekki verið beðinn afsökunar. Hann átti frábæran feril með New York Knicks og er gríðarlega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins. Draymond Green hefur tekið upp hanskann fyrir Charles Oakley eins og fleiri leikmenn í NBA-deildinni en það sem menn eru mest reiðir er að James Dolan gaf það út að Oakley ætti við drykkjuvandamál að stríða. Charles Oakley spilaði aldrei fyrir New York Knicks meðan James Dolan var eigandi félagsins en það fór ekki vel í nýja eigandann þegar hann gagnrýndi klúbbinn. Sú gagnrýni átti nú kannski rétt á sér enda hefur verið hálfgerður brandari að fylgjast með rekstri verðmætasta félagi NBA-deildarinnar undanfarin ár. Mörgum þykir Draymond Green samt vera kræfur að bjóða einum af eigendum félaganna í NBA upp í dans enda hafa þeir menn mikil völd. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig James Dolan svarar þessu harða skoti Draymond Green.
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Sjá meira