Tvísýnt um verslun í vinsælli sumarhúsabyggð Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. febrúar 2017 07:00 Húsnæðið hefur hýst vegasjoppu í einni stærstu sumarhúsabyggð á Íslandi. Rekstur þar lagðist af í október síðastliðnum. Mynd/Aðsend Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. Eftir að rekstur verslunarinnar lagðist af síðasta haust vegna erfiðleika rekstraraðila leitaði Olís, sem er eigandi hússins, að nýjum aðilum til að taka við. „Við vorum komin með aðila sem hafði áhuga á að taka að sér reksturinn. En svo brást það þannig að við brugðum bara á það ráð að auglýsa húsið til sölu,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs hjá Olís.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi„Það er þó nokkuð mikið af fólki búið að skoða þetta,“ segir Svan G. Guðlaugsson, sölumaður hjá Fasteignasölunni Mikluborg. Hann segir ástandið á húsinu vera slæmt. „Það er nú það sem málið snýst um en það eru margir áhugasamir sem vilja gera eitthvað þarna. Annaðhvort opna verslun eða breyta þessu að hluta til í gistingu. En það þarf að taka allt húsið í gegn,“ segir hann. „Ég sakna hennar. Ég get alveg viðurkennt það og ég veit að það gera það mjög margir en alls ekki allir,“ segir Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri. Selfoss er í um það bil 20 kílómetra fjarlægð frá Minni-Borg og Ingibjörg segir að íbúar sæki mikið þangað. „Það er kannski hluti af ástæðunni fyrir því að búðin hætti, að það er ekki verslað nóg í henni,“ segir Ingibjörg. Fólk fari til Selfoss til að gera stórinnkaup, en það sé bagalegt að geta ekki farið á Minni-Borg til að gera smærri innkaup. „En ég hugsa að það séu fleiri sem sakna félagslega þáttarins úr búðinni heldur en verslunarinnar sjálfrar. Hann var heilmikill,“ segir Ingibjörg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Alls óvíst er hvort verslun að Minni-Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi muni hefjast þar aftur á næstunni. Verslunin hefur þjónað einni vinsælustu sumarhúsabyggð landsins, þar sem eru á þriðja þúsund sumarhús, um árabil, auk þess sem í sveitarfélaginu er 460 manna íbúabyggð. Eftir að rekstur verslunarinnar lagðist af síðasta haust vegna erfiðleika rekstraraðila leitaði Olís, sem er eigandi hússins, að nýjum aðilum til að taka við. „Við vorum komin með aðila sem hafði áhuga á að taka að sér reksturinn. En svo brást það þannig að við brugðum bara á það ráð að auglýsa húsið til sölu,“ segir Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri smásölusviðs hjá Olís.Ingibjörg Harðardóttir, sveitarstjóri í Grímsnes- og Grafningshreppi„Það er þó nokkuð mikið af fólki búið að skoða þetta,“ segir Svan G. Guðlaugsson, sölumaður hjá Fasteignasölunni Mikluborg. Hann segir ástandið á húsinu vera slæmt. „Það er nú það sem málið snýst um en það eru margir áhugasamir sem vilja gera eitthvað þarna. Annaðhvort opna verslun eða breyta þessu að hluta til í gistingu. En það þarf að taka allt húsið í gegn,“ segir hann. „Ég sakna hennar. Ég get alveg viðurkennt það og ég veit að það gera það mjög margir en alls ekki allir,“ segir Ingibjörg Harðardóttir sveitarstjóri. Selfoss er í um það bil 20 kílómetra fjarlægð frá Minni-Borg og Ingibjörg segir að íbúar sæki mikið þangað. „Það er kannski hluti af ástæðunni fyrir því að búðin hætti, að það er ekki verslað nóg í henni,“ segir Ingibjörg. Fólk fari til Selfoss til að gera stórinnkaup, en það sé bagalegt að geta ekki farið á Minni-Borg til að gera smærri innkaup. „En ég hugsa að það séu fleiri sem sakna félagslega þáttarins úr búðinni heldur en verslunarinnar sjálfrar. Hann var heilmikill,“ segir Ingibjörg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira