Aðeins tveir úr silfurliði Íslands á ÓL í úrvalsliði Íslands í handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2017 08:45 Ísland fagnar silfurverðlaunum á ÓL 2008. Vísir/AFP Fjórir af átta leikmönnum í úrvalsliði handboltasögunnar á Íslandi voru fastamenn í liði Bogdan Kowalczyk á níunda áratugnum. Aðeins tveir úr silfurliðinu frá Peking komst hinsvegar í liðið. Úrvalslið Íslands í handbolta karla frá upphafi handboltans til dagsins í dag hefur verið valið en Morgunblaðið fékk fólk úr handboltahreyfingunni til að velja bestu handboltamenn allra tíma á Íslandi. Kristján Jónsson hélt utan um valið og segir frá úrvalsliðinu í Morgunblaðinu í dag. Framtakið er til fyrirmyndar en í gær var tilkynnt hverjar voru í úrvalsliði kvenna. Það eru aðeins Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson, tveir langmarkahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi, sem komast í úrvalsliðið af leikmönnunum sem komu Íslandi í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Það er ljóst að það er ekkert auðvelt að gera upp á milli margra þeirra frábæru handboltamanna sem spilað hafa fyrir Ísland í gegnum tíðina. Það er nefnilega svo sannarlega nóg að taka. Liðið undir stjórn Bogdan Kowalczyk kom Íslandi aftur í hóp bestu landsliða heims á níunda áratugnum og þeir Alfreð Gíslason. Kristján Árason, Einar Þorvarðarson og Þorgils Óttar Matthiesen voru allir lykilmenn í því liði. Valdimar Grímsson, sem komst einnig í úrvalsliðið, spilaði einnig mikið með Bogdan-liðinu undir það síðasta þótt að blómatími hans með landsliðinu hafi verið eftir að Bogdan hætti. Snorri Steinn Guðjónsson, markahæsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins frá upphafi og fastamaður í liðinu sem vann silfur í Peking og brons á EM í Austurríki virðist hafa verið langt frá því að komast í úrvalsliðið. Snorri Steinn var í úrvalsliði Ólympíuleikanna 2008 og stýrði sóknarleik landsliðsins í um tíu ár. Aron Pálmarsson, sem hefur að mestu spilað sem vinstri skytta með landsliðinu en leikstjórnandi með sínum félagsliðum, er í stöðu leikstjórnanda í úrvalsliðinu og Dagur Sigurðsson og Geir Hallsteinsson voru síðan næstir inn samkvæmt greininni í Morgunblaðinu í dag. Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson eru dæmi um tvo aðra leikmenn úr silfurliðinu sem gerðu tilkall til sætis í úrvalsliðinu en þeir voru frábærir með íslenska landsliðinu á bestu árum þess á milli 2007 og 2012. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fengu reyndar næstum því fullt hús því 41 af 42 álitsgjöfum Morgunblaðsins völdu þá í liðið. Þeir eru glæsilegir fulltrúar silfurliðsins í úrvalsliðinu.Úrvalsliðið: Markvörður: Einar Þorvarðarson Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson Vinstri skytta: Alfreð Gíslason Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson Hægri skytta: Ólafur Stefánsson Hægra horn: Valdimar Grímsson Línumaður: Þorgils Óttar Matthiesen Varnarmaður: Kristján ArasonNæstir því að komast inn samkvæmt upptalinu í grein Morgunblaðsins: Dagur Sigurðsson, leikstjórnandi Geir Hallsteinsson, leikstjórnandi eða skytta Alexander Petersson, hægri skytta Geir Sveinsson, línumaður Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00 Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00 Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Fjórir af átta leikmönnum í úrvalsliði handboltasögunnar á Íslandi voru fastamenn í liði Bogdan Kowalczyk á níunda áratugnum. Aðeins tveir úr silfurliðinu frá Peking komst hinsvegar í liðið. Úrvalslið Íslands í handbolta karla frá upphafi handboltans til dagsins í dag hefur verið valið en Morgunblaðið fékk fólk úr handboltahreyfingunni til að velja bestu handboltamenn allra tíma á Íslandi. Kristján Jónsson hélt utan um valið og segir frá úrvalsliðinu í Morgunblaðinu í dag. Framtakið er til fyrirmyndar en í gær var tilkynnt hverjar voru í úrvalsliði kvenna. Það eru aðeins Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson, tveir langmarkahæstu landsliðsmenn Íslands frá upphafi, sem komast í úrvalsliðið af leikmönnunum sem komu Íslandi í úrslitaleikinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Það er ljóst að það er ekkert auðvelt að gera upp á milli margra þeirra frábæru handboltamanna sem spilað hafa fyrir Ísland í gegnum tíðina. Það er nefnilega svo sannarlega nóg að taka. Liðið undir stjórn Bogdan Kowalczyk kom Íslandi aftur í hóp bestu landsliða heims á níunda áratugnum og þeir Alfreð Gíslason. Kristján Árason, Einar Þorvarðarson og Þorgils Óttar Matthiesen voru allir lykilmenn í því liði. Valdimar Grímsson, sem komst einnig í úrvalsliðið, spilaði einnig mikið með Bogdan-liðinu undir það síðasta þótt að blómatími hans með landsliðinu hafi verið eftir að Bogdan hætti. Snorri Steinn Guðjónsson, markahæsti leikstjórnandi íslenska landsliðsins frá upphafi og fastamaður í liðinu sem vann silfur í Peking og brons á EM í Austurríki virðist hafa verið langt frá því að komast í úrvalsliðið. Snorri Steinn var í úrvalsliði Ólympíuleikanna 2008 og stýrði sóknarleik landsliðsins í um tíu ár. Aron Pálmarsson, sem hefur að mestu spilað sem vinstri skytta með landsliðinu en leikstjórnandi með sínum félagsliðum, er í stöðu leikstjórnanda í úrvalsliðinu og Dagur Sigurðsson og Geir Hallsteinsson voru síðan næstir inn samkvæmt greininni í Morgunblaðinu í dag. Alexander Petersson og Róbert Gunnarsson eru dæmi um tvo aðra leikmenn úr silfurliðinu sem gerðu tilkall til sætis í úrvalsliðinu en þeir voru frábærir með íslenska landsliðinu á bestu árum þess á milli 2007 og 2012. Ólafur Stefánsson og Guðjón Valur Sigurðsson fengu reyndar næstum því fullt hús því 41 af 42 álitsgjöfum Morgunblaðsins völdu þá í liðið. Þeir eru glæsilegir fulltrúar silfurliðsins í úrvalsliðinu.Úrvalsliðið: Markvörður: Einar Þorvarðarson Vinstra horn: Guðjón Valur Sigurðsson Vinstri skytta: Alfreð Gíslason Leikstjórnandi: Aron Pálmarsson Hægri skytta: Ólafur Stefánsson Hægra horn: Valdimar Grímsson Línumaður: Þorgils Óttar Matthiesen Varnarmaður: Kristján ArasonNæstir því að komast inn samkvæmt upptalinu í grein Morgunblaðsins: Dagur Sigurðsson, leikstjórnandi Geir Hallsteinsson, leikstjórnandi eða skytta Alexander Petersson, hægri skytta Geir Sveinsson, línumaður Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30 Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00 Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00 Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00 Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00 Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Róbert Gunnarsson gaf ekki kost á sér á HM: „Sýnist þetta vera niðurstaðan til framtíðar“ Glæstum landsliðsferli Róberts Gunnarsson virðist vera lokið en hann vildi ekki fara með Íslandi á HM. 12. desember 2016 14:30
Snorri Steinn: Risakafla í lífi mínu að ljúka Leikstjórnandi landsliðsins, Snorri Steinn Guðjónsson, hefur lagt landsliðsskóna á hilluna 35 ára að aldri. Hann segir ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. 25. október 2016 06:00
Kveður eftir 15 ára feril Geir Sveinsson valdi í gær 28 manna hóp sem hefur undirbúning fyrir HM í Frakklandi í lok desember. Róbert Gunnarsson er hættur að spila fyrir Ísland. 13. desember 2016 06:00
Snorri Steinn fær svaka meðmæli frá Aroni Pálmarssyni | Þvílíkur handboltaheili Snorri Steinn Guðjónsson gaf það út í gær að hann hafi spilað sinn síðasta landsleik fyrir Ísland. Fimmtán ára landsliðsferli leikstjórnandans er þar með á enda. 25. október 2016 09:00
Snorri Steinn hættur í íslenska landsliðinu Snorri Steinn Guðjónsson, aðalleikstjórnandi íslenska handboltalandsliðsins í meira en áratug, hefur ákveðið að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska A-landsliðið í handbolta. Þetta er mikið áfall fyrir íslenska landsliðið enda hefur Snorri stýrt sóknarleik liðsins í gegnum blómatíma þess. 24. október 2016 13:00
Snorri Steinn: Þetta var gríðarlega erfið ákvörðun Það heldur áfram að kvarnast úr íslenska handboltalandsliðinu en Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna. 24. október 2016 13:09